- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Atli Steinn verður Gróttumaður

Arnkell Bergmann Arnkelsson varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu og Atli Steinn Arnarson handsala samninginn. Ljósmynd/Grótta
- Auglýsing -

Atli Steinn Arnarson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Atli Steinn er tvítug skytta sem hefur leikið með FH frá barnæsku og varð Íslandsmeistari með liðinu í síðasta mánuði. Hann er annar leikmaðurinn sem bætist í herbúðir Gróttu á tveimur dögum. Í gær var greint frá komu Sæþórs Atlasonar frá Selfossi.

Atli Steinn fór á lán til HK um stundar sakir á síðasta leiktímabili og skoraði 17 mörk í 5 leikjum. Þess fyrir utan skoraði hann 9 mörk með FH í Olísdeildinni.

Atli Steinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og fer til Slóveníu á EM U20 ára landsliða í júlí.

„Atli Steinn er mjög efnileg skytta sem verður virkilega góð viðbót við Gróttuliðið. Hann er kraftmikill leikmaður sem nýtist okkur vel. Það verður gaman að vinna með honum,“ sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu við undirritun samningsins.

Sjá einnig:

Karlar – helstu félagaskipti 2024

Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -