- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír íslenskir þjálfarar saman í undanúrslitum í fyrsta sinn

Þrír af fjórum þjálfurum sem eiga landslið í undanúrslitum Evrópumóts karla í handknattleik eru Íslendingar; Alfreð Gíslason með Þýskaland, Dagur Sigurðsson með Króatíu og Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands. Þetta er í fyrsta sinn í sögu stórmóta í handknattleik...

EM karla 2026 – milliriðlar – leikir, úrslit, staðan, leiktímar

Hér fyrir neðan er leikjadagskrá milliriðlakeppni EM karla í handknattleik 2026. Tólf landslið standa eftir þegar milliriðlakeppnin hefst 22. janúar og skiptast þau í tvo riðla. Úrslit leikjanna verða skráð inn jafnóðum og þeim lýkur, staðan uppfærð, auk þess...

Síðasti sólarhringur gat ekki endað á betri veg

„Undangenginn sólarhringur gat ekki endað á betri veg en þennan,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í viðtali við handbolta.is í dag eftir að íslenska landsliðið vann Slóveníu, 39:31, og tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópumóts...

Alfreð og lærisveinar í undanúrslit – unnu Frakka

Alfreð Gíslason stýrði Þjóðverjum til sigurs á Frökkum, 38:34, og gulltryggði þar með sæti í undanúrslitum Evrópumóts karla í handknattleik í Jyske Bank Boxen í Herning í kvöld. Þjóðverjar þurftu a.m.k. eitt stig úr leiknum til þess að tryggja...
- Auglýsing-

Króatar lögðu Ungverja – Ísland í öðru sæti

Landslið Króatíu, undir stjórn Dags Sigurðssonar, leikur til undanúrslita á Evrópumótinu í handknattleik karla. Króatar lögðu Ungverja, 27:25, í Malmö Arena í kvöld og höfnuðu í efsta sæti í milliriðli tvö með átta stig, einu stigi fyrir ofan íslenska...

Verða Danir andstæðingur Íslands í undanúrslitum?

Hafni íslenska landsliðið í öðru sæti milliriðils tvö á Evrópumótinu þegar dæmið hefur verið gert upp í kvöld eru mestar líkur á að Ísland mæti fjórföldum heimsmeisturum Danmerkur í undanúrslitaleik klukkan 19.30 á föstudagskvöld í Jyske Bank Boxen í...

Ísland í undanúrslit með stórkostlegum sigri á Slóveníu

Ísland tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Evrópumóts karla með því að vinna glæsilegan sigur á Slóveníu, 39:31, í lokaumferð milliriðils 2 í Malmö Arena í Malmö í Svíþjóð. Ísland leikur þar með í undanúrslitum Evrópumóts í þriðja skipti...

Áfram veginn á EM með sömu leikmönnum

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá 16 leikmenn sem munu taka þátt í leiknum. Hópurinn er skipaður sömu leikmönnum og hafa leikið síðustu fjóra leiki. Andri Már Rúnarsson og Elvar Ásgeirsson verða utan hóps. Sigur í dag tryggir Íslandi...
- Auglýsing-

Elvar er gjaldgengur með Íslandi á EM

Elvar Ásgeirsson hefur verið skráður til leiks í íslenska landsliðshópinn á Evrópumótinu í handknattleik karla. Hann verður þar með gjaldgengur í næstua leik mótsins, ef því er að skipta. Þetta kemur fram í tilkynningu Handknattleikssambands Evrópu til fjölmiðla í...

Hörgull er á miðum á úrslitahelgi EM

Ef íslenska landsliðið kemst í undanúrslit Evrópumótsins í handknattleik karla er ljóst að erfitt verður fyrir stuðningsmenn landsliðsins að verða sér úti um miða á leiki undanúrslita og úrslita á föstudag og sunnudag í Jyske Bank Boxen í Herning...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
18535 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -