- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórmeistarajafntefli á Seltjarnarnesi

Segja má að stórmeistarajafntefli hafi orðið í viðureign tveggja efstu liða Grill 66-deildar karla, Gróttu og Víkings, í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 30:30. Halldór Ingi Óskarsson skoraði jöfnunarmark Víkings þegar rúm mínúta var til leiksloka en það var...

Grótta varð fyrst til þess að vinna HK – Víkingur í þriðja sæti

Efsta lið Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, HK, tapaði fyrsta leik sínum á leiktíðinni í kvöld er leikmenn Gróttu sóttu liðið heim í kvöld. Eftir jafnan og skemmtilegan leik var Gróttuliðið sterkara og tryggði sér tveggja marka sigur, 25:23,...

Enn einn stórsigur Noregs á HM – mæta Þýskalandi í úrslitaleik

Noregur leikur til úrslita við Þýskaland á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á sunnudaginn. Norska landsliðið vann afar öruggan sigur á hollenska landsliðinu í síðari úrslitaleik mótsins í Rotterdam í kvöld, 35:25. Þetta var áttundi sigur norska landsliðsins á mótinu...

HM kvenna ”25 – dagskrá, úrslit – síðustu dagarnir

Úrslit og leikjadagskrá síðustu leikjana á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik 2025. Átta liða úrslit: 9. desember - Dortmund:Þýskaland – Brasilía 30:23 (17:11).Noregur – Svartfjallaland 32:23 (19:11).10. desember - Rotterdam:Holland – Ungverjaland 28:23 (14:9).Danmörk – Frakkland 26:31 (12:17). Undanúrslit 12. desember - Rotterdam:Þýskaland...
- Auglýsing-

Þjóðverjar leika til úrslita á HM

Þýskaland leikur til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á sunnudaginn. Þjóðverjar unnu sannfærandi sigur á Frökkum í undanúrslitaleik í Rotterdam í kvöld, 29:23. Þýska liðið skoraði þrjú síðustu mörk leiksins. Þýskt landslið hefur ekki leikið til úrslita á...

Úr boltanum í Bæjarbakaríið

Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson hefur sannarlega vent kvæði sínu í kross eftir að hann hætti að leik handbolta í sumar. Hann hefur keypt Bæjarbakaríið í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í viðtali við Aron í jólablaði Hafnarfjarðarbæjar. Aron stendur m.a. vaktina...

Rúnar tekur við þjálfun HSG Wetzlar

Rúnar Sigtryggsson hefur verið ráðinn þjálfari þýska handknattleiksliðsins HSG Wetzlar. Hann tekur við liðinu nú þegar eftir að Momir Ilic og aðstoðarmaður hans tóku pokann sinn eftir afleitt gengi liðsins í þýsku deildarkeppninni fram til þessa. Rúnar fær ærinn starfa...

Frestað fram á sunnudag

Til stóð að keppni hæfist í kvöld í Olísdeild kvenna eftir mánaðarhlé vegna undirbúnings- og þátttöku íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu. Selfoss og ÍBV áttu að ríða á vaðið í Sethöllinnni klukkan 18 í dag. Leiknum mun hafa verið frestað...
- Auglýsing-

Meiðsli Gísla Þorgeirs ekki sögð alvarleg

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður SC Magdeburg segir þátttöku sína með íslenska landsliðinu á EM, sem hefst eftir mánuð, ekki vera í hættu vegna höggs sem hann fékk á hægri síðuna í kappleik á miðvikudag. Gísli Þorgeir segir...

Spánverjar kæra kynþáttaníð sem landsliðið varð fyrir á HM

Spænska handknattleikssambandið hefur kært til lögreglu kynþáttaníð og hatursorðræðu sem leikmenn kvennalandsliðsins urðu fyrir á samfélagsmiðlum meðan þeir tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi á dögunum. Ekki síst var ráðist að leikmönnum landsliðsins með niðrandi skrifum eftir tapleikinn gegn Færeyingum...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18058 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -