- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framar sneru við blaðinu eftir tvo tapleiki í röð

Framarar lögðu Stjörnuna í kvöld, 36:30, í upphafsleik 13. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni. Leikmönnum Fram tókst þar með að kvitta fyrir tapið fyrir Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í Olísdeildinni nokkrum dögum fyrir jólin. Um leið...

Sigurleikjunum fjölgar hjá Elínu Klöru

Áfram er IK Sävehof með landsliðskonuna Elínu Klöru Þorkelsdóttur á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld lagði IK Sävehof liðskonur Kungälvs HK, 35:24, á heimavelli í upphafsleik 14. umferðar. Elín Klara skoraði sex mörk og var næstmarkahæst...

Stórsigur í heimsókn eftir rútuferð í suðrið

Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir létu allar mikið til sín taka í kvöld þegar lið þeirra, Blomberg-Lippe, sótti heim TuS Metzingen til suðurhluta Þýskalands og vann stórsigur, 32:19, eftir að hafa verið fjórum...

Staðan er fín – allir með á fyrstu æfingu í Kristinstad Arena

„Staðan í leikmannahópnum er fín. Allir tóku þátt í góðri æfingu áðan að Þorsteini undanskildum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik þegar handbolti.is hitti hann að máli í Kristianstad Arena á Skáni í kvöld. Farið er að hilla...
- Auglýsing-

Ungverjar verða fyrir stór áfalli – Bánhidi varð eftir heima

Skarð er svo sannarlega fyrir skildi hjá ungverska landsliðinu í handknattleik á EM. Línumaðurinn sterki og stóri, Bence Bánhidi, verður ekki með vegna meiðsla í hné. Hann varð eftir heima þegar ungverska landsliðið lagði af stað til Kristianstad þar...

Nokkrir leikmenn og dómarar sem verða ekki með á EM

Nokkrir þekktir handknattleiksmenn verða að gera sér að góðu að fylgjast með Evrópumótinu í janúar heima í stofu, vegna meiðsla eða sökum þess að þeir hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfara. Frakkland: Nedim Remili.Danmörk: Emil Madsen, Thomas Arnoldsen.Svartfjallaland: Nebojsa Simic.Slóvenía:...

Gefa út EM-blað á íslensku í Kristianstad

Áhuginn fyrir komu Íslendinga til sænska bæjarins Kristianstad á Skáni er svo mikill að helsta dagblað bæjarins, Kristianstadbladet, hefur gefið út 16-síðna glæsilegt EM-blað sem allt er ritað á íslensku. Þar er mótið kynnt frá A til Ö fyrir...

EM karla 2026 – leikdagar, leikstaðir, leiktímar

Evrópumót karla í handknattleik fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar 2026. Íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuliða og er í F-riðli með landsliðum Ítalíu, Póllands og Ungverjalands. Hér fyrir neðan er riðlaskiptingin, leikstaðir,...
- Auglýsing-

Anton og Jónas dæma upphafsleik EM – Spánverjar á leik Íslands og Ítalíu

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elísson dæma annan af tveimur upphafsleikjum Evrópumóts karla í handknattleik á fimmtudaginn. Þeir félagar dæma viðureign Spánar og Serbíu sem hefst klukkan 17 í Jyske Bank Boxen í Herning. Á sama tíma flauta Litáarnir...

Ríflega tíundi hver Færeyingur verður á EM

Ríflega tíundi hver Færeyingur fylgir landsliðinu eftir á Evrópumótið í handknattleik karla sem hefst á föstudaginn. Rétt tæplega 6.000 aðgöngumiðar hafa verið seldir til Færeyinga eftir því sem Portal.fo segir frá. Íbúar í Færeyjum eru liðlega 55.000. Þetta jafngildir...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
18349 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -