Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Efst á baugi
Afar kærkominn sigur hjá lærisveinum Arnórs Þórs
Arnór Þór Gunnarsson og liðsmenn hans í Bergischer HC fögnuðu kærkomnum sigri í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag þegar þeir lögðu Rhein-Neckar Löwen á heimavelli, 30:27. Með sigrinum færðist Bergischer HC upp úr öðru af tveimur fallsætum...
Efst á baugi
Viggó fór meiddur af leikvelli eftir fimm mínútur
Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins HC Erlangen, fór af leikvelli vegna meiðsla eftir um fimm mínútur í dag gegn Lemgo. Johannes Sellin staðfesti í samtali eftir leikinn að Viggó hafi fundið til eymsla í læri...
Efst á baugi
Þetta var bara alls ekki nógu gott
„Við áttum bara ekki góðan leik í dag,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona og leikmaður þýska toppliðsins Blomberg-Lippe í samtali við handbolta.is eftir jafntefli þýska liðsins og Vals, 22:22, í síðari viðureigninni í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í N1-höllinni...
Evrópukeppni kvenna
Okkur tókst að sýna okkar rétta andlit
„Okkur tókst að sýna okkar rétta andlit að þessu sinni, ólíkt fyrri viðureigninni ytra þegar leikur okkar fór í smá bull,“ sagði Thea Imani Sturludóttir markahæsti leikmaður Vals í samtali við handbolta.is í kvöld eftir jafntefli Vals við þýska...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Skrýtið að spila á móti bestu vinkonunum
„Það er mjög skrýtið að koma heima og spila á móti vinkonum mínum,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir landsliðskona og leikmaður þýska liðsins Blomberg-Lippe við handbolta.is í kvöld eftir viðureign Vals og þýska liðsins í forkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik. Elín...
Efst á baugi
Skiptur hlutur á Hlíðarenda – Valur hefur lokið þátttöku í Evrópu
Valur og Blomberg-Lippe skildi jöfn, 22:22, í síðari viðureign liðanna í annarri og síðari umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Þar sem Valur tapaði fyrri viðureigninni, 37:24, er liðið úr leik. Blomberg-Lippe tekur...
Efst á baugi
„Það var nauðsynlegt að rifta samningnum“
„Það var nauðsynlegt að rifta samningnum. Eftir samtal við þjálfarann þá var mér það ljóst að alveg sama hvað ég myndi bæta mig sem leikmaður að þá var aldrei möguleiki fyrir mig að vinna mér inn mínútur á vellinum,“...
Evrópukeppni kvenna
Alltaf gaman á Evrópuleik á Hlíðarenda
„Þetta er mjög sterkt lið sem er í efsta sæti í Þýskalandi. Vonandi náum við að veita þeim keppni. Það er að minnsta kosti markmiðið,“ segir Hildur Björnsdóttir fyrirliði Íslandsmeistara Vals sem mæta þýska liðinu HSG Blomberg-Lippe klukkan 17...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Hannes tryggði Gróttu mikilvægan og nauman sigur
Gróttu tókst með miklum endaspretti að tryggja sér eins marks sigur á Fram 2 í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik í gær. Gróttuliðið skoraði fjögur síðustu mörk viðureignarinnar og vann með eins marks mun, 34:33, er...
Efst á baugi
Enn einn stórleikur Óðins Þórs – markahæstur í deildinni
Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson átti enn einn stórleikinn með Kadetten Schaffhausen í gær þegar liðið vann Handball Stäfa, 36:34, á útivelli í 13. sigri Kadetten í A-deildinni í Sviss í gær. Óðinn Þór skoraði 12 mörk og var með...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
17753 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -



