- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tumi Steinn var kviðslitinn

Handknattleiksmaðurinn Tumi Steinn Rúnarsson hefur ekkert leikið með þýska 2. deildarliðinu HSC 2000 Coburg það sem af er keppnistímabilinu. Hann meiddist í æfingaferð liðsins síðla í ágúst. Í fyrstu var talið að um væri að ræða tognun í nára....

Dagskráin: Sjöunda umferð hefst – 28 ár frá heimsókn til Ísafjarðar

Eftir átta daga hlé verður keppni haldið áfram í dag í Olísdeild karla með þremur leikjum í sjöundu umferð. FH-ingar sækja leikmenn ÍBV heim. Viðureignir liðanna á síðustu árum hafa engan svikið enda verið jafnar og spennandi. Hörður fær Aftureldingu...

Molakaffi: Bjarki, Ferencváros, Orri, Örn, Arnór, Oftedal, Caucheteux

Bjarki Már Elísson skoraði sex mörk þegar Veszprém vann grannliðið Fejér-B.Á.L. Veszprém, 48:27, í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bjarki Már og félagar sitja í efsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex leiki.  Hið umtalaða lið Ferencváros,...

Óðinn Þór og Ólafur spöruðu ekki púðrið

Óðinn Þór Ríkharðsson lék eins og sá sem valdið hefur í kvöld í fyrsta deildarleik sínum með Kadetten Schaffhausen í svissnesku 1. deildinni í handknattleik. Hann skoraði 10 mörk úr 12 skotum á heimavelli þegar Kadetten vann TSV St....
- Auglýsing-

Aron lék vel í markasúpu og metjöfnun

Aron Pálmarsson lék afar vel með Aalborg í kvöld þegar liðið vann Fredericia Håndboldklub, 44:39, á heimavelli í níundu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Aron skoraði fjögur mörk í fimm skotum og átti auk þess fimm stoðsendingar. Rasmus Boysen fyrrverandi...

Fimm marka sigur í kaflaskiptum leik

Íslenska landsliðið vann það færeyska með fimm marka mun í fyrri vináttuleik þjóðanna í handknattleik kvenna í Skála á Austurey í kvöld, 28:23, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Liðin mætast öðru sinni í Klaksvík...

KA féll úr leik eftir hörkuleiki

KA féll úr leik eftir hressilega keppni við HC Fivers í síðari leik liðanna í Evrópubikarkeppninni í handknattleik í dag. Heimamenn unnu með fjögurra marka mun, 30:26, og samanlagt 59:56, í tveimur viðureignum. KA var fimm mörkum undir í hálfleik...

Klárir í slaginn í Vínarborg

Mikil eftirvænting ríkir í herbúðum KA-liðsins í Vínarborg fyrir síðari viðureignina við HC Fivers í Sporthalle Hollgasse. Eftir eins marks sigur, 30:29, í fyrri viðureigninni í gær má segja að KA fari með eins marks forskot inn í síðari...
- Auglýsing-

Eftir 11 mánaða fjarveru lék Sveinn í 45 mínútur

Sveinn Jóhannsson lék í 45 mínútur með danska úrvalsdeildarliðinu Skjern í tveggja marka sigri á útivelli á Skanderborg Aarhus, 30:28. Þetta var fyrsti leikur Sveins í 11 mánuði. Hann meiddist mjög illa á hné á æfingu íslenska landsliðsins hér...

Stillum saman strengin fyrir Ísraelsleikina

„Markmiðið er að spila hópinn saman, vinna í varnarleiknum okkar og taka í heildina skref til framfara,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona og leikmaður BSV Sachsen Zwickau í samtali við handbolta.is fyrir helgina spurð að markmiðum landsliðsins fyrir vináttuleikina...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18177 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -