Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Axnér hefur valið Íslandsfarana

Tomas Axnér, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik kvenna, valdi í morgun 17 leikmenn til að tefla fram gegn Íslendingum og Tyrkjum í síðustu tveimur leikjum sænska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna 20. og 23. apríl. Leikurinn 20. apríl...

Dagskráin: Uppgjör er framundan í Austurbergi

Sannkallaður stórleikur fer fram í Grill66-deild kvenna í handknattleik í kvöld þegar ÍR og Selfoss mætast í Austurbergi. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. ÍR er efst í deildinni með 29 stig ásamt FH. Selfoss er stigi á eftir....

Molakaffi: Ágúst Elí, Einar Birgir, Jón Heiðar, Ragnar Snær, rútuferð, Evrópudeildin, Prandi

Ágúst Elí Björgvinsson og samherjar hans í KIF Kolding unnu afar mikilvægan sigur í botnslag dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á útivelli. Kolding lagði Nordsjælland á útivelli, 30:29. Sigurinn fleytti Kolding upp í 12. sæti, alltént um stundarsakir. Fyrir leikinn...

Fyrsti sigurinn í höfn hjá Bjarna Ófeigi

Allt fór eins og vonast var til hjá Bjarna Ófeigi Valdimarssyni og samherjum í IFK Skövde í kvöld þegar þeir mættu Hammarby í fyrsta umferð átta liða úrslita sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Skövde vann á heimavelli með tveggja marka...
- Auglýsing-

Frábær byrjun hjá Lilju og félögum

Lilja Ágústsdóttir og samherjar í Lugi fóru frábærlega af stað í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld. Lugi vann Kungälvs HK, 30:24, á heimavelli Kungälvs. Næsti leikur liðanna verður í Lundi á þriðjudaginn í næstu...

Væri alveg galið ef ég væri farin að spila

„Ég á nokkuð í land ennþá. Ég má til dæmis ekki ennþá fara í kontakt. En ég er með í öllu öðru og það hefur gengið vel í endurhæfingunni,“ sagði handknattleikskonan hjá ÍBV, Birna Berg Haraldsdóttir, við handbolta.is í...

Rakel Dögg gengur til liðs við Fram

Rakel Dögg Bragadóttir hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fram frá og með næsta tímabili. Hún mun starfa við hlið Stefáns Arnarsonar aðalþjálfara sem þjálfað hefur Framliðið um árabil. Þetta verður í fyrsta sinn sem Rakel Dögg vinnur...

Leikurinn ræður miklu um framhaldið

Annað kvöld verður toppslagur í Grill66-deild kvenna í handknattleik þegar ÍR og Selfoss mætast í Austurbergi. Leiknum hefur nokkrum sinnum verið frestað vegna ófærðar og kórónuveirunnar. Nú er útlit fyrir að liðin geti mæst en þau berjast um efsta...
- Auglýsing-

Danir hirtu öll verðlaunin hjá IHF

Danir sópuðu upp öllum viðurkenningum í vali Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, á leikmönnum og þjálfurum ársins 2021. IHF greindi frá niðurstöðum í kjörinu í morgun. Óhætt er að segja að frændur okkar séu í sjöunda himni enda löngum verið hrifnir...

Lilja og félagar hefja baráttuna við Kungälvs HK

Lilja Ágústsdóttir og félagar í sænska úrvalsdeildarliðinu Lugi mæta Kungälvs HK í fyrsta sinn í kvöld átta liða úrslitum um meistaratitilinn. Leikið verður í Kungälv. Liðið sem fyrr vinnur þrjár viðureignir tekur sæti í undanúrslitum.Næsti leikur verður í Lundi...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16817 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -