- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þór er kominn í átta liða úrslit

Þór Akureyri hefur tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í handknattleik. Þór vann ÍBV2 með 13 marka mun í Kórnum í Kópavogi en svo virðist sem lið félaganna hafi ákveðið að mætast á miðri leið...

Með minnsta mun fór Víkingur burtu með bæði stigin

Víkingur gerði það gott í dag þegar lið félagsins sótt tvö stig í Dalhús í Grafarvogi með því að leggja Fjölni/Fylki, 25:24, í hörkuleik í Grill66-deild kvenna í handknattleik. Þetta var sjöundi sigur Víkinga í deildinni á keppnistímabilinu. Liðið...

Sautjándi sigurinn hjá Orra Frey og samherjum

Ekkert hik er á norska meistaraliðinu Elverum, sem landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson leikur með. Í dag vann Elverum afar öruggan sigur á heimavelli á liðsmönnum Kolstad frá Þrándheimi, 37:30, á heimavelli. Elverum hefur þar með áfram fullt hús stiga,...

Bjarni Ófeigur á sigurbraut – naumt hjá Andreu og félögum

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar hans í IFK Skövde gefa ekkert eftir í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Í dag unnu þeir Alingsås örugglega á heimavelli, 34:25, og færðust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar. IFK SKövde hefur...
- Auglýsing-

Haukur lék með en ekki Sigvaldi Björn

Haukur Þrastarson lék með pólska meistaraliðinu Vive Kielce í dag þegar liðið vann Pogoń Szczecin, 34:21, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Þetta var fjórtándi sigur Kielce á keppnistímabilinu í deildinni. Liðið hefur ekki tapað stigi og hefur sem fyrr...

Valur komst á ný inn á sporið

Eftir fjóra tapleiki í röð í Olísdeild kvenna komst Valur inn á sigurbraut á nýjan leik í dag með sigri á Aftureldingu, 37:21, á Varmá í Mosfellsbæ. Valur hafði átta marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:9. Valur situr áfram...

„Ekkert annað að gera en að klára leikinn einn“

„Gunnar Óli meiddist undir lok fyrri hálfleiks. Þess vegna var ekkert annað í stöðunni en ég dæmdi einn það sem eftir var af leiknum,“ sagði Bjarki Bóasson handknattleiksdómari við handbolta.is í morgun. Bjarki stóð í ströngu í gærkvöldi þegar...

Viðureign KA og ÍBV söltuð vegna veðurs

Ekkert verður af því að KA og ÍBV leiði saman hesta sína í Olísdeild karla í handknattleik í KA-heimilinu í dag eins og til stóð. Ekki er það kórónuveiran sem kemur í veg fyrir að liðin mætist. Ástæðan er...
- Auglýsing-

Veiktust hver á fætur annarri eftir að andstæðingurinn reyndist smitaður

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í þýska 1. deildarliðinu BSV Sachsen Zwickau hafa ekki leikið og æft í hálfan mánuð eftir að kórónuveiran knúði dyra í herbúðum liðsins eftir leik við Oldenburg 22. janúar. Síðan hefur leikjum...

Mætt á völlinn eftir sex ára fjarveru vegna höfuðhöggs

Handknattleikskonan Anna Katrín Stefánsdóttir lék á ný með meistaraflokksliði Gróttu í gærkvöld eftir að hafa verið úr leik í rúm sex ár eftir að hafa fengið þungt högg á gagnaugað á æfingu undir lok ársins 2015. Fékk hún þá...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18235 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -