Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Óskar og Viktor unnu, covid19 í Danmörku

Óskar Ólafsson og Viktor Petersen Norberg og samherjar í norska úrvalsdeildarliðinu Drammen eru komnir í átta liða úrslit bikarkeppninnar. Drammen vann á sunnudaginn B-deildarliðið Fold HK, 29:20,  á heimavelli.Nøtterøy tapaði hinsvegar fyrir Koldstad, 33:27. Með Nøtterøy leikur Örn Österberg...

Rakleitt í lið umferðarinnar

Frábær frammistaða Kristjáns Arnar Kristjánssonar með PAUC, Aix, gegn PSG í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á sunnudaginn fleytti honum rakleitt inn í lið umferðarinnar sem valið var í gær af hinu virta franska íþróttadagblaði L'Equipe.Eins og kom...

Vildi ekki gera illt verra

Handknattleiksmaðurinn Sigtryggur Daði Rúnarsson lék ekki með ÍBV gegn Val á laugardaginn. Óvíst er hvort hann verður með Eyjaliðinu á laugardaginn þegar það sækir Þór Akureyri heim í Íþróttahöllina á Akureyri í fjórðu umferð Olísdeildarinnar.Sigtryggur Daði tognaði í...

Valur dregur lið sitt úr keppni

Valur hefur ákveðið að draga kvennalið sitt til baka úr þátttöku í Evrópukeppni félagsliðs vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, við handbolta.is. Til stóð að Valur mætti spænska liðinu Málaga 10. og 17. okótber...
- Auglýsing-

Ágúst Elí fór hamförum

Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson átti stjörnuleik í kvöld með KIF Kolding þegar liðið vann granna sína í Fredericia, 31:22, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimavelli og var valinn maður leiksins annan leikinn í röð.Ágúst Elí varði 17...

Allt gekk á afturfótunum í seinni hálfleik

Daníel Freyr Andrésson og samherjar í Guif fengu slæman skell á heimavelli í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar þeir tóku á móti liðsmönnum Hallby. Eftir jafnan fyrri hálfleik gekk flest á afturlöppunum í þeim síðari hjá leikmönnum...

Sló til þegar Gunni hringdi

Úlfar Páll Monsi Þórðarson hefur komið eins og stormsveipur inn í Aftureldingarliðið á leiktíðinni og markahæsti leikmaður þess eftir þrjár umferðir með 17 mörk. Hann er frár á fæti og lipur auk þess að nýta tækifæri sín vel í...

Fór úr axlarlið og er úr leik

Handknattleikslið ÍBV varð fyrir blóðtöku á laugardaginn í sigurleiknum á Val í Olísdeild karla. Örvhenta skyttan, Ásgeir Snær Vignisson, sem kom til liðsins í sumar frá Val, fór úr hægri axlarlið í leiknum sem ÍBV vann, 28:24. Fyrir vikið...
- Auglýsing-

Fimm glæsileg mörk – myndskeið

Þriðja umferð Meistaradeildar kvenna fór fram um helgina þótt fresta hafi þurft þremur leikjum af átta. Eins og endranær þá skorti ekki glæsileg mörk í leiki helgarinnar þótt þeir væri færri en til stóð. Hér fyrir neðan er...

Reiknar með spennandi vetri

„Mér finnst bara gaman að vera komin heim í deildina eftir þrjú ár í atvinnumennsku,“ segir Helena Rut Örvarsdóttir, stórskytta Stjörnunnar í samtali við handbolta.is. Helena Rut var ein af þeim sterku handknattleikskonum sem flutti heim í sumar eftir...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
13658 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -