Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Með tvö stig í farteskinu

KA/Þór fagnaði sínum fyrsta sigri í Olísdeild kvenna í kvöld þegar liðið lagði neðsta lið deildarinnar, FH, 21:19, í Kaplakrika í síðasta leik þriðju umferðar deildarinnar og fer því með kærkomin tvö stig í farteskinu norður í kvöld.FH-liðið...

Eyjamenn bitu hressilega frá sér

Eftir slæman skell á móti Haukum fyrir viku þá sneru leikmenn ÍBV heldur betur við blaðinu í dag þegar þeir skelltu Valsmönnum á sannfærandi hátt í lokaleik 3. umferðar Olísdeildar karla í í Vestmannaeyjum, 28:24.Eyjamenn tóku öll völd...

Birgir Steinn hetja Gróttu

Brigir Steinn Jónsson var hetja Gróttuliðsins í dag þegar hann sá til þess að liðið fór með annað stigið í farteski sínu suður eftir heimsókn í KA-heimilið. Birgir Steinn jafnaði metinn, 25:25, rétt fyrir leikslok eftir æsilega spennandi leik....

Hvorki gengur né rekur

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg tapaði í dag sínum fjórða leik í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar það heimsótti Mors-Thy, 22:21. Ribe-Esbjerg er þar með enn á meðal neðstu liða deildarinnar, hefur tvö stig að loknum fimm leikjum sem er sennilega fyrir...
- Auglýsing-

Thea kom öflug til leiks

Thea Imani Sturludóttir nýtti tækifærið sem hún fékk í dag með liði sínu Århus United í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar það lék gegn Vendsyssel sem þær Steinunn Hansdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir leika með.Thea skoraði fjögur mörk...

ÍBV tyllti sér á toppinn

ÍBV tyllti sér á topp Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag þegar liðið lagði Val, 23:22, í hörkuleik í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Valur var marki yfir í hálfleik, 11:10. ÍBV hefur þar með fimm stig að loknum þremur leikjum...

Þriðjungur markanna íslenskur

Íslendingar komu mikið við sögu þegar IFK Kristianstad vann öruggan sigur á Redbergslid, 31:25, í 3. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag en leikið var í Stokkhólmi. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sex mörk fyrir IFK og Teitur...

Lögðu góðan grunn í fyrri

Glatt var á hjalla meðal leikmanna og þjálfara kvennaliðs Gróttu í dag þegar flautað var til loka leiks Gróttu og Aftureldingar í Grill 66-deild kvenna og ljóst var að Grótta hefði farið með sigur úr býtum, 22:20, eftir að...
- Auglýsing-

Viktor Gísli greiddi leiðina í úrslit

Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í GOG komust í dag í úrslit dönsku bikarkeppninnar í handknattleik er þeir lögðu Bjerringbro/Silkborg, 28:26, í undanúrslitum. Það var ekki síst Viktori Gísla að þakka að GOG komst í úrslitin því hann varði...

Hver segir nei við Fram?

„Við náðum að þétta okkur saman sem lið og hafa gaman af þessu. Aðalatriðið í handbolta er að hafa gaman af leiknum. Þá fer boltinn í markið og vörnin þéttist. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið,“ sagði Karólína...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
13658 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -