- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svíi hleypur í skarðið fyrir Svía

Örvhenti hornamaðurinn, Valter Chrintz, hefur skrifað undir þriggja ára samning við þýska stórliðið Füchse Berlin. Svíinn kemur til þýska félagsins frá Kristianstad í Svíþjóðar þar sem Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson eru.Þýska félagið hefur leitað að örvhentum...

Ekki með fyrir áramót

„Ég verð allavega ekki með fyrir áramót. Einfaldlega er brjálað að gera í vinnunni og síðan var ég að eignast dóttur rétt í þessu,“ sagði markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson þegar handbolti.is náði tali af honnum fyrr í dag.„Ofan á...

Guðmundur:„Líst bara vel á“

„Mér líst bara vel á riðilinn,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans strax og dregið hafði verið í riðla á heimsmeistaramótinu í handknattleik í kvöld.Íslenska landsliðið verður í riðli F...

Ísland í riðli með tveimur Afríkuþjóðum á HM

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik dróst í F-riðil ásamt Portúgal, Alsír og Marokkó á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi frá 13. -31. janúar nk. Dregið var fyrir stundu við glæsilega athöfn á Giza-sléttunni, nærri pýramídunum glæsilegu skammt utan Kaíróborgar.Þrjú...
- Auglýsing-

Dregið í riðla fyrir HM kl. 17 – bein útsending

Klukkan 17 hefst athöfn á Gíza sléttunni í nágrenni Kaíró, nærri pýramídunum mögnuðu, þar sem dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Egyptalandi frá 13. til 31. janúar á næsta ári. Handbolti.is tengist beinni útsendingu í...

Stórleikur Elínar Jónu nægði ekki alveg

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður, átti stórleik þegar nýliðar Vendsyssel fengu sitt fyrsta stig í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið sótti Ajax heim á Sjáland, 21:21. Reyndar fóru Elín Jóna og félagar illa að ráði sínu síðasta stundarfjórðung leiksins...

Mikilvægt að komast áfram

„Það er bara fyrst og fremst mjög mikilvægt fyrir okkur að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður danska liðsins Skjern við handbolta.is í dag eftir að Elvar Örn og félagar tryggðu...

Fór úr Aftureldingu til Fram

Handknattleiksmarkvörðurinn Ástrós Anna Bender hefur yfirgefið Aftureldingu í Mosfellsbæ og ákveðið að reyna fyrir sér hjá Íslands-, bikar-, og deildarmeisturum Fram á leiktíðinni sem hefst í Olísdeildinni eftir viku.Ástrós Anna hefur leikið með Aftureldingarliðinu síðustu tvö ár og var...
- Auglýsing-

Rifar seglin alltént í bili

Handknattleiksmaðurinn Ari Magnús Þorgeirsson segir meiri líkur en minni vera á að hann leiki ekki í Olísdeildinni á komandi leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við handbolta.is í morgun. Hann hefur ekkert æft með Stjörnuliðinu í sumar.„Ég hef...

Guðmundur verður að vera með grímu á HM

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, verður skyldugur að vera með grímu meðan hann stýrir íslenska landsliðinu í leikjum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar.  Aðeins leikmenn verða undanskildir grímunotkun meðan á leikjum mótsins stendur samkvæmt reglum sem...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
14172 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -