- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópumeistararnir í sterkari riðli Meistaradeildar

Evrópumeistarar Vipers Kristiansand frá Noregi drógust í riðil með CSKA Moskvu og ungverska stórliðinu Györ í B-riðil Meistaradeildar Evrópu í handknattleik þegar dregið var í riðla í morgun. Ljóst er að þrjú af þeim fjórum liðum sem þykja fyrirfram...

Ilic og Gulyás taka við ungverska stórveldinu

Tilkynnt var í morgun að Serbinn Momir Ilic hafi verið ráðinn þjálfari ungverska stórliðsins Veszprém. Hann tekur við af Spánverjanum David Davis sem var gert að taka pokann sinn á dögunum vegna óviðundandi árangurs liðsins á síðustu leiktíð að...

Molakaffi: Svensson, Diocou, Wanne, Glandorf

Tomas Svensson, fyrrverandi markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins, hefur látið af störfum hjá SC Magdeburg eftir sjö ár sem markvarðaþjálfari félagsins. Ekki kemur fram í tilkynningu SC Magdeburg í gær hvað Svensson tekur sér fyrir hendur. Á vordögum var hann orðaður...

Ekkert hik á markverðinum

Handknattleiksmarkvörðurinn Sverrir Andrésson hefur framlengt samningi sínum við Víking til næstu tveggja ára. „Sverrir er einn af máttstólpum liðsins og stór ástæða fyrir velgengni seinasta tímabils. Sverrir var með yfir 40% meðalmarkvörslu í Grill66-deildinni á nýliðnu tímabili og var að...
- Auglýsing-

Ísland hefur undankeppni EM2022 í Eskilstuna

Fyrsti leikur kvennalandsliðsins í handknattleik í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik 2022 verður gegn sænska landsliðinu í Stiga Sports Arena i Eskilstuna 7. okótber. Frá þessu greinir sænska handknattleikssambandið en sænska landsliðið býr sig nú af krafti undir þátttöku á...

Jacobsen hefur valið hópinn fyrir titilvörnina

Undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar varð danska karlalandsliðið Ólympíumeistari í fyrsta sinn fyrir fimm árum. Framundan er titilvörn hjá Dönum og nú hefur Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari valið 14 leikmenn auk tveggja varamanna til þess að taka þátt í undirbúningi...

Alfreð stefnir á verðlaun

„Við förum til Tókýó til þess að leika eins og vel og kostur er á, stefnan er sett á verðlaun,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik við þýska fjölmiðla eftir að hann valdi 17 leikmenn til æfinga...

Molakaffi: Silva, Fernandez, boðar uppstokkun, Polman

Hinn bráðsnjalli og brögðótti leikstjórnandi Porto og landsliðs Portúgal, Rui Silva, hefur framlengt samning sinn við Porto til næstu fjögurra ára eða fram á mitt árið 2025.  Spænski hornamaðurinn Angel Fernandez hefur samið við Barcelona til næstu tveggja ára. Fernandez...
- Auglýsing-

Erum alltaf með þegar við eigum þess kost

„Þegar við höfum átt þess kost að taka þátt í Evrópukeppni þá höfum við verið með. Á því verður engin breyting á núna,“ sagði Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka við handbolta.is. Hann staðfesti þar með að Haukar skrái lið...

Verður Vardar hent út úr Meistaradeildinni?

Svo kann að fara að HC Vardar 1961 frá Norður-Makedóníu verði vísað úr keppni í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla. Félagið fékk þátttökuleyfi í gær með skilyrði en hafi það ekki reitt fram eina milljón evra í tryggingu...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18170 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -