- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2022: Ísland fer til Búdapest

Enn og aftur mætir íslenska landsliðið Portúgal á handknattleiksvellinum þegar Evrópumeistaramótið í handknattleik fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar nk. Dregið var fyrir stundu. Auk Portúgals mætir íslenska landsliðið Ungverjum og Hollandi í B-riðli mótsins sem leikinn...

Hverjum mætir Ísland á EM?

Dregið verður í riðla Evrópumótsins í handknattleik karla í Búdapest í dag kl. 15 en mótið fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu frá 13. til 31. janúar. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Frökkum, Slóvökum, Hvít-Rússum, Tékkum og Norður-Makedóníu....

Magnað að fá svona stórt tækifæri snemma á ferlinum

„Ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu. Það kom mér í opna skjöldu þegar að ég frétti af áhuga Elverum á mánudaginn í síðustu viku. Eftir það gengu hlutirnir hratt fyrir sig,“ sagði Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, sem...

Dagskráin: Efsta liðið sækir Valsara heim

Ekkert var leikið á Íslandsmótinu í handknattleik karla eða kvenna í gær en í kvöld verður þráðurinn tekinn upp með einum leik í Grill 66-deild karla. Efsta lið deildarinnar, HK, sækir ungmennalið Vals heim í Origohöllina í upphafsleik 16....
- Auglýsing-

Andri kemur til baka í heimahagana

Handknattleiksdeild Gróttu hefur ráðið Andra Sigfússon sem verkefnastjóra deildarinnar auk þess sem Andri tekur að sér þjálfun yngri flokka hjá Gróttu. Andri hefur undanfarin þrjú ár verið yfirþjálfari hjá handknattleiksdeild Fjölnis og og þjálfað yngri flokka deildarinnar. Hann ...

Orri Freyr á leið til norsku meistaranna

Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska meistaraliðið Elverum og gengur til liðs við félagið í sumar. Frá þessu greinir Elverum nú í morgunsárið. Ny signering ✍️Velkommen til Elverum Orri Freyr Þorkelsson🤩 I...

Molakaffi: Donni, ungir Stjörnupiltar, óskiljanlegt í Danmörku, Karabatic

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði tvö mörk í fjórum skotum fyrir PAUC þegar liðið tapaði fyrir Chambéry, 27:23, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Þetta var annar leikur Donna með liðinu eftir að hann var frá keppni...

Naumur sigur rétt fyrir úrslitaleik bikarkeppninnar

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu í kvöld nauman sigur á Bern, 30:29, í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum svissnesku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Leikið var á heimavelli Kadetten. Næsta viðureign liðanna verður í Bern á...
- Auglýsing-

Draumurinn nálgast með hverjum degi sem líður

„Draumurinn færist nær með hverjum deginum,“ sagði Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV og verðandi leikmaður Gummersbach í Þýskalandi þegar handbolti.is heyrði í honum í dag í kjölfar þess að í morgun var opinberað það sem legið hefur í loftinu...

Óðinn Þór og Arnór eru í vænlegri stöðu í Danmörku

Aalborg og Holstebro eru komin langleiðina í undanúrslit um danska meistaratitilinn í handknattleik karla þótt enn eigi eftir að leika tvær umferðir í þeim riðli sem liðin eiga sæti í átta liða úrslitum. Meistarar Aalborg gerðu jafntefli í dag...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
18493 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -