- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsta mark Kristjáns í Frakklandi – myndskeið

Kristján Örn Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður Fjölnis og ÍBV, lék í gær sinn fyrsta leik í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik með PAUC, Aix. Hann skoraði sjö mörk gegn stórliði PSG og lék afar vel eins og kom fram í frétt...

Sigurgangan hélt áfram í Hróarskeldu

Ekkert lát er á sigurgöngu Söndru Erlingsdóttur og samherja hennar í EH Aalborg í dönsku B-deildinni í handknattleik. Eftir tvíframlengdan bikarleik gegn úrvalsdeildarliði Silkeborg-Voel á föstudagskvöldið voru Sandra og stöllur hennar mættar til Hróarskeldu í dag hvar þær mætt...

Fjölnir vann toppslaginn

Guðmundur Rúnar Guðmundsson og lærisveinar hans í Fjölni eru með fullt hús stiga að loknum tveimur umferðum í Grill 66-deild karla í handknattleik. Fjölnir vann HK í kvöld í hörkuleik í Dalhúsum, 26:25, eftir að hafa verið með tveggja...

Viðsnúningur og sigur

Íslendingatríóið hjá norska B-deildarliðinu Volda fagnaði í dag þegar liðið vann Reistad á útivelli, 22:20, eftir að hafa snúið leiknum sér í hag í síðari hálfleik. Reistad var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10:8. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði tvö...
- Auglýsing-

Annar sigur hjá þeim nýju

Hið nýja lið Fjölnis-Fylkis fer vel af stað í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Í dag vann liðið sinn annan leik á keppnistímabilinu og er fyrir vikið með fullt hús stiga. Að þessu sinni vann Fjölnir-Fylkir liðsmenn ungmennaliðs HK...

Draumabyrjun þrátt fyrir tap

Þrátt fyrir tap í sínum fyrsta leik sem atvinnumaður í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik getur Kristján Örn Kristjánsson vel við unað með eigin frammistöðu þegar lið hans PAUC, eða Aix, tapaði fyrir stórliði PSG, 34:31, í París. Kristján Örn...

„Þetta er alveg geggjað“

„Ég er í sjöunda himni. Þetta er alveg geggjað enda um að ræða minn fyrsta stóra bikar í meistaraflokki,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik og nýkrýndur danskur bikarmeistari þegar handbolti.is náði tali af honum áðan skömmu eftir...

Stjórnin sagði af sér vegna ágreinings um fortíðarskuldir

Stjórn handknattleiksdeildar Gróttu hefur sagt af sér og skilað umboði sínu til aðalstjórnar félagsins. Þetta staðfesti Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu, þegar handbolti.is náði tali af honum í dag. Bragi staðfesti einnig að ástæða afsagnarinnar væri ágreiningur um uppgjör...
- Auglýsing-

Viktor Gísli bikarmeistari

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, varð í dag danskur bikarmeistari í handknattleik með liði sínu, GOG frá Fjóni. GOG vann Team Tvis Holstebro, TTH, 30:28, í úrslitaleik bikarkeppninnar eftir að hafa verið undir í hálfleik 16:15. Leikurinn var hnífjafn og...

KA – Grótta, myndaveisla að norðan

KA og Grótta mættust í 3. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu síðdegis í gær. Leiknum lauk með jafntefli þar sem Birgir Steinn Jónsson, Gróttumaður, jafnaði metin í lokin. KA hefur þar með fjögur stig eftir þrjá fyrstu...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18155 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -