- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji sigurinn hjá Aroni – kominn í átta liða úrslit

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Kúveit er kominn með lið sitt í átta liða úrslit Asíukeppninnar í handknattleik karla. Kúveit lagði Sameinuðu arabísku furstadæmin, 27:22, í þriðju umferð riðlakeppninnar. Kúveitar unnu þar með allar þrjár viðureignir sínar í riðlinum. Fyrr í...

Jørgensen er úr leik næsta árið

Danski landsliðsmaðurinn Lukas Jørgensen leikur ekki fleiri leiki með heimsmeisturum Danmerkur á Evrópumótinu í handknattleik. Í raun verður Jørgensen fjarri handboltavellinum næsta árið. Hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í viðureign Dana og Rúmena í fyrrakvöld. Fjarvera Jørgensen...

Þrír sigrar í átta leikjum við Ungverja á EM

Viðureign landsliða Íslands og Ungverjalands í kvöld verður sú níunda á milli þjóðanna í lokakeppni Evrópumóts í handknattleik karla. Ísland hefur unnið þrisvar sinnum, Ungverjar í fjögur skipti. Einu sinni hefur orðið jafntefli, 27:27, á EM í Danmörku fyrir...

Markmiðið er vinna leikinn og þar með riðilinn

„Menn eru léttir í bragði en um leið er einbeitingin góð,“ segir Elliði Snær Viðarsson sem verður í eldlínunni með félögum sínum í landsliðinu í kvöld þegar leikinn verður úrslitaleikur við Ungverja um efsta sætið í F-riðli Evrópumótsins í...
- Auglýsing-

Hilmar lætur af störfum hjá HK

Hilmar Guðlaugsson þjálfari meistaraflokks HK í handknattleik kvenna mun láta af störfum í lok tímabils. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins. Hilmar hefur þjálfað liðið í þrjú ár frá því í vor en það er um þessar mundir í...

Dómarar frá Norður Makedóníu

Norður Makedóníumennirnir Dimitar Mitrevski og Blagojche Todorovski dæma viðureign Íslands og Ungverjalands í síðustu umferð F-riðils Evrópumótsins í handknattleik í kvöld í Kristianstad Arena. Leikurinn hefst klukkan 19.30. Mitrevski og Todorovski eru að dæma í fyrsta sinn í lokakeppni EM...

Birgir Már verður um kyrrt í Kaplakrika

Hægri hornamaðurinn Birgir Már Birgisson hefur framlengt samning sinn við FH til tveggja ára eða fram til sumarsins 2028. Birgir Már gekk til liðs við FH frá Víkingi sumarið 2018 og er því nú á sínu áttunda keppnistímabili með...

Vonandi höfum við lært af reynslu síðustu ára

„Reynsla mín af leikjum við Ungverja hefur verið slæm hingað til, að einum leik undanskildum. Vonandi verður hún jákvæð að þessu sinni. Það er kominn tími til. Ég vona að við séum búnir að læra af reynslunni hvað varast...
- Auglýsing-

Ungverjar eru á hillunni fyrir ofan Pólverja

„Við erum á góðum stað. Okkur líður vel eftir tvo fyrstu leikina, ekki bara vegna þess að við unnum þá, heldur vegna þess að við unnum þá á sannfærandi hátt. Nú tekur við annar alvöru leikur á móti góðu...

Tímamótaleikur hjá Björgvin Páli í kvöld

Björgvin Páll Gústavsson, annar markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, leikur í kvöld sinn 290. landsleik þegar íslenska landsliðið mætir ungverska landsliðinu í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Evrópumótsins. Hann er þar með orðinn fimmti landsleikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi....

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
18436 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -