- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Segja má að landsliðið sé í háskólanámi

„Við höfum farið vel yfir leikinn gegn Spáni á fimmtudagskvöld. Það var margt gott og til fyrirmyndar í honum fyrstu 40 mínúturnar en síðan kom 20 mínútna kafli sem var mjög slæmur. Við verðum aðeins að vinna okkur út...

Sögulegur leikur frændþjóða í Westfalenhalle í kvöld

Viðureign Íslands og Færeyja í lokaumferð milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Westfalenhalle í kvöld verður söguleg fyrir báðar þjóðir. Í fyrsta sinn mætast landslið grann- og frændþjóðanna í landsleik í boltaíþrótt í lokakeppni stórmóts. Færeyingar eru að taka í...

Dagskráin: Þór tekur á móti Fram og þrír leikir í Grill 66-deild karla

Síðasti leikur 13. umferðar karla í handknattleik fer fram í kvöld þegar Íslandsmeistarar Fram sækja Þórsara heim í Höllina á Akureyri. Flautað verður til leiks klukkan 17. Framarar eru í áttunda sæti Olísdeildar með 10 stig, eins og Stjarnan. Þórsarar...

Molakaffi: Arnór, Elmar, Tjörvi, Sveinn, Dagur

Arnór Viðarsson var markahæstur hjá HF Karlskrona með átta mörk í jafntefli við Malmö, 29:29, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. HF Karlskrona er í 8. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 13 leiki. Malmö er efst með...
- Auglýsing-

Stórsigur hjá Noregi og Danmörku – gulltryggð sæti í átta liða úrslitum

Norska landsliðið tók það tékkneska í kennslustund í handknattleik í kvöld í viðureign liðanna í milliriðlakeppni HM kvenna í handknattleik. Leikið var í Westfalenhalle í Dortmund. Tékkar vissu ekki sitt rjúkandi ráð frá upphafi til enda. Þeim tókst aðeins...

Átta marka sigur á Selfossi og efsta sætið

Grótta settist í efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld eftir átta marka sigur á Selfoss 2 í Sethöllinni á Selfossi, 44:36. Gróttumenn voru níu mörkum yfir í hálfleik, 25:16. Seltirningar voru töluvert sterkari í leiknum frá...

Kaflaskipti síðustu 10 mínúturnar í Kaplakrika

Valur komst á ný upp að hlið Hauka í efsta sæti Olísdeildar karla eftir fimm marka sigur á FH, 34:29, í stórskemmtilegum leik í Kaplakrika í kvöld. Valsmenn voru undir nær allan leikinn. Sjö mínútum fyrir leikslok kom FH-ingurinn...

Elliði Snær markahæstur í jafntefli í Íslendingaslag

Elliði Snær Viðarsson skoraði átta mörk fyrir Gummersbach þegar liðið gerði jafntefli á heimavelli við Bergischer HC, 29:29 í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Fyrrverandi samherjar í íslenska landsliðinu, Arnór Þór Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson þjálfa...
- Auglýsing-

Svíar sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir sigur

Svíar unnu Suður-Kóreu örugglega í annarri umferð milliriðlakeppninnar á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Rotterdam í kvöld, 32:27. Þrátt fyrir sigurinn situr sænska landsliðið eftir með sárt ennið og kemst ekki í átta liða úrslit eins og stefnt var...

Eyjamenn taka með sér sjö marka sigur í Herjólf

ÍBV vann öruggan sigur á Stjörnunni, 29:22, í viðureign liðanna í 13. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Hekluhöllinni í Garðabæ í kvöld. ÍBV var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:12. Eyjamenn fóru þar með syngjandi úr...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17996 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -