- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukur kallaður inn í hópinn í stað Einars

Haukur Þrastarson kemur inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Egyptaland í 1. umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson víkur úr leikmannahópnum í stað Hauks. Sveinn Jóhannsson verður áfram utan hópsins eins og gegn...

Áratugur frá síðasta leik við Egypta á HM

Áratugur er liðinn frá síðustu viðureign Íslands og Egyptalands á HM í handknattleik. Sú viðureign átti sér stað á HM í Doha í Katar. Ísland vann leikinn 28:25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 13 mörk og Ásgeir Örn Hallgrímsson var...

Egyptar sýndu best gegn Króötum hversu sterkir þeir eru

„Egyptar leika hægari sóknarleik en Slóvenar, hafa hærri, þyngri og líkamlega sterkari leikmenn og gera sitt mjög vel. Sóknarleikur Egypta er mjög ólíkur þeim sem Slóvenar leika,“ segir Arnór Atlason aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í handknattleik spurður um muninn á slóvenska...

Landsliðsbúningurinn verður til sölu í Zagreb í dag

Búningur íslenska landsliðsins í handknattleik karla verður til sölu fyrir stuðningsmenn landsliðsins í Zagreb í dag. Kjartan Vídó Ólafsson markaðsstjóri HSÍ staðfesti við handbolta.is í morgun að nokkrar töskur væru á leiðinni til Zagreb og stefnt væri á að...
- Auglýsing-

Ógnarsterkir Frakkar fóru létt með Ungverja

Evrópumeistarar Frakklands standa vel að vígi eftir fyrstu umferð í millriðli 2 á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla. Þeir unnu afar öruggan sigur á Ungverjum, 37:30, í Varaždin í Króatíu í gærkvöld. Ungverjar áttu aldrei möguleika í leiknum, að því...

Ingvar Dagur hefur samið til tveggja ára

Ingvar Dagur Gunnarsson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild FH sem gildir til 2027. Ingvar Dagur er á nítjánda aldursári og hefur komið gríðarlega sterkur inn FH-liðið á tímabilinu og vakið athygli fyrir vaska framgöngu í varnarleik liðsins. Ingvar Dagur,...

Molakaffi: Jóhanna, Berta, Ariño, Wanne, Senstad

Kristianstad HK, sem Berta Rut Harðardóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir leika með, vann Önnereds, 33:28, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Sigurinn var óvæntur og kærkominn, ekki síst vegna þess að liðin eru á ólíkum stað...

Danir marsera áfram áfram – Ítalir létu Tékka ekki slá sig út af laginu

Danir eru í sjöunda himni eftir að hafa unnið Þýskalandi með tíu marka mun í fyrstu umferð í milliriðli eitt í Jyske Bank Boxen í Herning í kvöld, 40:30. Sumir segjast hreinlega aldrei hafa séð danska landsliðið leika jafn...
- Auglýsing-

Myndasyrpa: Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga

Sólarhringur er liðinn frá glæstum sigri íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á Slóvenum í lokaumferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins, 23:18, sem varð til þess að íslenska landsliðið vann sinn riðil á HM í fyrsta sinn í 14 ár. Reyndar tókst þá ekki...

Mikilvægt að okkar einkennismerki séu sýnileg frá byrjun

„Mér finnst mjög mikilvægt hvort sem við leikum við Slóvena eða Egypta að okkar einkennismerki komi fram þótt Egyptar leiki ólíkan handknattleik samanborið við Slóvena. Það er að við náum frumvæðinu, að við séum að sækja hlutina frekar en...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17856 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -