Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir er klár í slaginn við Barcelona

Gísli Þorgeir Kristjánsson er í leikmannahópi SC Mageeburg sem mætir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í dag. Leikmannahópar liðanna voru birtir í morgun eftir tæknifund og er Gísli Þorgeir á meðal 16 leikmanna sem Bennet Wiegert þjálfari...

Füchse sigurstranglegra en ekki skal afskrifa Nantes

Fyrri viðureign dagsins í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla verður á milli nýkrýndra meistara Þýskalands, Füchse Berlin, og Nantes, silfurliðs frönsku 1. deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 13 að íslenskum tíma. Sigurliðið mætir annað hvort Barcelona eða Magdeburg...

Heimavallarbann og háar sektir hjá RK Partizan

Serbneska meistaraliðið RK Partizan hefur verið sektað um 15.000 evrur, jafnvirði nærri 2,2 milljóna kr, vegna óviðeigandi og afar hættulegrar hegðunar stuðningsmanna liðsins fyrir viðureignina við AEK Aþenu í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í lok mars....

Molakaffi: Bodó, Valdés, Olympiakos, Maldonado, Kühn, Kelentric, Coatanéa

Hinn þrautreyndi Richárd Bodó hefur framlengt samning sinn við ungversku bikarmeistarana Pick Szeged til tveggja ára. Ungverski landsliðsmaðurinn hefur verið í níu ár hjá félaginu og skoraði á þeim tíma 1.182 mörk og bæði unnið ungversku deildina og bikarkeppnina...
- Auglýsing-

Evrópubikarmeistari Vals gengur til liðs við Neistann

Silja Arngrimsdóttir Müller, markvörður, hefur sagt skilið við Ervópubikarmeistara og Íslandsmeistara Vals. Neistin í Þórshöfn segir þau tíðindi í kvöld að Silja hafi gengið til liðs við uppeldisfélag sitt að lokinni ársveru hjá Val.Silja var annar af tveimur markvörðum...

Mætir til leiks á ný undir stjórn Guðmundar

Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson mætir til leiks á ný með danska úrvalsdeildarliðinu Fredericia HK að loknu sumarleyfi. Engar breytingar verður á högum hans í þeim efnum eftir því sem fram kemur í samtali við Arnór á mbl.is í dag. Þriggja...

Efnilegur Stjörnumaður hripar undir sinn fyrsta samning

Handknattleiksmaðurinn efnilegi, Matthías Dagur Þorsteinsson, hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við uppeldisfélag sitt, Stjörnuna. Í tilkynningu frá Stjörnunni segir að Matthías Dagur sé gríðarlega fjölhæfur og skemmtilegur leikmaður sem bundnar séu miklar vonir við innan félagsins. Matthías Dagur...

Meistaradeild: Íslendingar í eldlínunni í 45 ár

Á morgun, laugardag, verður leikið til undanúrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í Lanxess-Arena í Köln. Klukkan 13 mætast Þýskalandsmeistarar Füchse Berlin og Nantes frá Frakklandi og klukkan 16 eigast við þýska liðið SC Magdeburg og Spánarmeistarar Barcelona...
- Auglýsing-

Íslenskir dómarar með í fimmta skipti

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign nýkrýndra Þýskalandsmeistara Füchse Berlín og franska liðsins Nantes í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla á morgun í Lanxess-Arena í Köln. Þetta verður í fjórða skiptið sem þeir félagar mæta saman...

Axarskaft setur þýsku 2. deildina í uppnám – fallbaráttan í óvissu

Harla óvenjulegt mál er komið upp í þýsku 2. deildinni í handknattleik nærri viku eftir að keppni í deildinni lauk. Nú hefur dómstóll kveðið upp þann dóm að TUSEM Essen og Dessau-Roßlauer HV skuli mætast á nýjan leik 30....

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16672 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -