Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Hvort fer Stjarnan eða KA/Þór í undanúrslit?

Í dag er röðin komin að oddaleik Stjörnunnar og KA/Þórs í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik. Viðureignin fer fram í TM-höllinni í Garðabæ og hefst klukkan 16. Leikið verður til þrautar, þ.e. ef staðan verður jöfn eftir...

Molakaffi: Daníel, Oddur, Örn, Tumi, Sveinn, Arnór, Guðmundur, Einar

Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson skoruðu fimm mörk hvor þegar lið þeirra Balingen-Weilstetten vann N-Lübbeck naumlega á heimavelli, 28:27, í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar. Örn Vésteinsson Östenberg kom lítið...

Oft hefur gengið betur hjá Díönu Dögg og Söndru

Oft hefur gengið betur hjá liðum íslensku landsliðskvennanna í þýsku 1. deildinni í handknattleik en í dag. Díana Dögg Magnúsdóttir, fyrirliði BSV, og samherjar hennar í Sachsen Zwickau töpuðu illa á heimavelli fyrir HSG Bensheim/Auerbach eftir að botninn datt...

Hannes Jón bikarmeistari í Austurríki – myndskeið

Hannes Jón Jónsson stýrði Alpla Hard til sigurs í austurrísku bikarkeppninni í handknattleik karla í dag. Eftir nauman sigur á West Wien, 24:23, í undanúrslitum í gær lagði Alpla Hard liðsmenn Füchse nokkuð örugglega í úrslitaleiknum, 33:27. Alpla Hard...
- Auglýsing-

ÍR sterkara í oddaleiknum – mætir Selfossi í úrslitum

ÍR leikur til úrslita við Selfoss í úrslitum umspilsins um keppnisrétt í Olísdeild kvenna í handknattleik á næstu leiktíð. ÍR-ingar unnu öruggan sigur á Gróttu í uppgjöri liðanna í oddaleik í Skógarseli, heimavelli ÍR, 28:21, í dag. Mestur varð...

Stefnir í að sjálfkjörið verði til stjórnar HSÍ

Rúm vika er þangað til ársþing Handknattleikssamband Íslands verður haldið. Allt stefnir í að sjálfkjörið verði í þau fimm sæti sem kosið verður um til stjórnar sambandsins. Engin mótframboð hafa borist en framboðsfrestur rann út fyrir nærri tveimur...

Ríflega 100 þúsund miðar eru þegar seldir á EM 2024

Þótt enn séu um níu mánuðir þangað til flautað verður til fyrsta leiks á Evrópumeistaramóti karla í handknattleik í Þýskalandi og ekki liggur fullkomlega fyrir hvaða landslið taka þátt hefur sala aðgöngumiða verið með allra besta móti. Ríflega 100...

Dagskráin: Úrslitaleikur í Skógarseli

Oddaleikur fer fram í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. ÍR og Grótta mætast í Skógarseli, íþróttahúsi ÍR. Sigurliðið mætir Selfossi í úrslitaeinvígi um sæti í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili.ÍR vann stórsigur á Gróttu í fyrstu...
- Auglýsing-

Molakaffi: Kristján, Brynjar, Abe, Eradze, Solberg, Barbosa, Geerken

Kristján Halldórsson verður eftirlitsmaður á síðari undanúrslitaleik norsku liðanna Nærbø og Runar Sandefjord í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik á sunnudaginn. Nærbø vann fyrri viðureignina sem fram fór í Sandefjord, 29:27.Varnarmaðurinn sterki, Brynjar Hólm Grétarsson, leikur ekki með Stjörnunni á...

Stórleikur hjá Donna – Viktor var sparaður – Grétar stóð fyrir sínu

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði níu mörk og var markahæsti leikmaður vallarins þegar lið hans PAUC sótti heim Limoges og tapaði, 33:30, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Donni hefur nú átta tvo stórleiki í röð og...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16450 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -