Drammen komst auðveldlega áfram í undanúrslit norsku bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði Viking frá Stavangri, 35:21, í Drammen.
Auk Drammen eru Elverum, Arendal og Nærbo örugg um sæti í undanúrslitum sem fram fara helgi eina...
IFK Kristianstad heldur sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld vann liðið þó nauman sigur á Helsingborg á heimavelli, 28:27, í hörkuleik. Hinsvegar dugði stórleikur markvarðarins Daníels Freys Andréssonar Guif liðinu ekki til sigurs á...
Íslendingaliðin Bergsicher HC og Stuttgart unnu í kvöld leiki sína í annarri umferð þýsku 1. deildinnar í handknattleik og voru landsliðsmennirnir Arnór Þór Gunnarsson og Viggó Kristjánsson aðsópsmiklir í leikjum liða sinna.
Arnór Þór var markahæstur ásamt tveimur öðrum...
Vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn HSÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum til og með 19....
Áfram mega að hámarki 500 áhorfendur vera á kappleikjum í dönskum handknattleik en vissar væntingar voru gerðar til þess að markið yrði fært ofar frá og með 18. okótber.
Kórónuveiran leikur enn lausum hala í Danmörku eins og víða...
„Það var skammur aðdragandi að þessum vistaskiptum,“ segir Hafdís Renötudóttir, landsliðsmarkvörður í handknattleik er handbolti.is sló á þráðinn til hennar í hádeginu. Í morgun var tilkynnt að Hafdís væri búin að skrifa undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Lugi frá...
Mjög hefur verið lögð áhersla á samstöðu þjóðarinnar í baráttu hennar við kórónuveiruna allt frá því að hún stakk sér niður hér snemma árs. Saman förum við í gegnum þetta, aðeins með samstilltu átaki vinnum við bug á þessum...
Vegna hertra sóttvarnarreglna heilbrigðisráðherra hefur leikjum Þórs og KA annarsvegar og ÍBV 2 og Vængja Júpiters hins vegar í fyrstu umferð Coca-Cola bikars karla í handknattleik, sem til stóð að færu fram í kvöld á Akureyri og í...
Hafdís Renötudóttir, markvörður Fram og íslenska landsliðsins, hefur ákveðið á að ganga nú þegar til liðs við sænska liðið Lugi HF í Lundi. Fram hefur samþykkt félagsskiptin. Hafdís þekkir vel til sænska handboltans eftir að hafa leikið með Boden...
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark og fékk að spara mestu kraftana þegar Barcelona rúllaði yfir Puerto Sagunto, 43:25, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Þetta var sjöundi sigur Barcelona í jafnmörgum leikjum í deildinni á keppnistímabilinu. Leikið...
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994. Stofnandi, eigandi og ritstjóri handbolti.is árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 169 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
ivar@handbolti.is