- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Benedikt Gunnar er mættur til Þrándheims

Harald Pedersen þjálfari hjá Kolstad með Benedikt Gunnari Óskarssyni. Ljósmynd / Tore Sæther / Kolstad Håndball
- Auglýsing -

Benedikt Gunnar Óskarsson, nýjasti liðsmaður norsku meistaranna Kolstad, mætti í herbúðir félagsins á föstudaginn, eftir því sem félagið segir frá. Hann fær nokkra daga til þess að ná áttum í Þrándheimi áður en Kolstad-liðið kemur saman á mánudaginn til fyrstu æfingar til undirbúnings fyrir næstu leiktíð. Hann flutti rakleitt inn í íbúð sem beið hans í Þrándheimi á slóðum Snorra Sturlusonar og Þórðar kakala Sighvatssonar, ef að líkum lætur.

Benedikt Gunnar kvaddi uppeldisfélag sitt Val, með sigri í Evrópubikarkeppninni í lok maí þegar Valur lagði gríska liðið Olympiakos samanlagt í tveimur viðureignum.

Ljóst er að Benedikt og Kolstad binda miklar vonir við væntanlegt samstarf á komandi leiktíð. Auk þess að verja norska meistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn ætlar Kolstad sér að gera betur í Meistaradeild Evrópu en á síðasta vetri þegar liðið féll úr leik eftir riðlakeppnina.

Þrír Íslendingar

Auk Benedikts Gunnars gengur línumaðurinn Sveinn Jóhannsson til liðs við Kolstad í sumar eftir hálft annað ár hjá GWD Minden í Þýskalandi. Fyrir er hjá liðinu Sigvaldi Björn Guðjónsson. Hann er fyrirliði liðsins og staðfesti það með að gera sér lítið fyrir og skrifa undir nýjan samning við félagið snemma árs sem gildir til ársins 2030.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -