- Auglýsing -
Benedikt Gunnar Óskarsson er handboltamaður er íþróttakarl Reykjavíkur 2024. Íþróttabandalag Reykjavíkur stendur fyrir valinu og hefur gert um langt árabil.
Benedikt Gunnar spilaði stórt hlutverk í bikar- og Evrópubikarmeistaraliði Vals á árinu. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV í mars og sló þá 22 ára gamalt markamet. Benedikt Gunnar var valinn besti leikmaður efstu deildar karla og snemma á árinu samdi hann við Noregsmeistara Kolstad frá Þrándheimi þar sem hann spilar m.a. í Meistaradeild Evrópu. Undanfarin misseri hefur Benedikt Gunnar verið hluti af A landsliðs hóp karla, segir í rökstuðningi fyrir kjörinu á heimasíðu ÍBR.
- Auglýsing -