- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Berlínarliðið leikur til úrslita annað árið í röð

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Füchse Berlin getur unnið Evrópudeildina í handknattleik karla annað árið í röð á morgun. Alltént fær liðið tækifæri til þess þegar það mætir Flensburg í úrslitaleik í Barclays Arena í Hamborg. Füchse Berlin vann afar öruggan sigur á Rhein-Neckar Löwen í undanúrslitaleik í Hamborg í dag, 33:24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 14:9.

Ýmir Örn Gíslason lék með Rhein-Neckar Löwen í dag og verður aftur í eldlínunni á morgun þegar Rhein-Neckar Löwen og Dinamo Búkarest mætast í viðureign um bronsverðlaunin.

Juri Knorr skoraði sjö mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen og Philipp Ahouansou var næstur með fjögur mörk.

Danirnir Lasse Bredekjær Andersson og Mathias Gidsel skoruðu sjö mörk hvor fyrir Füchse Berlin. Landi þeirra, hinn síungi Hans Lindberg, skoraði sex mörk. Dejan Milosavljev markvörður Berlínarliðsins átti enn einn stórleikinn á tímabilinu og var með 41% hlutfallsmarkvörslu þegar dæmið var gert upp. Þó lék hann ekki síðustu mínútur leiksins.

Fyrr í dag unnu Teitur Örn Einarsson og liðsmenn Flensburg hina viðureign undanúrslitanna, gegn Dinamo Búkarest, 38:32.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -