- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki, Gísli og Ómar eru í kjöri á bestu handboltamönnum heims

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þrír íslenskir handknattleiksmenn koma til álita í árlegu vali vefsíðunnar Handball-Planet á bestu handknattleiksmönnum heims 2022 en síðan hefur staðið fyrir valinu frá árinu 2011. Lesendur geta tekið þátt og veitt íslensku handknattleiksmönnunum brautargengi.


Bjarki Már Elísson er einn fjögurra sem koma til greina sem besti vinstri hornamaður ársins, Gísli Þorgeir Kristjánsson er tilefndur í stöðu miðjumanns og Ómar Ingi Magnússon í stöðu hægri skyttu. Fjórir leikmenn koma til álita í hverri stöðu á vellinum og kosningin stendur yfir frá 21. desember til 7. janúar.

Bjarki Már Elísson leikmaður Veszprém og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Vinstra horn:
Hampus Wanne (FC Barcelona – Sweden)
Dylan Nahi (Lomza Industria Kielce – France)
Milos Vujovic (Fuchse Berlin – Montenegro)
Bjarki Már Elísson (Telekom Veszprem – Iceland)

Smellið hér til þess að taka þátt í kosningunni.

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður SC Magdeburg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Miðjumaður:
Kentin Mahe (Telekom Veszprem – France)
Jim Gottfridsson (SG Flensburg Handewitt – Sweden)
Luc Steins (PSG Handball – Netherlands)
Gísli Þorgeir Kristjánsson (SC Magdeburg – Iceland)

Smellið hér til þess að taka þátt í kosningunni.

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Hægri skyttur:
Mathias Gidsel (Fuchse Berlin – Denmark)
Dika Mem (FC Barcelona – France)
Alex Dujshebaev (Lomza Industria Kielce – Spain)
Ómar Ingi Magnússon (SC Magdeburg – Iceland)

Smellið hér til þess að taka þátt í kosningunni.


Lesendur geta tekið tekið þátt og kosið fram til 7. janúar.


Handball-Planet stóð fyrir kjöri á efnilegustu handknattleiksmönnum ársins fyrr í vetur. Í því vali var Viktor Gísli Hallgrímsson valinn efnilegasti markvörður heims eins og handbolti.is sagði frá snemma í þessum mánuði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -