- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már endar árið á toppnum – meðaltal þriggja Íslendinga er jafnt

Bjarki Már Elísson leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson, hornamaður Lemgo og íslenska landsliðsins í handknattleik, endar árið 2021 í efsta sæti á lista yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla. Bjarki Már hefur skorað 116 mörk í 18 leikjum Lemgo á keppnistímabilinu. Það gerir 6,44 mörk að jafnaði í leik. Svíinn Niclas Ekberg hjá meisturum THW Kiel, er jafn Bjarka Má með 116 mörk. Ekberg hefur skorað 12 mörkum meira úr vítaköstum.

Ómar Ingi Magnússon, íþróttamaður ársins 2021. Mynd/Mummi Lú


Markakóngur síðasta tímabils og nýkrýndur íþróttamaður ársins hér á landi, Ómar Ingi Magnússon, er í fjórða sæti með 103 mörk. Hann á 16 leiki að baki en Ómar Ingi missti af leik vegna veikinda fyrir nokkrum vikum. Ómar Ingi er á pari við Bjarka Má og Ekberg þegar litið er til meðaltals marka í hverjum leik með 6,43 að jafnaði. Til viðbótar á Ómari Ingi 63 stoðsendingar.

Svíinn Jim Gottfridsson hjá Flensburg er efstur á listanum yfir þá sem eiga flestar stoðsendingar, með 76 sendingar. Daninn Mads Mensah, einnig hjá Flensburg, er næstur með 69. Þar á eftir koma Ómar Ingi og Sander Sagosen með 63 hvor.

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Stuttgart. Mynd/EPA


Áhugavert er að Viggó Kristjánsson, sem var meiddur framan af tímabili og hefur af þeim sökum aðeins náð 10 leikjum með Stuttgart, hefur skorað 64 mörk og átt 40 stoðsendingar. Viggó hefur skorað 6,4 mörk að jafnaði í leik og stendur að því leytinu til jafnfætis Bjarka Má og Ómari Inga.


Tuttugu markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar við áramót:

Bjarki Már Elísson, Lemgo, 116/45.
Niclas Ekberg, THW Kiel, 116/57.
Hans Lindberg, F.Berlin, 112/62.
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, 103/45.
Lenny Rubin, Wetzlar, 101/1.

Marcel Schiller, Göppingen, 99/46.
Casper Mortensen, HSV Hamburg, 99/41.
Adam Lönn, Stuttgart, 97/3.
Simon Jeppsson, Erlangen, 94/4.
Christoph Steinert, Erlangen, 90/41.



Kevin Gulliksen, Göppingen, 88/11.
Vladan Lipovina, Balingen, 87/25.
Ivan Martinovic, Hannover-Burgdorf, 87/4.
Thomas Urban, GWD Minden, 86/35.
Tom Skroblien, N-Lübbecke, 85/26.

Julíus Kühn, Melsungen, 81/0.
Sebastian Heymann, Göppingen, 81/0
Niklas Weller, HSV Hamburg, 80/18.
Johan á Plogv Hansen, Hannover-Burgdorf, 79/22.
Hampus Wanne, Flensburg, 78/35.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -