- Auglýsing -
Bjarki Már Elísson leikur til úrslita í ungversku bikarkeppninni í handknattleik með samherjum sínum í Telekom Veszprém eftir sigur á MOL Tatabánya KC, 26:22, í undanúrslitaleik í dag. Í úrslitaleik mætir Veszprém annað hvort Pick Szeged eða Dabas sem eigast við síðar í dag í hinni viðureign undanúrslita.
Bjarki Már skoraði fjögur mörk og lék aðeins um helming leiksins eins og iðulega. Veszprém var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda gegn harðskeyttum liðsmönnum Tatabánya.
Á morgun verður leikið til úrslita og má telja líklegt að Telekom Veszprém mæti Pick Szeged.
- Auglýsing -