- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Suður Kórea tryggði sér þriðja farseðilinn á ÓL

Suður Kórea verður með kvennalandslið í handknattleik á Ólympíuleikunum á næsta ári. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Landslið Suður Kóreu varð þriðja liðið til þess að tryggja sér þátttökurétt í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum sem fram fara næsta sumar í París en einnig í Lille. Suður Kórea vann Japan í æsispennandi úrslitaleik sem fram fór í Hírosíma snemma í morgun að íslenskum tíma, 25:24.


Lið beggja þjóða voru taplaus í keppninni þegar kom að viðureigninni í morgun. Japanska landsliðið fær einn möguleika til viðbótar til þess að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum en liðið fær sæti í forkeppni Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ásamt 11 öðrum landsliðum í apríl á næsta ári. Í þeirri forkeppni verður barist um sex farseðla á leikana.

Eins og áður segir er landslið Suður Kóreu það þriðja til þess að vinna sér inn farseðil á Ólympíuleikana í handknattleik kvenna. Gestgjafar Frakka eiga sæti víst í keppninni ásamt Evrópumeisturum Noregs.

Afríka og Suður Ameríka

Forkeppni í Afríku um eitt sæti á leikana fer fram í Angóla rétt fyrir miðjan október og sambærileg keppni verður í Suður Ameríku í lok október. Einnig munu heimsmeistararnir sem krýndir verða í desember fá þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Ef Norðmenn, Frakkar eða Suður Kórea verða heimsmeistarar mun næsta landslið á eftir taka sæti sem heimsmeistari.

Sex lið til viðbótar bætast við eftir forkeppni IHF sem fram er í þremur fjögurra liða riðlum sem keppt verður í frá 11. til 14. apríl á næsta ári.

Tengdar fréttir:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -