- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már var í sigurliði – enn möguleiki á öðru sæti

Dragan Pechmalbec leikmaður Veszprém kastar að marki Porto eftir að hafa leikið vörnina grátt. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk í þegar ungverska liðið Veszprém lagði Porto á heimavelli í kvöld í 13. og næst síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handknattleik. Veszprém situr áfram í þriðja sæti A-riðils með 18 stig eins og Magdeburg sem heldur öðru sæti með hagstæðum úrslitum í innbyrðisleikjum. Það ræðst ekki fyrr en að lokaumferðinni lokinni hvort Veszprém eða Magdeburg situr yfir í fyrsta umferð útsláttarkeppninnar.

Í skammarkróknum

Petar Nenadic var ekki í leikmannhópi Veszprém og var svo að skilja á tilkynningu félagsins í gær að kappinn sé kominn í skammarkrókinn.

Yehia Mohammed Elderaa skoraði 12 mörk fyrir Veszprém og Rasmus Lauge sex. Antonio Areia Rodrigues var markahæstur hjá Porto með sex mörk.

Franska liðið er efst

PSG er efst í A-riðli með 22 stig og á efsta sæti víst hvernig sem veður skipast í lofti í lokaumferðinni eftir viku. Tvö efstu lið í hvorum riðli sitja yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. PSG vann stórsigur á Wisla Plock í Póllandi í kvöld, 32:25.

Dmitry Zhitnikov skoraði átta mörk fyrir Plock. Kamil Syprzak var markahæstur með sex mörk hjá PSG. Danis Kristopans, Adama Keita og Ferrean Solé skoruðu fimm mörk hver.

Leikmenn Dinamo voru kátir að leikslokum í Búkarest í kvöld. Mynd/EPA


Danska meistaraliðið GOG tapaði í heimsókn sinni til Búkarest fyrir liðsmönnum Dinamo, 30:27. Liðin eru jöfn að stigum, með 13 hvort í fjórða til fimmta sæti. Ante Kuduz skoraði níu mörk fyrir Dinamo. Nicolai Nygaard Pedersen skoraði sex mörk fyrir GOG.

Þriggja marka tap hjá Viktori Gísla

Í B-riðli töpuðu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar fyrir Kielce, 33:30, í Nantes. Viktor Gísli varði 9 skot, 28%. Hann stóð lengst af í marki Nantes en Manuel Gaspar leysti Viktor af um skeið upp úr miðjum síðari hálfleik en lánaðist ekki að verja skot og var kallaður til baka á varamannabekkinn.


Nantes byrjaði leikinn afar illa og lenti fljótlega fimm mörkum undir. Á lokakafla fyrri hálfleiks tókst liðinu að jafna metin áður en leikmenn pólska liðsins náðu þriggja marka forskoti áður en leiktíminn var úti.

Fimm mörk í röð

Svipað var upp á teningnum í síðari hálfleik. Nantes jafnaði metin, 25:25. Þá kom slakur kafli hjá Nantesliðinu þegar Andreas Wolff varði allt hvað af tók í marki Kielce. Gestirnir náðu fimm marka forystu, 30:25, og Nantes-liðinu tókst ekki að jafna metin á ný.


Valero Rivera skoraði sjö mörk fyrir Nantes. Szymon Sicko og Arkadiusz Moryto skoruðu sex mörk hvor fyrir Kielce.

Staðan í A-riðil:

PSG131102455:40422
Magdeburg13823419:38618
Veszprém13823414:39218
GOG13616426:42513
Dinamo Búk.13535383:39513
PPD Zagreb12327335:3598
Wisla Plock13319346:3857
Porto121110352:3844

Staðan í B-riðli:

Barcelona131210452:37325
Kielce131102434:39522
Nantes13706450:42314
Kiel13625434:41414
Aalborg13517411:40711
Pick Szeged13508398:42410
Celje133010381:4416
Elverum131012372:4552
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -