Bjarki Már Elísson og samherjar í ungverska liðinu Veszprém eru áfram í efsta sæti A-riðils Meistaradeildar karla í handknattleik eftir fjögurra marka sigur á pólska liðinu Wisla Plock í Póllandi í kvöld, 30:26. Bjarki Már skoraði eitt mark en Daninn Rasmus Lauge fór á kostum og skoraði 11 mörk fyrir Veszprém.
Veszprém er með 11 stig í A-riðli og er taplaust eftir sex leiki. PSG er næst á eftir með 10 stig. PSG vann lánlítið lið Porto, 32:30, í París þar sem Elohim Prandi skoraði 11 mörk og Dainis Kirstopans níu fyrir heimaliðið.
Danska meistaraliðið GOG gerði sér lítið fyrir og vann þýsku meistarana í SC Magdeburg, 33:32, á heimavelli á Fjóni í kvöld og færðist þar með upp að hlið liðsins í stigatöflunni. Hvort þeirra hefur sjö stig. Emil Madsen skoraði sigurmarkið í þann mund sem leiktíminn rann út eins sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.
What a win for GOG!!
— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) November 3, 2022
Last second bomb from Emil Madsen
GOG take down @SCMagdeburg in the @ehfcl
33-32 to the incredible youngsters from a small Danish town pic.twitter.com/prAYLHv8v6
Gísla Þorgeiri héldu engin bönd
Gísla Þorgeiri Kristjánssyni héldu engin bönd í leiknum. Hann skoraði 10 mörk og átti tvær stoðsendingar fyrir Magdeburgliðið eins og Kay Smits sem einnig skoraði 10 sinnum. Frammistaða þeirra dugði ekki til.
Ómar Ingi Magnússon skoraði ekki fyrir þýsku meistarana í leiknum. Emil Madsen skoraði átta mörk fyrir GOG auk þriggja stoðsendinga.
Viktor Gísli varði vel
Barcelona vann sinn sjötta leik í keppninni á tímabilinu í kvöld og er efst með fullt hús stiga í B-riðli. Barcelona lagði Viktor Gísla Hallgrímsson og félaga í Nantes, 34:29, í Katalóníu kvöld. Viktor Gísli varði 12 skot og stóð í marki liðsins frá upphafi til enda.
Nantes er í þriðja sæti B-riðilsins. Haukur Þrastarson skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu fyrir Kielce sem vann ungversku meistarana í Pick Szeged örugglega á heimavelli, 37:30.
Staðan:
x