Bjarni Ófeigur Valdimarsson gefur ekkert eftir í keppninni um markakóngstitilinn í Olísdeild karla. Hann hefur farið á kostum með KA á leiktíðinni og skoraði nærri 10 mörk að jafnaði í leik. Enda er Bjarni Ófeigur langmarkahæstur með 117 mörk í 12 leikjum. Sá eini sem er nærri Bjarna Ófeigi þegar litið er til meðaltals er Elís Þór Aðalsteinsson úr ÍBV. Hann hefur skorað 9,4 mörk að jafnaði í leik. Elís Þór hefur hins vegar aðeins leikið átta leiki af 12 vegna meiðsla. Óvíst er að hann leiki meira með ÍBV fyrr en á nýju ári.
Næstur á eftir Bjarna Ófeigi í markafjölda er markakóngur Olísdeildar á síðustu leiktíð, Baldur Fritz Bjarnason úr ÍR. Hann hefur skorað 96 mörk, 21 færra en Bjarni Ófeigur. Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu, er í þriðja sæti með 85 mörk. Árni Bragi hefur einnig farið á kostum með Aftureldingarliðinu sem situr í þriðja sæti Olísdeildar.
Hér fyrir neðan er listi yfir þá sem skorað hafa 50 mörk eða fleiri í fyrstu 12 umferðum Olísdeildar karla:
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, KA, 117/31.
Baldur Fritz Bjarnason, ÍR, 96/38.
Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu, 85/27.
Hannes Höskuldsson, Selfossi, 76/24.
Elís Þór Aðalsteinsson, 75/27.
Símon Michael Guðjónsson, FH, 73/31.
Freyr Aronsson, Haukum, 71/12.
Bernard Kristján Owusu Darkoh, ÍR, 70/0.
Brynjar Hólm Grétarsson, 69/0.
Ágúst Guðmundsson, HK, 66/4.
Jökull Blöndal Björnsson, ÍR, 65/4.
Andri Erlingsson, ÍBV, 64/0.
Morten Linder, KA, 64/0.
Garðar Ingi Sindrason, FH, 63/7.
Giorgi Arvelodi Dikhaminjia, KA, 62/0.
Ívar Logi Styrmisson, Fram, 61/27.
Haukur Ingi Hauksson, HK, 61/0.
Oddur Gretarsson, Þór, 59/23.
Birkir Snær Steinsson, Haukum, 58/0.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukum, 55/0.
Gunnar Róbertsson, Val, 54/15.
Oscar Sven Leithoff Lykke, Aftureldingu, 53/14.
Hans Jörgen Ólafsson, Stjörnunni, 52/0.
Jón Bjarni Ólafsson, FH, 50/0.
Heimild: HBStatz.



