- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur og félagar kjöldrógu liðsmenn Redbergslids

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Skövde t.v. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék afar vel með IFK Skövde í kvöld þegar liðið tók Redbergslids HK í kennslustund í handknattleik á heimvelli að viðstöddum 1.272 áhorfendum. Lokatölur 38:24 en Bjarni og félagar höfðu svo gott sem gert út um leikinn að loknum fyrri hálfleik þegar þeir voru 10 mörkum yfir, 18:8. Þeir hreinlega hlupu yfir andstæðinga sína með hraðaupphlaupum.


Bjarni skoraði sex mörk og átti fjórar stoðsendingar. Hann var næst markahæstur leikmanna Skvödeliðsins. Skövde er í öðru sæti deildarinnar með 11 stig að loknum sjö leikjum og er þremur stigum á eftir IFK Kristianstand en þremur stigum á undan Lugi sem lúrir í þriðja sæti eftir sigur á Ásgeiri Snæ Vignissyni og samherjum í Helsingborg í kvöld, 31:28. Leikið var í Helsingborg.


Ásgeir Snær skoraði eitt mark í tveimur tilraunum og var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur. Nýliðar Helsingborg eru í fimmta sæti með sjö stig eftir sjö leiki. Fjórán lið skipa sænsku úrvalsdeildina og rekur Redbergslids lestina um þessar mundir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -