Sunna Jónsdóttir og Rúnar Kárason voru valin bestu leikmenn meistaraflokksliða ÍBV á nýliðnu keppnistímabili. Þau ásamt fleiri leikmönnum liðsins og voru heiðruð í lokahófi handknattleiksdeildar ÍBV sem fram fór með pomp og prakt í sal Kiwanisklúbbsins í Vestmannaeyjum í gærkvöld eftir því sem greint er frá fréttavefnum Tígull.
Fór á skeljarnar
Lokahófið verður lengi í minnum haft fyrir þær sækir að bónorð var borið upp í miðju kafi. Claes Engelbrektsson unnusti Birnu Berg Haraldsdóttur leikmanns ÍBV og landsliðskonu, skellti sér á skeljarnar og bað hennar. Auðvitað sagði Birna Berg umsviflaust já. Vakti uppátækið mikla gleði og kátínu meðal viðstaddra, eins og gefur að skilja. Hamingjuóskum rigndi yfir parið. Claes og Birna hafa búið saman um árabil.
Myndir og frekari frásögn af bónorðinu, viðurkenningum og öðru því sem fram fór í hófinu má lesa á vef Tíguls.
Viðkenningar í lokahófi ÍBV
Meistaraflokkur kvenna:
Mestu framfarir – Tara Sól Úranusdóttir.
ÍBV-ari – Ólöf María Stefánsdóttir.
Besti leikmaður – Sunna Jónsdóttir.
Fréttabikarinn – Sara Dröfn Ríkharðsdóttir.
Meistaraflokkur karla:
Mestu framfarir – Arnór Viðarsson
ÍBV-ari – Björn Viðar Björnsson.
Besti leikmaður – Rúnar Kárason.
Fréttabikarinn – Elmar Erlingsson.