U21 árs landslið karla í handknattleik mætir franska landsliðinu í sama aldursflokki í tveimur vináttuleikjum í París 10. og 11. mars. Leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðsins fyrir þátttöku á heimsmeistaramótinu sem fram fer síðla í júní og í byrjun júlí í sumar í Grikklandi og í Þýskalandi.
Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson þjálfarar U21 árs landsliðsins hafa valið vaskan hóp handknattleiksmanna til æfinga á höfuðborgarsvæðinu frá og með 6. mars og í leikina við Frakka.
Markverðir:
Adam Thorstensen, Stjörnunni.
Bruno Bernat, KA.
Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson, Haukum.
Arnór Viðarsson, ÍBV.
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val.
Einar Bragi Aðalsteinsson, FH.
Elvar Elí Hallgrímsson, Selfossi.
Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum.
Hilmar Bjarki Gíslason, KA.
Ísak Gústafsson, Selfossi.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram
Kristófer Máni Jónasson, Haukum.
Róbert Snær Örvarsson, ÍR.
Símon Michael Guðjónsson, HK
Stefán Orri Arnalds, Fram.
Tryggvi Þórisson, IK Sävehof.