- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Byr skortir í seglin hjá Fjölni/Fylki

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Vandræði Fjölnis/Fylkis í Grill66-deild kvenna halda áfram en liðið situr á botni deildarinnar eftir átta umferðir með aðeins einn sigur. Sjöunda tap liðsins varð staðreynd í kvöld er það sótti ungmennalið Vals heim í Origohöllina, lokatölur 28:25, fyrir Val.


Valsliðið var með sjö marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 18:11. Heldur dró saman með liðunum í síðari hálfleik enda fór aðeins að draga af leikmönnum Vals en nokkrir þeirra voru einnig í eldlínunni með A-liðinu er það mætti HK í Olísdeildinni.

Fjölnir/Fylkir komst í undanúrslit í umspili um sæti í Olísdeildinni í vor sem leið. Eins og staðan er núna þegar keppni í deildinni verður brátt hálfnuð er liðið fjarri því að endurtaka leikinn aftur með hækkandi sól.


Mörk Vals U.: Ída Stefánsdóttir 8, Berglind Gunnarsdóttir 6, Lilja Ágústsdóttir 6, Hildur Sigurðardóttir 2, Erna Björgvinsdóttir 2, Vala Magnúsdóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Sunna Thoroddsen 1.

Mörk Fjölnis/Fylkis: Ada Kozicka 8, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 5, Harpa Elín Haraldsdóttir 4, Telma Sól Bogadóttir 3, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 2, Anna Karen Jónsdóttir 2, Sara Björg Davíðsdóttir 1.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -