- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Byrjuðum leikinn bara ekki nógu snemma

Ásdís Guðmundsdóttir leikmaður ÍBV flytur til Barcelona í sumar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við byrjuðum leikinn bara ekki nógu snemma. Ef leikurinn hefði verið lengri hefðum við náð þeim,” sagði Ásdís Guðmundsdóttir leikmaður ÍBV vonsvikin eftir sex marka tap ÍBV fyrir Val í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld, 28:22. Afleitar fyrstu 20 mínútur leiksins komu ÍBV-liðinu í koll en að þeim loknum var munurinn níu mörk, 13:4, fyrir Val.

„Á upphafskaflanum sóttum við ekki nógu vel á mark Valsara auk þess sem vörnin okkar small heldur ekki nógu vel. Við vorum ekki með réttu lausnirnar. Leikurinn okkar byggist að verulegu leyti á markvörslu og vörn. Hvorugt gekk upp hjá okkur að þessu sinni og allra síst framan af leiknum. Auk þess þá náðum ekki áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks til að minnka muninn,“ sagði Ásdís ennfremur.

„Það eru margir leikir eftir. Við látum ekki hug falla þótt einn hálfleikur hafi farið illa hjá okkur. Svekkelsið er að hafa ekki byrjað leikinn betur en raun varð á. Okkar markmið var að koma af miklum krafti til leiks, vitandi að Valur hafði ekkert leikið í nokkrar vikur.

Við tökum góðar æfingar í vikunni og verðum tilbúnari í slaginn á heimavelli á föstudaginn. Ef ég þekki Eyjamenn rétt þá verður full stúka og mikið fjör,“ sagði Ásdís Guðmundsdóttir leikmaður ÍBV í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -