- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Franski snillingurinn til Berlínar

Franski handknattleikssnillingurinn Dika Mem mun ganga til liðs við þýska meistaraliðið Füchse Berlín sumarið 2027 þegar samningur hans við spænsku meistarana í Barcelona rennur út. Handball World greinir frá því að Mem hafi veitt munnlegt samþykki fyrir því að ganga...

Einn áhrifamesti þjálfari á síðari hluta 20. aldar er látinn

Einn áhrifamesti handknattleiksþjálfari á síðari hluta 20. aldar, Anatólij Evtúsjenkó, lést 91 árs gamall 6. janúar. Evtúsjenkó var landsliðsþjálfari karlalandsliðs Sovétríkjanna frá 1969 til 1990. Á þeim tíma varð sovéska landsliðið Ólympíumeistari 1976 og 1988 auk þess að hreppa...

Báðir leikir sendir út þráðbeint frá Paris La Défense Arena

Báðir vináttuleikir íslenska karlalandsliðsins í handknattleik í Frakklandi verða sendir út í þráðbeinni útsendingu RÚV. Fyrri viðureignin verður gegn landsliði Slóveníu á morgun, föstudag, klukkan 17.30. Ekki verður víst fyrr en annað kvöld hvort síðari leikur íslenska landsliðsins verður...
- Auglýsing -

Landsliðsbúningar verða ekki til sölu í Kristianstad

Ekki verður búningasala á vegum Handknattleikssambands Íslands í Svíþjóð meðan íslenska landsliðið tekur þátt í Evrópumótinu. Búningasalan er alveg komin í hendur verslana hér á landi. Þar af leiðandi verða stuðningsmenn landsliðsins sem vilja kaupa nýja landsliðsbúninginn að verða...

Svara verður leitað í Frakklandi

„Leikirnir í Frakklandi verða mikilvægir fyrir okkur. Í þeim viljum við fá svör við ýmsum þáttum þannig að okkur líði vel áður en EM hefst í Svíþjóð eftir rúma viku,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla spurður...

Molakaffi: Andersson, Schatzl, Arnór, Rasmussen, Dahl

Lasse Andersson, landsliðsmaður Danmerkur og leikmaður Füchse Berlin, leikur ekkert með í vináttuleikjum Dana við Noreg í dag og heldur ekki gegn Grikkjum á sunnudag. Andersson tognaði á kviðvöðva nokkru fyrir jól og hefur síðan ekkert komið nærri handbolta....
- Auglýsing -

Einstefna í síðari hálfleik hjá Íslendingunum

Íslendingatríóið hjá þýska liðinu Blomberg-Lippe lagði sitt lóð á vogarskálarnar þegar liðið vann stórsigur á Buxtehuder, 35:19, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Leikmenn Blomberg-Lippe fóru á kostum í síðari hálfleik eftir að hafa verið...

Elín Klara innsiglaði sigurinn í Kungsbacka

Markahæsta kona sænsku úrvalsdeildarinnar, Elín Klara Þorkelsdóttir, hélt uppteknum hætti í kvöld og var markahæst hjá IK Sävehof þegar liðið vann HK Aranäs, 26:24, í bænum Kungsbacka í 12. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Elín Klara skoraði sjö mörk...

Annar öruggur sigur hjá Svíum

Sænska landsliðið í handknattleik karla vann brasilíska landsliðið öðru sinni á þremur dögum í vináttuleik í Partille Arena í kvöld, 33:24. Svíar voru sex mörkum yfir í hálfleik, 17:11. Þetta var síðari undirbúningsleikur sænska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst...
- Auglýsing -

Alexander fagnaði öruggum sigri í Nottingham

Alexander Petersson aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Lettlands fagnaði sigri á breska landsliðinu í fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Nottingham í kvöld, 35:27. Síðari viðureignin fer fram í Jelgava í Lettlandi á sunnudaginn. Samanlagður sigurvegari...

„Þetta er allt annað en maður er vanur“

„Það hefur bara verið hrikalega gaman að taka þátt í þessu, kynnast strákunum og komast í aðeins öðruvísi bolta en maður er vanur. Hærra tempó og meiri ákefð,“ sagði markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson úr Aftureldingu sem æft hefur með...

Kristianstad verður umturnað í Litla-Ísland

„Ég er tengiliður og er í smá vinnu fyrir mótshaldarana. Ég er að svara þessum helstu spurningum og er búin að vera að þýða fyrir þá,“ segir Tinna Mark Antonsdóttir Duffield í samtali við handbolta.is Tinna er sjúkraþjálfari sem er...
- Auglýsing -

„Vitum hversu mikilvægt það er“

Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður SC Magdeburg í Þýskalandi, segir markmiðið skýrt hjá íslenska landsliðinu fyrir Evrópumótið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, sem hefst í næstu viku. „Ég veit að þetta er gömul klisja og ég veit...

Nathan heldur tryggð við ÍR

Nathan Doku Helgi Asare hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2028. Hann er fæddur árið 2006 og er þrátt fyrir ungan aldur á sínu þriðja tímabili í meistaraflokki. Nathan leikur í stöðu línumanns og er öflugur...

Heimsmeistararnir í átta tíma rútuferð í tvo leiki

Þegar flugferð sem heimsmeistarar Danmerkur áttu að fara með í gær frá Billund á Jótlandi til Amsterdam var felld niður vegna veðurs var brugðið á það ráð að panta rútu og leggja af stað landleiðis til Hollands. Gert er...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -