- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

17 ára landslið pilta tekur þátt í Nordic Cup í Færeyjum í vikulokin

Landslið Íslands í handknattleik, skipað piltum 17 ára og yngri, tekur þátt í Nordic Open-mótinu sem fram fer í Færeyjum á föstudag, laugardag og sunnudag ásamt landsliðum Færeyja, Sviss og Þýskalands. Leikið verður í Rúnavík á föstudaginn en í...

Lokahóf: Stjörnufólk kom saman og gerði upp tímabilið

Lokahóf meistaraflokka Stjörnunnar fór fram fyrir nokkrum dögum. Leikmenn og sjálfboðaliðar komu saman og áttu skemmtilega kvöldstund. Veittar voru viðurkenningar fyrir bestu- og efnilegustu leikmenn auk þess sem kynnt var að Stjarnan hefur ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni...

Ómar Ingi bestur í maí

Ómar Ingi Magnússon er leikmaður maímánaðar hjá þýska meistaraliðinu SC Magdeburg. Valið endurspeglar frammistöðu hans byggt á mismunandi tölfræðiþáttum í sex leikjum Ómar Inga með Magdeburg-liðinu í þýsku 1. deildinni í nýliðnum mánuði, eftir því sem fram kemur á...
- Auglýsing -

Ísland á níu sæti í Evrópukeppni félagsliða

Íslandi stendur til boða að skrá níu lið til þátttöku í Evrópumótum félagsliða (Evrópudeildin, Evrópubikarkeppnin) á næsta keppnistímabili, fjögur í karlaflokki og fimm í kvennaflokki. Vegna sigurs Vals í Evrópubikarkeppni kvenna á dögunum fær Ísland viðbótarsæti í kvennaflokki, að...

Molakaffi: Duijndam, Homayed, Buric, Gustad

Markvörður hollenska kvennalandsliðsins í handknattleik, Rinka Duijndam, hefur samið við franska liðið Chambray Touraine Handball fyrir næsta keppnistímabil. Duijndam lék með Rapid Búkarest á nýliðnu keppnistímabili.  Ungverska meistaraliðið One Veszprém og þýska liðið SG Flensburg-Handewitt eru sögð hafa ríkan áhuga...

Fer í ítarlega læknisskoðun

Gísli Þorgeir Kristjánsson fer í ítarlega læknisskoðun á morgun, mánudag, vegna meiðsla á vinstri öxl sem hann varð fyrir snemma í viðureign SC Magdeburg og Lemgo í þýsku 1. deildinni í handknattleik og handbolti.is sagði frá fyrr í dag. Félag...
- Auglýsing -

Hákon Daði var óstöðvandi

Hákon Daði Styrmisson lék við hvern sinn fingur í dag þegar Eintracht Hagen sótti topplið 2. deildar, Bergischer HC, heim í næst síðustu umferð deildarinnar. Hákon Daði, sem er nýlega byrjaður að leika aftur með Hagen eftir árs fjarveru...

Guðmundur Árni kominn heim til Gróttu eftir 9 ára fjarveru

Handknattleiksdeild Gróttu hefur ráðið Guðmund Árna Sigfússon, Mumma, sem yfirþjálfara yngri flokka, aðalþjálfara 3. flokks kvenna og aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi tímabil. Með ráðningunni er verið að styrkja enn frekar faglegt starf deildarinnar, segir í tilkynningu frá Gróttu....

Rúnar sagður vera valtur í sessi hjá Leipzig

Því er haldið fram í SportBild í dag að Rúnar Sigtryggsson sé valtur í sessi á stóli þjálfara SC DHfK Leipzig og að forráðamenn félagsins hafi sett sig í samband við Danann, Nicolej Krickau sem varð að taka pokann...
- Auglýsing -

Molakaffi: Elliði, Teitur, Guðjón, Andri, Rúnar, Dagur, Grétar

Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach þegar liðið vann Leipzig, 32:31, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í Schwalbe-Arena í Gummersbach í gær. Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach...

Orri Freyr meistari annað árið í röð – Þorsteinn Leó sá rautt og fékk silfrið

Nú fer svo sannarlega ekki á milli mála að Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélagar í Sporting Lissabon eru portúgalskir meistarar í handknattleik annað árið í röð. Sporting vann Porto, 39:36, á heimavelli í kvöld í lokaumferð úrslitakeppninnar. Porto-liðið verður...

Stjarnan ætlar að herja á Evrópu næsta vetur

Stjarnan hefur ákveðið að senda karlalið sitt til þátttöku í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili í fyrsta sinn í 18 ár. Sigurjón Hafþórsson formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar staðfesti þessa ætlan við handbolta.is í dag. Sem silfurlið Poweradebikarsins á Stjarnan rétt á...
- Auglýsing -

Molakaffi: Dolenec, Salvador, Costa-bræður, Barthold, Lunde

Slóvenski handknattleiksmaðurinn góðkunni, Jure Dolenec, hefur tilkynnt að hann ætli sér að hætta í handknattleik í sumar. Dolenec er 36 ára gamall. Hann byrjaði tímabilið RK Nexe í Króatíu en endaði það með RK Slovan í heimalandi sínu.  Þegar Dolenec...

Veszprém sterkara á lokasprettinum í 100. leik Arons

One Veszprém hafði betur gegn Pick Szeged í fyrstu viðureign liðanna um ungverska meistaratitilinn í handknattleik á heimavelli í dag, 34:32. Þetta er í 25. skipti sem þessir höfuðandstæðingar í ungverskum handknattleik mætast í úrslitaeinvígi um meistaratitilinn. Aron...

Leiðir HSÍ og Rapyd skilja

Fréttatilkynning frá HSÍ og RapydRapyd og forverar þess hafa styrkt íslenskan handknattleik frá árinu 1984 og verið helsti fjárhagslegur bakhjarl Handknattleikssambands Íslands í rúma fjóra áratugi. Að undanförnu hefur áhersla verið lögð á að efla afreksstarf í handknattleik með...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -