Janus Daði Smárason og liðsfélagar í Pick Szeged unnu ungverska bikarinn í handknattleik karla í gær eftir nauman sigur á One Veszprém í úrslitaleik, 31:30. Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Pick Szeged vinnur ungverska bikarinn...
Franski landsliðsmarkvörðurinn Cléopâtre Darleux ætlar ekki að endurnýja samning sinn við meistaraliðið Metz. Núverandi samninguri rennur út í sumar. Emmanuel Mayonnade þjálfari Metz sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti. Darleux hefur ekki sagt frá framtíðaráformum sínum en talið er sennilegast...
Afturelding skoraði þrjú síðustu mörkin í Kórnum í dag og tryggði sér þar með sigur á HK í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. Lokatölur í spennandi leik, 23:20. Staðan var jöfn í...
Stjarnan vann öruggan sigur á Víkingi í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik í Hekluhöllinni í Garðabæ í dag, 27:21. Næsta viðureign liðanna fer fram í Safamýri á miðvikudagskvöldið. Ef Stjarnan vinnur þá viðureign einnig...
Guðrún Hekla Traustadóttir hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild Vals sem gildir fram á sumarið 2028. Guðrún, sem verður 18 ára á árinu, er mjög efnilegur leikmaður sem leikur allar stöðurnar fyrir utan í sókn og í bakverði í...
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Norður Makedóníu 20.-26. júlí í sumar. Hátíðin fer fram annað hvert á og er ætluð ungu íþróttafólki Evrópu, 17 ára og yngri. Keppt er í nokkrum íþróttagreinum, þar á meðal handknattleik. Aðeins átta lið...
Dana Björg Guðmundsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikamaður Volda í Noregi var valin í úrvalslið marsmánaðar í næsta efstu deild kvenna í handknattleik. Keppni lauk í deildinni fyrir viku. Framundan hjá Volda er umspil um sæti í úrvalsdeildinni.
Dana Björg,...
Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum og skoraði níu mörk í níu skotum í níu marka sigri Kadetten Schaffhausen, 32:23, á Wacker Thun í þriðja og síðasta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni svissnesku A-deildarinnar í handknattleik í...
Portúgalsmeistarar Sporting stigu skref í átt að því að verja meistaratitilinn í kvöld þegar þeir unnu FC Porto, 35:32, í viðureign liðanna sem fram fór í Dragao Arena í Porto. Sporting hefur þar með eins vinnings forskot á Porto...
Íslenskir landsliðsmenn í handknattleik karla mætast í úrslitaleik ungversku bikarkeppninnar á morgun. One Veszprém með Aron Pálmarsson og Bjarka Má Elísson innan sinna raða vann Tatabánya, 40:26, í undanúrslitum í dag. Pick Szeged með Janus Daða Smárason í stóru...
Elvar Örn Jónsson og félagar í MT Melsungen leika til úrslita í þýsku bikarkeppninni gegn THW Kiel. MT Melsungen vann Balingen, 31:27, í undanúrslitum í Lanxess Arena í Köln. THW Kiel vann Rhein-Neckar Löwen, 32:31, eftir framlengingu í hinni...
Hvorki Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, né Handknattleikssamband Evrópu, EHF, láta þess getið í fréttum af leikjum Íslands og Ísraels, sem fram fóru í vikunni að viðureignirnar hafi farið fram fyrir luktum dyrum á Ásvöllum. Vitað er að HSÍ var í...
Berglind Þorsteinsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður Fram tognaði á vinstri ökkla í síðari hálfleik í síðari viðureign Íslands og Ísraels í umspili HM á Ásvöllum á fimmtudagskvöld. Tók hún ekkert þátt í leiknum eftir það af skiljanlegum ástæðum.
Berglind...
Olga Bjarnadóttir, 2. varaforseti í framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta ÍSÍ á þingi sambandsins 16.-17. maí. Áður hefur Willum Þór Þórsson lýst yfir framboði.
Olga er þrautreynd eftir áratugastarf innan...
Yfirlýsing frá kvennalandsliði Íslands í handknattleik
„Við leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta teljum mikilvægt að koma reynslu okkar á framfæri eftir að hafa spilað tvo umspilsleiki gegn landsliði Ísraels í þessari viku. Það er tímabært að alþjóðleg íþróttahreyfing – og...