Færeyski handknattleiksmaðurinn Sveinur Ólafsson er ekki orðinn gjaldgengur með Aftureldingu á Íslandsmótinu. Eftir því sem handbolti.is hefur fregnað er óvíst hvenær af því verður. Standa mun í Aftureldingarmönnum að greiða um hálfa milljón króna í uppeldisbætur til viðbótar við...
Þórir Hergeirsson hættir þjálfun norska kvennalandsliðsins í handknattleik í árslok, að loknu Evrópumeistaramótinu sem haldið verður í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Þórir greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi fyrir stundu.Þórir tók við þjálfun norska landsliðsins 2009 af Marit Breivik...
Sennilega hafa ekki fleiri konur komið að þjálfun liða í efstu deild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, en á tímabilinu sem nýlega er hafið. Eftir því sem handbolti.is kemst næst eru sex konur við þjálfun hjá fimm af átta liðum...
Elmar Erlingsson skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar í stórsigri Nordhorn-Lingen, 38:26, á HSG Konstanz í fyrstu umferð 2. deildar þýska handknattleiksins í gær. Leikurinn fór fram í Nordhorn og var skiljanlega sá fyrsti sem Eyjamaðurinn leikur í...
Guðmundur Bragi Ástþórsson og samherjar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Bjerringbro/Silkeborg verða meðal 32 liða í riðlakeppi Evrópudeildar karla í handknattleik fyrri hluta vetrar.Bjerringbro/Silkeborg vann ungverska liðið Ferencváros, eða FTC, samanlagt 77:61 í tveimur leikjum. Síðari viðureignin var í dag...
Fullvíst er að þýska handknattleiksliðið Gummersbach verður á meðal andstæðinga Íslandsmeistara FH í riðlakeppni Evópudeildar karla. Gummersbach, með Elliða Snæ Viðarsson og Teit Örn Einarsson auk Guðjóns Vals Sigurðssonar í stól þjálfara, vann danska liðið Mors-Thy öðru sinni í...
Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir fengu ekki óskabyrjun með Blomberg-Lippe í fyrsta leiknum í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Afar slakur síðari hálfleikur felldi liðið í heimsókn til Zwickau með þeim afleiðingum að BSV Sachsen...
„Það er ekki ofsagt að þetta hafi staðið tæpt hjá okkur. Þeir áttu síðustu sóknina, voru átta mörkum yfir og með sjö menn í sókn. Þeim tókst hinsvegar ekki að skora þótt allt væri lagt í sölurnar. Okkur tókst...
https://www.youtube.com/watch?v=yl6J1Ex2omY„Þetta var mikið betra en maður bjóst við. Maður var með smá kvíða fyrir leikinn því við vissum ekkert um KA-liðið og hvernig það væri,“ sagði Ágúst Óskarsson leikmaður Gróttu eftir fjögurra marka sigur á KA í upphafsleik liðanna...
https://www.youtube.com/watch?v=_oVozCcF87c„Lokakaflinn eins og upphafskaflinn veldur vonbrigðum en á milli voru nokkrir flottir kaflar. En heilt yfir var þetta ekki nógu gott,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari karlaliðs KA við handbolta.is eftir fjögurra marka tap KA fyrir Gróttu í fyrstu...
Íslenskir handknattleiksmenn létu talsvert til sín taka í annarri umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Sveinn Jóhannsson var markahæstur í Íslendingatríóinu hjá Kolstad þegar liðið vann Bergen Håndball, 36:30, í Björgvin.Sveinn skoraði fimm mörk í sex skotum. Benedikt...
Ómar Ingi Magnússon skoraði níu mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson sex þegar SC Magdeburg vann Wetzlar á heimavelli í gær þegar titilvörn Magdeburg í þýsku 1. deildinni hófst.Áfram heldur sigurganga ungverska liðsins OTP Bank-PICK Szeged sem Janus Daði Smárason...
Valur tryggði sér sæti í Evrópudeildinni í handknattleik karla í kvöld eftir að hafa stigið krappan dans við RK Bjelin Spacva Vinkovci í síðari viðureign liðanna í forkeppninni á fjölum íþróttahallarinnar í Vinkovci í Króatíu. Valsmenn töpuðu með átta...
Grótta fagnaði sigri á KA í fyrsta leik liðanna í Olísdeild karla í handknattleik í rífandi góðri stemningu í Hertzhöllinnni á Seltjarnarnesi síðdegis, 29:25, eftir jafna stöðu í hálfleik, 15:15. Gróttumenn lögðu grunn að sigrinum með afar góðum 10...
ÍBV vann nauman sigur á Gróttu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í 1. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag, 23:21. Í raun munaði sáralitlu að nýliðar Gróttu kræktu í annað stigið undir lokin eftir að hafa svo gott sem...