Viggó Kristjánsson, Andri Már Rúnarsson og liðsfélagar í HC Erlangen lögðu Leipzig, 30:26, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Báðir voru þeir leikmenn Leipzig á síðasta keppnistímabili. Viggó kvaddi Leipzig í upphafi ársins en Andri...
Bjarki Már Elísson átti stórleik og skoraði 11 mörk þegar One Veszprém vann Balatonfüredi KSE, 47:25, í ungversku úrvaldeildinni í handknattleik í dag. Bjarki Már lék við hvern sinn fingur í leiknum og yfirburðir One Veszprém voru miklir. Liðið...
„Það sem gerðist hjá okkur í fyrri hálfleik er eitthvað sem ég vona að gerist aldrei aftur hjá liði undir minni stjórn,“ sagði Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA/Þórs í viðtali við Sjónvarp Símans/Handboltapassann eftir 15 marka tap liðsins fyrir...
Haukar unnu sannkallaðan stórsigur á KA/Þór í Kuehne+Nagel-höllinni á Ásvöllum í dag, 35:20, og fóru upp í 5. sæti Olísdeildar með níu stig. Haukar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik þegar svo virtist sem það væri aðeins eitt...
Fram vann ÍR öðru sinni á keppnistímabilinu í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag, 30:27, í Skógarseli. Um leið var þetta fyrsta tap ÍR-inga í deildinni síðan lið þeirra tapaði fyrir Fram í Lambhagahöllinni 4. október, 32:30. Staðan var...
Eftir afar erfiða byrjun þá tókst Íslandsmeisturum Vals að snúa leiknum sér í hag gegn Stjörnunni á heimavelli og vinna með 10 marka mun, 32:22, í upphafsleik 10. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik. Valur situr þar með áfram í...
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í dag þegar Barcelona vann BM. Guadalajara, 40:20, í 13. umferð efstu deildar spænska handknattleiksins á heimavelli. Viktor Gísli lék um tvo þriðju leiktímans í markinu og varði 16 skot, 55%.
Filip Saric varði 6...
Handknattleikur fær venjulega ekki mikla athygli í hollenskum fjölmiðlum, en síðustu daga hefur verið þar undantekning á. Eftir frábæra frammistöðu hollenska landsliðsins á HM hefur umfjöllun í öllum fréttamiðlum aukist verulega, eftir því sem segir í frétt TV2 í...
Sökum anna verður Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki viðstaddur úrslitaleiki heimsmeistaramóts kvenna. Hann er störfum hlaðinn upp fyrir haus við undirbúning þings IHF sem hefst á föstudaginn í Kaíró. Moustafa, sem er 81 árs, sækist eftir endurkjöri...
Arnar Birkir Hálfdánsson var hetja Amo HK í gærkvöld þegar hann skoraði tvö síðustu mörk liðsins er það krækti í jafntefli, 32:32, á heimavelli í viðureign við IF Hallby HK. Arnar Birkir skoraði jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til...
Segja má að stórmeistarajafntefli hafi orðið í viðureign tveggja efstu liða Grill 66-deildar karla, Gróttu og Víkings, í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 30:30. Halldór Ingi Óskarsson skoraði jöfnunarmark Víkings þegar rúm mínúta var til leiksloka en það var...
Efsta lið Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, HK, tapaði fyrsta leik sínum á leiktíðinni í kvöld er leikmenn Gróttu sóttu liðið heim í kvöld. Eftir jafnan og skemmtilegan leik var Gróttuliðið sterkara og tryggði sér tveggja marka sigur, 25:23,...
Noregur leikur til úrslita við Þýskaland á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á sunnudaginn. Norska landsliðið vann afar öruggan sigur á hollenska landsliðinu í síðari úrslitaleik mótsins í Rotterdam í kvöld, 35:25. Þetta var áttundi sigur norska landsliðsins á mótinu...
Þýskaland leikur til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á sunnudaginn. Þjóðverjar unnu sannfærandi sigur á Frökkum í undanúrslitaleik í Rotterdam í kvöld, 29:23. Þýska liðið skoraði þrjú síðustu mörk leiksins. Þýskt landslið hefur ekki leikið til úrslita á...
Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson hefur sannarlega vent kvæði sínu í kross eftir að hann hætti að leik handbolta í sumar. Hann hefur keypt Bæjarbakaríið í Hafnarfirði.
Þetta kemur fram í viðtali við Aron í jólablaði Hafnarfjarðarbæjar. Aron stendur m.a. vaktina...