Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs unnu Hauka, 34:26, í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld eins og handbolti.is greindi samviskusamlega frá hér.Egill Bjarni Friðjónsson var að vanda með myndavél sína á lofti í KA-heimilinu og sendi handbolta.is nokkrar myndir...
Víkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu ungmennalið Fram í hörkuleik í Grill66-deild kvenna í handknattleik í Víkinni í kvöld. Lokatölur, 32:30, fyrir Víkinga sem nú eru komnir upp í efri hluta deildarinnar með sex stig eins og Selfoss...
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fimm mörk, fjórðung marka BSV Sachsen Zwickau, þegar liðið tapað á útivelli fyrir hinu afar sterka liði Bietigheim, 35:20, í áttundu umferð þýsku 1. deildarinnar í kvöld. Zwickau-liðið átti aldrei möguleika í leiknum og var...
KA/Þór fór upp í þriðja sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Haukum í KA-heimilinu í frestuðum leik úr 3. umferð, 34:26. KA/Þór hefur þar með sjö stig eftir fimm leiki en Haukar eru í...
Handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði verður sektuð um 25.000 kr. vegna „vítaverðrar framkomu“ manns sem talið er yfir vafa hafið að hafi verið á vegum handknattleiksdeildar Harðar á leik liðsins við Val sem fram fór á dögunum í...
U18 ára landslið Íslands í karlaflokki hefur keppni á fjögurra liða móti í París á morgun. Íslenski hópurinn hélt af stað á níunda tímanum í morgun eftir nærri klukkustundar töf vegna biðar eftir tengifarþegum sem voru með seinni skipunum.Mótið...
Báðar viðureignir ÍBV og gríska liðsins AEP Panorama í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik fara fram í Vestmannaeyjum. Að sögn Vilmars Þórs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar ÍBV, hafa félögin komið sér saman um að leikirnir verði föstudaginn 19. nóvember...
Þráðurinn verður tekinn upp í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld þegar leikmenn Hauka sækja Íslandsmeistara KA/Þórs heim í KA-heimilið á Akureyri klukkan 18.Um er að ræða leik úr þriðju umferð deildarinnar sem átti að fara fram um...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir og samherjar í Ringkøbing Håndbold töpuðu fyrir Ajax København, 30:21, í upphafsleik 10. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Jesper Holmris þjálfari liðsins skellti skuldinni á varnarleikinn sem hann sagði hafa verið hreina hörmung. Elín Jóna...
Í hádeginu var dregið í 16-liða úrslit í Coca Cola bikar yngri flokka í handknattleik. Leikirnir eiga að fara fram í þessum eða næsta mánuði. Eftirfarandi lið drógust saman:3. flokkur karla:Selfoss 1 – FH.Víkingur – Valur.HK – Fram.ÍBV 1...
Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður SC Magdeburg, tekur ekki þátt í æfingum íslenska landsliðsins í þessari viku eins og til stóð. Hann hefur þjakaður af verkjum í öðrum hælnum um skeið en engu að síður þrælað sér í gegnum æfingar...
„Fyrst og fremst er þetta spennandi. Það er svo sannarlega ekki á hverjum degi sem manni stendur til boða að taka þátt í taka þátt í uppbyggingu eins og þessari,“ sagði Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handknattleik og liðsmaður...
Haukur Þrastarson, leikmaður pólsku meistaranna Vive Kielce og íslenska landsliðsins, hefur ekki jafnað sig eftir að hafa snúið sig á ökkla í viðureign Vive Kielce og Porto í Meistaradeild Evrópu í handknattleik 20. október. Haukur sagði við handbolta.is í...
Hreiðar Levý Guðmundsson er mættur á æfingar íslenska landsliðsins í handknattleik karla. Ekki stendur til að hann fari í sína gömlu stöðu á milli markstangana heldur mun hann leiðbeina markvörðunum Daníel Frey Andréssyni, Grétari Ara Guðjónssyni og Viktori Gísli...