Hafþór Már Vignisson handknattleiksmaður hjá Stjörnunni hefur samið við þýska 2. deildarliðið HC Empor Rostock til tveggja ára. Hafþór Már gengur til liðs við félagið í sumar þegar tveggja ára vist hans hjá Stjörnunni verður lokið. HC Empor Rostock...
Alexander Petersson var í gær heiðraður í Þýskalandi þegar hann var tekinn inn í heiðurshöll þýska handknattleiksliðsins Rhein-Neckar Löwen þegar hann lék sinn í síðasta leik í SAP-Arena, keppnishöll félagsins.Alexander lék með Rhein-Neckar Löwen í tæp níu ár...
Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk fyrir Łomża Vive Kielce í gær þegar liðið vann Azoty Puławy, 41:26, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Sigvaldi Björn Guðjónsson er ennþá frá keppni vegna meiðsla. Łomża Vive Kielce er áfram efst með fullt...
Leikmenn Vængja Júpíters fengu ekki byr undir báða vængi í dag þegar þeir mættu ungmennaliði Hauka í Dalhúsum líkt og þeir hlutu fyrir helgina þegar þeir tóku á móti ungmennaliði Aftureldingar. Segja má að Vægnirnir hafi brotlent að þessu...
Handknattleiksliðið Volda, sem Halldór Stefán Haraldsson hefur þjálfað undanfarin ár, komst í dag í efsta sæti norsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir sigur á Gjerpen HK Skien, 24:23, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. Leikið var í Skienshallen, heimavelli...
KA vann Aftureldingu í úrslitaleik 4. flokks karla, eldra ár, 24:22, eftir mikinn darraðardans á síðustu mínútum. Afturelding fékk tækifæri til þess að jafna metin á síðustu mínútu, 23:23, en Óskar Þórarinsson, markvörður KA, varði skot eftir hraðaupphlaup og...
Bjarki Már Elísson er orðinn markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með 156 mörk. Hann átti enn einn stórleikinn í dag þegar Lemgo vann Wetzlar með tveggja marka mun, 29:27, á heimavelli. Bjarki Már skoraði 12 mörk, þar...
KA/Þór varð bikarmeistari í 4. flokki stúlkna eftir þriggja marka sigur á ÍBV í úrslitaleik Coca Cola-bikarsins á Ásvöllum í Hafnarfirði, 19:16. ÍBV var marki yfir í hálfleik, 10:9.Akureyrarliðið tók forystuna þegar leið á síðari hálfleik og hélt henni...
Haukar unnu ævintýralegan sigur á KA í úrslitaleik Coca Cola-bikars pilta í 4. aldursflokki, yngra ár, á Ásvöllum í dag, 31:30. Haukar skoruðu fjögur síðustu mörkin, þar af tvö á síðustu 30 sekúndunum. Sigurmarkið var skorað á síðustu sekúndu...
„Í fyrsta lagi þá lék Valsliðið betur en við í dag og í öðru lagi var það mikið áfall fyrir okkur þegar Emma var útilokuð frá leiknum undir lok síðari hálfleiks,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Fram í samtali við...
Valur varð bikarmeistari í meistaraflokki kvenna í áttunda sinn í gær þegar lið félagsins lagði Fram í úrslitaleik Coca Cola-bikarsins á Ásvöllum, 25:19. Valur hefur þar með jafnað metin við Stjörnuna sem einnig hefur orðið bikarmeistari átta sinnum í...
Janus Daði Smárason og samherjar í Göppingen unnu Leipzig með eins marks mun, 29:28, á heimavelli í gærkvöld í eina leik þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Janus Daði skoraði tvö mörk í leiknum og átti fimm stoðsendingar. Þýski landsliðsmaðurinn...
Jafntefli nægði ÍR-ingum til þess að komast einir í efsta sæti Grill66-deildar karla í handknattleik í kvöld. Þeir fengu eitt stig í heimsókn sinni til Þórsara í Íþróttahöllina á Akureyri, 36:36, í leik sem loksins var hægt að koma...
Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, átti stórleik í kvöld þegar lið hennar, BSV Sachsen Zwickau vann langþráðan sigur í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar HSG Bensheim/Auerbach kom í heimsókn, 26:22. Zwickau-liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik,...
„KA-menn voru frábærir og reyndust okkur mjög erfiðir. Þegar við bættist að okkar aðalsmerki, vörn og markvarsla, var ekki upp á það besta þá vorum við í vandræðum. Krafturinn var mikill í KA-mönnum. Fyrir vikið er ég þeim mun...