Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk í sjö skotum þegar lið hans, Flensburg, vann Bergischer HC, 29:24, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr vítakasti auk einnar stoðsendingar,...
Vandræði Fjölnis/Fylkis í Grill66-deild kvenna halda áfram en liðið situr á botni deildarinnar eftir átta umferðir með aðeins einn sigur. Sjöunda tap liðsins varð staðreynd í kvöld er það sótti ungmennalið Vals heim í Origohöllina, lokatölur 28:25, fyrir Val.Valsliðið...
Fjölnir heldur sínu striki í þriðja sæti Grill66-deildar karla í handknattleik. Fjölnismenn lögðu ungmennalið Vals í kvöld með níu marka mun í Origohöll þeirra Valsara, 38:29, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.Fjölnir hefur þar...
Nýliðar HK í Olísdeild karla fengu sitt fyrsta stig í deildinni í dag er þeir gerðu jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum í ógurlegum markaleik, 39:39. Segja má að það hafi verið Eyjamenn sem hafi krækt í jafnteflið því þeir...
Góður endasprettur Hauka færði þeim eins marks sigur á CSM Focsani frá Rúmeníu í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Sigurinn dugði Haukum hinsvegar skammt því þeir féllu úr keppni eftir samanlagt...
Valur heldur áfram að hreiðra um sig í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik. Í dag vann Valsliðið eins marks sigur á HK í Origohöllinni í upphafsleik 9. umferðar, 18:17. Valur hefur sextán stig og er þremur stigum á...
Önnur umferð riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik fer fram í kvöld. Átta leikir fara fram í fjórum riðlum. Fjórir leikir hefjast klukkan 17 og hinir fjórum tveimur og hálfri stund síðar. Eftir leikina skýrast e.t.v. aðeins línur um hvaða...
Flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag eftir rúmlega hálfsmánaðar hlé vegna æfinga og keppni kvennalandsliðanna. Einum leik í 9. umferð varð að fresta, viðureign ÍBV og Aftureldingar, vegna þátttöku eins leikmanns ÍBV á heimsmeistaramóti...
Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í austurríska meistaraliðinu Alpla Hard unnu HSG Graz með 13 marka mun á heimavelli í gær, 35:22. Þar með komst Hard-liðið í efsta sæti austurrísku 1. deildarinnar á nýjan leik með 19 stig...
ÍR-ingar unnu sannfærandi sigur á nýliðum Kórdrengja í Austurbergi í kvöld í áttundu umferð Grill66-deildar karla í handknattleik, 34:24, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:10. Þetta var annar sigur ÍR-inga í vikunni. Þeir...
Arnór Þór Gunnarsson, sem var fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik á HM í upphafi þessar árs, hefur ákveðið að hætta að leika með íslenska landsliðinu í handknattleik. Hann greindi frá ákvörðun sinni í samtali við Akureyri.net í dag.Þolir ekki...
Markvörðurinn öflugi, Lárus Helgi Ólafsson, leikur ekki fleiri leiki með Fram á þessu ári. Hann hefur ekki verið þátttakandi í leik frá 29. október auk þess sem hann var ónotaður varamaður í leik við Gróttu 11. október vegna nárameiðsla....
HK, ÍBV og Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs eiga tvo leikmenn hvert í liði nóvembermánaðar sem tölfræðiveitan HBStatz tók saman úr gögnum sínum og birti í gær.Marta Wawrzynkowska, markvörður, og vinstri hornakonan Harpa Valey Gylfadóttir frá ÍBV eru í liðinu...
Þungu fargi var létt af Aroni Rafni Eðvarðssyni markverði og öðrum Haukamönnum upp úr klukkan níu í morgun þegar tilkynning barst frá aganefnd Handknattleikssambands Evrópu, EHF, þess efnis að Aron Rafn verður gjaldgengur með Haukum á morgun þegar þeir...
Tvö efstu lið Grill66-deildar karla í handknattleik, Hörður og ÍR, verða í eldlínunni á heimavelli í kvöld. ÍR-ingar bjóða upp á tvíhöfða því kvennalið ÍR tekur á móti ungmennaliði Stjörnunnar klukkan 18. Í kjölfarið mæta Kórdrengir liðsmönnum ÍR sem...