Gintaras Savukynas , fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, Gróttu og leikmaður og þjálfari ÍBV, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Litáen í handknattleik karla.
Hann tekur við af öðrum Íslandsvini Mindaugas Andriuska sem sagði starfi sínu lausu eftir að landslið Litáen lauk keppni...
Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, lést á heimili sínu á laugardaginn langt fyrir aldur fram.
Fyrir rétt um ári síðan greindist Davíð með illkynja krabbamein í höfði. Síðasta ár hefur farið í erfiðar meðferðir, bæði geisla- og lyfja til þess...
Óhætt er að segja vera Frakkans Didier Dinart á stóli landsliðsþjálfara Sádi Arabíu hafi verið stutt gaman. Hann sagði starfi sínu lausu eftir að Asíukeppninni lauk á mánudaginn. Undir stjórn Dinart hafnaði landslið Sádi Arabíu í þriðja sæti mótsins...
Tveir íslenskir handknattleiksmenn koma til greina í vali sem þýski vefmiðilinn handball-world stendur fyrir þessa dagana á besta unga leikmanni Evrópumótsins í handknattleik sem lauk í Búdapest á síðasta sunnudag.
Af 20 leikmönnum á lista handball-world er íslensku landsliðsmennirnir Gísli...
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik og Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að skorað hafi verið á sig að gefa kost á sér sem borgarstjóraefni í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Björgvin greinir frá því að hann...
Efsta lið Grill66-deildar karla, ÍR, sækir ungmennliða Vals heim í kvöld kl. 19.30. Ungmennalið Vals hefur sýnt í undanförnum leikjum að það er til alls líklegt.
M.a. veittu Valsarar liðsmönnum Harðar hörkukeppni á dögunum. ÍR-ingar verða að hafa sig...
Einn hollensku landsliðsmannanna í handknattleik sem sló í gegn á EM var rétthenta skyttan Dani Baijens. Tilkynnt var í gær að hann gangi til liðs við HSV Hamburg í sumar en liðið leikur í þýsku 1. deildinni. Baijens leikur...
Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handknattleik, rær á ný mið í sumar þegar samningur hennar við danska 1. deildarliðið EH Aalborg rennur út. Félagið greindi frá þessu í dag og í framhaldinu staðfesti Sandra við handbolta.is að hún ætli að...
Sigvaldi Björn Guðjónsson lék mest af þeim 24 leikmönnum sem teflt var fram á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í Ungverjalandi. Af þeim átta klukkustundum sem landsliðið var í leik á mótinu þá var Sigvaldi Björn utan vallar í 13 mínútur,...
Sigurjón Friðbjörn Björnsson sem var í þjálfarateymi kvennaliðs Stjörnunnar með Rakel Dögg Bragadóttur er hættur störfum. Rakel Dögg hætti fyrir um hálfum mánuði. Sigurjón Friðbjörn vann áfram en hætti í kjölfar þess að Hrannar Guðmundsson var ráðinn þjálfari Stjörnuliðsins...
Keppnistímabilinu er lokið hjá handknattleiksmanninum Sveini Jóhannssyni hjá danska úrvalsdeildarliðinu SønderjyskE. Meiðsli þau sem Sveinn varð fyrir á landsliðsæfingu hér heima skömmu fyrir Evrópumeistaramótið eru svo alvarleg að hann verður frá keppni í hálft ár.
Sveinn staðfesti þetta við handbolta.is...
Íslenska landsliðið skoraði 28,7 mörk að jafnaði í leik á Evrópumeistaramótinu í handknattleik sem er nýlokið í Ungverjalandi og Slóavíku. Það er á pari við meðaltal landsliðsins á síðustu Evrópumótum en það tók nú þátt í 12. skipti í...
Línumaðurinn þrautreyndi, Garðar Benedikt Sigurjónsson, hefur heldur betur söðlað um og gengið til liðs við ÍBV en hann var síðast í herbúðum Vængja Júpíters í Grill66-deildinni. Garðar, sem lék lengi með Fram og síðar Stjörnunni, hefur lítið komið við...
Lilja Ágústsdóttir hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Lugi HF og heldur utan á morgun. Fetar hún þar með í fótspor systur sinnar, Ásdísar Þóru, sem samdi við Lugi snemma á síðasta ári.
„Lilja æfði...
Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, segir að á næstunni muni stjórn HSÍ funda með Guðmundi Þórði Guðmundssyni landsliðsþjálfara. „Við förum fljótlega yfir stöðuna með honum, Evrópumótið sem er að baki og horfum til framtíðar um leið,“ sagði Guðmundur...