Danski handknattleiksmaðurinn Buster Juul sýndi einstaka skottækni þegar hann skoraði úr einu af fimm vítaköstum sínum fyrir Danmerkurmeistara Aalborg Håndbold í sigurleik á Holstebro, 36:27, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á laugardaginn.
Mögnuð tilþrif eins sjá og má á...
Áttunda umferð Olísdeildar karla heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum en fyrsti leikur umferðarinnar var í gærkvöld þegar Víkingur sótti Selfoss heim.
Í kvöld klukkan 18 mæta leikmenn ÍBV galvaskir á Ásvelli eftir tvo sigurleiki í röð og leika...
Fransk/túníski handknattleiksmaðurin Hamza Kablouti leikur ekki fleiri leiki með Aftureldingu á þessu ári samkvæmt heimildum handbolta.is. Yfirgnæfandi líkur eru á að hann verði lánaður til Víkings. Vonir standa til þess að lánasamningur milli félaganna liggi fyrir í dag eða...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og félagar hans í PAUC unnu Montpellier 29:28, í æsispennandi leik í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær en leikið var í Montpellier. Donni skoraði þrjú mörk í sex skotum. Ólafur Andrés Guðmundsson var...
Handknattleiksdeild ÍR geinir frá því á Facebook í kvöld að hún hafi í dag kært framkvæmd leiks ÍR og Harðar í Grill66-deild karla sem fram fór í Austurbergi í gær. Ástæða kærunnar er röng skýrslugerð fyrir leikinn, eftir því...
Fanney Þóra Þórsdóttir tryggði FH annað stigið í viðureign efstu liða Grill66-deildar kvenna í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Hún jafnaði metin, 28:28, úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Áður hafði Roberta Strope brotið á sóknarmanni FH...
„Að mínu áliti er Ómar Ingi Magnússon besti leikmaður deildarinnar,“ sagði hinn þekkti þýski handknattleiksmaður Stefan Kretzschmar í sjónvarpsviðtali fyrir viðureign SC Magdeburg og Füchse Berlin í þýsku 1. deildinni í gær. Kretzschmar vinnur hjá Berlínarliðinu en hefur á...
Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í EH Aalborg unnu stórsigur á Rødovre HK á heimavelli í gær í 1. deildinni í Danmörku, 41:25. Álaborgarliðið var níu mörkum yfir í hálfleik, 18:9. Sandra skoraði tvö mörk í leiknum en hún...
Ungmennalið ÍBV setti strik í reikninginn hjá ÍR í toppbaráttunni í Grill66-deild kvenna í dag þegar það gerði sér lítið fyrir og lagði ÍR-inga örugglega, 33:29, í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. ÍBV var fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12. Þetta...
Þriðja leiknum sem fram átti að fara á Íslandsmótinu í handknattleik karla hefur verið frestað. Rétt í þessu sendi HSÍ frá sér tilkynningu þess efnis að viðureign Gróttu og HK sem til stóð að færi fram í Olísdeild karla...
Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs voru fyrst liða til þess að leggja Val í Olísdeild kvenna á þessari leiktíð. Með ævintýralegum endaspretti þá vann KA/Þór með tveggja marka mun, 28:26, en liðið skoraði fjögur síðustu mörk leiksins. Fimm mínútum fyrir...
Hörður frá Ísafirði komst einn í efsta sæti Grill66-deild karla í handknattleik í karla með því að leggja ÍR, 37:36, í viðureign efstu liðanna tveggja í Austurbergi í dag eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16.Hörður...
Aðeins fullbólusettir fá að taka þátt í heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem hefst á Spáni 1. desember. Alþjóða handknattleikssambandið tilkynnti þessa ákvörðun sína í gær. Fyrst bárust óstaðfestar fregnir um þessar reglur á miðvikudaginn frá Þýskalandi.
Þykir mörgum þessi tilkynning...
Stórleikur Grétars Ara Guðjónssonar í marki franska 2. deildarliðsins Nice dugði ekki til sigurs á Sarrebourg á heimavelli í gærkvöldi. Nice tapaði með þriggja marka mun, 27:24. Grétar Ari varði 17 skot, þar af eitt vítakast, sem lagði sig...
Rífandi góð stemning var á fjáröflunarkvöldverði Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs á Vitanum á Akureyri í gærkvöld. Samkoman var einn liður í fjáröflun KA/Þórs fyrir komandi leiki við spænsku bikarmeistarana BM Elche í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Báðar viðureignir fara fram...