Rúnar Kárason átti framúrskarandi leik í dag þegar Ribe-Esbjerg vann óvæntan sigur á Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold, 31:29, í Álaborg í 16. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Tíu sætum munaði á liðunum fyrir leikinn í dag þar sem Álaborgarliðið var...
Ekkert verður af því að Rúmeninn Viorel Bosca taki upp þráðinn með handknattleiksliði Þórs á Akureyri á nýjan leik í Olísdeild karla hvenær sem keppni hefst aftur. Bosca hefur samið um starfslok sín hjá Þór eftir að hafa meiðst...
Miðjumaðurinn sterki, Sveinn Andri Sveinsson, verður ekki með Aftureldingu það sem eftir er þessa keppnistímabils hvenær sem það hefst á ný og hversu lengi sem það mun standa. „Sveinn Andri er úr leik á þessu keppnistímabili með okkur,“ sagði...
Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson átti stórleik á milli markstanganna hjá franska liðinu Nice í gærkvöld þegar það vann kærkominn sigur á Valence á heimavelli í næst efstu deild franska handboltans, 30:27, eftir að jafnt var að loknum fyrri hálfleik,...
Ágúst Elí Björgvinsson og samherjar í KIF Kolding unnu Mors Thy, 28:27, á heimavelli í gærkvöld í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Ágúst Elí var hluta leiksins í marki Kolding og varði eitt af átta skotum sem á hann komu....
Teitur Örn Einarsson dró ekki af sér er hann skoraði eitt af fimm mörkum sínum í kvöld fyrir IFK Kristianstad þegar liðið vann 19 marka sigur á Hallby á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 38:19. Myndskeið af markinu...
Ekkert lát er á sigurgöngu Kristjáns Arnar Kristjánssonar, Donna, og samherja hans í PAUC frá Aix í efstu deild franska handknattleiksins. Í kvöld lögðu þeir félagar liðsmenn Toulouse, 35:28, í sjöunda leik PAUC á útivelli á leiktíðinni. Þar með...
Landsliðskonan í handknattleik, Perla Ruth Albertsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram og er því samningsbundin félaginu til vorsins 2023, segir í tilkynningu frá Handknattleiksdeild Fram. Perla Ruth, sem á að baki 22 A-landsleiki, gekk...
„Mér hefur gengið vel þótt liðinu hafi ekki vegnað eins vel og við viljum. Ég hef fengið mikla ábyrgð í liðinu og nýtt mér það til hins ýtrasta eins og undanfarin ár sem hefur skilað sér í því að...
Robert Hedin, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í handknattleik karla hefur valið þá 20 leikmenn sem hann ætlar að fara með á HM í Egyptalandi í næsta mánuði. Bandaríska landsliðinu var úthlutaður þátttökuréttur á HM af Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, eftir að forkeppni...
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leik Elverum og Flensburg í Meistaradeild karla í handknattleik í Elverum í Noregi í gærkvöld. Flensburg vann leikinn með eins marks mun, 30:29, og komst upp að hlið Vive Kielce í efsta...
Bjarki Már Elísson fór á kostum og var markahæsti leikmaður vallarins þegar lið hans, Lemgo, vann Nordhorn með sjö marka mun á heimavelli, 36:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Bjarki Már skoraði átta mörk, ekkert þeirra...
Heilbrigðisráðuneytið hefur samþykkt undanþágubeiðni HSÍ um æfingar liða í Grill 66 deildunum, æfingar geta því hafist í dag. Þessi undanþágubeiðni gildir meðan núverandi reglugerð er í gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Handknattleikssambandið var að senda frá sér....
Þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen, sem íslensku landsliðsmennirnir Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason leika með, hefur fengið 800.000 evrur í ríkisaðstoð síðan kórónuveirfaraldurinn reið yfir. Þessi upphæð nemur um 123 milljónum króna.Þetta kemur fram í viðtali Jennifer Kettemann,...
„Við fögnum því að hægt sé að fá undanþágu til æfinga hjá liðum í næst efstu deild og höfum þegar sótt um. Vonandi fæst hún í dag," sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ við handbolta.is um þær til tilslakanir...