Efst á baugi

- Auglýsing -

Dana Björg og Birta Rún eru í toppbaráttu

Volda og Fjellhammer, sem hafa á að skipa íslenskum handknattleikskonum, eru í tveimur efstu sætum næst efstu deildar norska handknattleiksins. Volda er í efsta sæti með 35 stig eftir 19 leiki eftir stórsigur á Nordstrand, 39:18, á útivelli í...

Sjö íslensk mörk í sigurleik – Sigurjón fór á kostum

Arnór Snær Óskarsson skoraði fimm mörk þegar Kolstad vann Nærbø, 30:26, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik á útivelli í gær.  Benedikt Gunnar Óskarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoruðu eitt mark hvor fyrir Kolstad. Sveinn Jóhannsson skoraði ekki að þessu...

Molakaffi: Orri, Aron, Grétar, Arnór, Tjörvi

Orri Freyr Þorkelsson skoraði tvö mörk í stórsigri Sporting á liðsmönnum Madeira, 41:29, á heimavelli í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Með sigrinum fór Sporting upp að hlið Porto í efsta sæti deildarinnar eftir 19 umferðir.Aron Pálmarsson...
- Auglýsing -

Guðmundur Bragi skoraði sjö mörk og fékk silfrið

Guðmundur Bragi Ástþórsson, leikmaður Bjerringbro/Silkeborg skoraði sjö mörk, öll úr vítaköstum og var með fullkomna nýtingu, í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í dag í Jyske Bank Boxen í Herning. Bjerringbro/Silkeborg tapaði úrslitaleiknum fyrir stjörnum prýddu og sterku liði Aalborg Håndbold,...

Gísli Þorgeir lék á als oddi gegn toppliðinu

Gísli Þorgeir Kristjánsson fór mikinn með SC Magdeburg í dag þegar meistararnir lögðu efsta lið þýsku 1. deildarinnar, MT Melsungen, 29:28, á heimavelli í skemmtilegum leik tveggja frábærra liða. Hafnfirðingurinn skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar. Komu Elvar...

Kapphlaup Selfoss og Þórs um efsta sætið heldur áfram

Kapphlaup Selfoss og Þórs um efsta sæti Grill 66-deildar karla heldur áfram. Á eftir þeim lúra Víkingar í þriðja sæti og eru tilbúnir að sæta færis ef Þórsurum og Selfyssingum verður á í messunni. Víkingar unnu stórsigur á unglingaliði...
- Auglýsing -

Steig upp úr meiðslum og fór á kostum

Tumi Steinn Rúnarsson mætti til leiks með Alpla Hard í efstu deild austurríska handknattleiksins í gær eftir að hafa verið frá keppni um tíma vegna tognunar í kviðvöðva. Hann skoraði sex mörk og átti jafn margar stoðsendingar í sigurleik...

Molakaffi: Þorsteinn, Dagur, Sandra, Óðinn, Aldís, Jóhanna, Berta

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli þegar lið hans, Porto vann ABC de Braga, 31:22, í efstu deild portúgalska handknattleiksins í gær. Porto er í efsta sæti deildarinnar þremur stigum á undan...

Sáttur við átta marka sigur

„Maður verður að vera sáttur við átta marka sigur," sagði Össur Haraldsson markahæsti leikmaður Hauka í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að Haukar unnu slóvenska liðið RK Jeruzalem Ormoz, 31:23, í fyrri viðureigninni í Evrópbikarkeppninni í handknattleik karla...
- Auglýsing -

Hefði viljað vinna leikinn með meiri mun

„Ég hefði viljað vinna leikinn með meiri mun. Við klikkuðum á mörgum dauðafærum,“ sagði Skarphéðinn Ívar Einarsson leikmaður Hauka í samtali við handbolta.is eftir átta marka sigur Hauka á RK Jeruzalem Ormoz frá Slóveníu, 31:23, á Ásvöllum í kvöld...

KA/Þór hefur endurheimt sæti í Olísdeildinni

KA/Þór hefur tryggt sér sæti í Olísdeild kvenna í handknattleik á nýjan leik en liðið féll úr deildinni síðasta vor. KA/Þór er deildarmeistari í Grill 66-deild kvenna. Þegar þrjár umferðir eru eftir óleiknar getur ekkert lið komist upp fyrir...

Valsmenn skoruðu 48 mörk í Skógarseli

Valur vann ÍR með 17 marka mun í hreint ævintýralegum markaleik í Olísdeild karla í Skógarseli síðdegis í dag, 48:31. Vafalaust er ár og dagur liðin síðan lið skoraði 48 mörk í kappleik í efstu deild hér á landi....
- Auglýsing -

Átta marka sigur Hauka – hefði getað verið stærri

Haukar eru í góðri stöðu eftir átta marka sigur á slóvenska liðinu RK Jeruzalem Ormoz, 31:23, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru sex mörkum yfir í hálfleik, 17:11....

Á brattann var að sækja í Cheb – 11 marka tap

Kvennalið Hauka á verk fyrir höndum í síðari leiknum við tékkneska liðið Hazena Kynzvart í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik um næstu helgi eftir 11 marka tap í Cheb í Tékklandi í dag, 35:24. Leikurinn var í átta liða úrslitum...

Kristrún skoraði sigurmark Fram gegn Selfossi

Kristrún Steinþórsdóttir fyrrverandi leikmaður Selfoss tryggði Fram eins marks sigur á liði Selfoss, 30:29, í Olísdeild kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. Framarar lentu í kröppum dansi nærri leikslokum viðureignarinnar eftir að hafa verið sex mörkum yfir að...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -