Volda og Fjellhammer, sem hafa á að skipa íslenskum handknattleikskonum, eru í tveimur efstu sætum næst efstu deildar norska handknattleiksins. Volda er í efsta sæti með 35 stig eftir 19 leiki eftir stórsigur á Nordstrand, 39:18, á útivelli í...
Arnór Snær Óskarsson skoraði fimm mörk þegar Kolstad vann Nærbø, 30:26, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik á útivelli í gær. Benedikt Gunnar Óskarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoruðu eitt mark hvor fyrir Kolstad. Sveinn Jóhannsson skoraði ekki að þessu...
Orri Freyr Þorkelsson skoraði tvö mörk í stórsigri Sporting á liðsmönnum Madeira, 41:29, á heimavelli í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Með sigrinum fór Sporting upp að hlið Porto í efsta sæti deildarinnar eftir 19 umferðir.Aron Pálmarsson...
Guðmundur Bragi Ástþórsson, leikmaður Bjerringbro/Silkeborg skoraði sjö mörk, öll úr vítaköstum og var með fullkomna nýtingu, í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í dag í Jyske Bank Boxen í Herning. Bjerringbro/Silkeborg tapaði úrslitaleiknum fyrir stjörnum prýddu og sterku liði Aalborg Håndbold,...
Gísli Þorgeir Kristjánsson fór mikinn með SC Magdeburg í dag þegar meistararnir lögðu efsta lið þýsku 1. deildarinnar, MT Melsungen, 29:28, á heimavelli í skemmtilegum leik tveggja frábærra liða. Hafnfirðingurinn skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar. Komu Elvar...
Kapphlaup Selfoss og Þórs um efsta sæti Grill 66-deildar karla heldur áfram. Á eftir þeim lúra Víkingar í þriðja sæti og eru tilbúnir að sæta færis ef Þórsurum og Selfyssingum verður á í messunni. Víkingar unnu stórsigur á unglingaliði...
Tumi Steinn Rúnarsson mætti til leiks með Alpla Hard í efstu deild austurríska handknattleiksins í gær eftir að hafa verið frá keppni um tíma vegna tognunar í kviðvöðva. Hann skoraði sex mörk og átti jafn margar stoðsendingar í sigurleik...
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli þegar lið hans, Porto vann ABC de Braga, 31:22, í efstu deild portúgalska handknattleiksins í gær. Porto er í efsta sæti deildarinnar þremur stigum á undan...
„Maður verður að vera sáttur við átta marka sigur," sagði Össur Haraldsson markahæsti leikmaður Hauka í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að Haukar unnu slóvenska liðið RK Jeruzalem Ormoz, 31:23, í fyrri viðureigninni í Evrópbikarkeppninni í handknattleik karla...
„Ég hefði viljað vinna leikinn með meiri mun. Við klikkuðum á mörgum dauðafærum,“ sagði Skarphéðinn Ívar Einarsson leikmaður Hauka í samtali við handbolta.is eftir átta marka sigur Hauka á RK Jeruzalem Ormoz frá Slóveníu, 31:23, á Ásvöllum í kvöld...
KA/Þór hefur tryggt sér sæti í Olísdeild kvenna í handknattleik á nýjan leik en liðið féll úr deildinni síðasta vor. KA/Þór er deildarmeistari í Grill 66-deild kvenna. Þegar þrjár umferðir eru eftir óleiknar getur ekkert lið komist upp fyrir...
Valur vann ÍR með 17 marka mun í hreint ævintýralegum markaleik í Olísdeild karla í Skógarseli síðdegis í dag, 48:31. Vafalaust er ár og dagur liðin síðan lið skoraði 48 mörk í kappleik í efstu deild hér á landi....
Haukar eru í góðri stöðu eftir átta marka sigur á slóvenska liðinu RK Jeruzalem Ormoz, 31:23, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru sex mörkum yfir í hálfleik, 17:11....
Kvennalið Hauka á verk fyrir höndum í síðari leiknum við tékkneska liðið Hazena Kynzvart í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik um næstu helgi eftir 11 marka tap í Cheb í Tékklandi í dag, 35:24. Leikurinn var í átta liða úrslitum...
Kristrún Steinþórsdóttir fyrrverandi leikmaður Selfoss tryggði Fram eins marks sigur á liði Selfoss, 30:29, í Olísdeild kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. Framarar lentu í kröppum dansi nærri leikslokum viðureignarinnar eftir að hafa verið sex mörkum yfir að...