Stephan Swat, þjálfari þýska handknattleiksliðsins EHV Aue sem Arnar Birkir Hálfdánsson og Sveinbjörn Pétursson leika með, var hætt kominn fyrir áramótin eftir að hafa veikst alvarlega af kórónuveirunni um miðjan nóvember. Swat hefur alls ekki jafnað sig að fullu...
Samherji Bjarka Más Elíssonar hjá Lemgo hefur greinst með kórónuveiruna. Af þeim sökum hefur tveimur næstu leikjum liðsins verið slegið á frest. Lemgo átti að mæta Gunnari Steini Jónssyni og félögum í Göppingen og Tusem Essen á fimmtudaginn eftir...
Ísland dróst í sjötta riðil undankeppni EM kvenna 2022 með Svíþjóð, Serbíu og Tyrklandi en dregið var í morgun í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í Vínarborg.
Tvö af liðunum komast áfram í lokakeppnina sem fram fer í Slóveníu, Norður-Makedóníu og...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í Skövde eru komnir í góða stöðu í rimmu sinni við Alingsås í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir sigur í annarri viðureign liðanna í gærkvöld á heimavelli Alingsås, 27:22. Skövde hefur þar...
Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach komust á ný upp í annað sæti þýsku 2. deildarinnar í handknattleik með góðum sigri á Hamm-Westfalen á heimavelli, 30:21. Það var vatn á myllu Gummersbach-liðsins að N-Lübbecke sem sat í öðru sæti...
Frá og með miðnætti verður óheimilt að æfa og leika handknattleik hér á landi. Þetta er á meðal þess sem heilbrigðisráðherra greindi frá fyrir nokkrum mínútum á blaðamannafundi í Hörpu. Mjög hertar reglur í smitvörnum taka gildi á...
Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka í Olísdeildinni, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Barein á nýjan leik. Aron mun stýra landsliði Barein á Ólympíuleikunum sem fram fara í Japan í lok júlí og í byrjun ágúst, auk þess að búa landsliðið...
Í fyrramálið verður dregið í riðla í undankeppni Evrópumóts kvenna sem hefst í haust og lýkur vorið 2022. Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki af fjórum. Dregið verður í sex fjögurra liða riðla og komast tvær efstu þjóðir hvers riðils...
Mörgum Rúmenum er heitt í hamsi eftir að kvennalandslið þeirra sat eftir með sárt ennið í forkeppni Ólympíuleikana um síðustu helgi. Hafa nokkrir þeirra m.a. notað Instagram reikning norsku landsliðskonunnar Noru Mørk til þess að hella úr skálum reiði...
Leikmenn Þórs á Akureyri og Vals ríða á vaðið í upphafsleik 16. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld þegar þeir mætast í Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 18. Fleiri leikir í 16. umferðinni verða háðir annað kvöld. Fjörið í...
Tomas Svensson, fyrrverandi markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, er sterklega orðaður við starf aðstoðarþjálfara þýska 1. deildarliðsins Hannover-Burgdorf, í þýska blaðinu Bild í dag.
Svensson hefur undanfarin sjö ár verið hluti af þjálfarateymi Magdeburg en þar áður starfaði hann við...
Handknattleiksmaðurinn ungi hjá Selfossi, Hannes Höskuldsson, sleit krossband í viðureign Selfoss og Aftureldingar í Olísdeild karla á dögunum. Hann verður þar með frá keppni út þetta ár ef að líkum lætur. Hannes hefur skorað 17 mörk í Olísdeildinni í...
Ómar Ingi Magnússon átti stórleik fyrir Magdeburg í kvöld þegar liðið steig stórt skref í átt að átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld með átta marka sigri á Eurofarm Pelister, 32:24. Leikið var í Norður-Makedóníu. Ómar...
„Ég er sáttur við að fá Slóvena auk þess sem það er kostur að fá útileikinn fyrst,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, í samtali við handbolta.is um niðurstöðuna af drætti í umspilsleikina fyrir heimsmeistaramótið en dregið var...
„Líkamlega hef ég haft það betra en á móti kemur að ég er frábærum félagsskap í sóttkví með vinkonum úr Eyjum sem geta bætt nær allt upp,“ sagði Sunna Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður ÍBV. Hún var annar...