Skara HF og IK Sävehof, sem hafa á að skipa íslenskum handknattleikskonum unnu leiki sína í annarri umferð riðlakeppni sænsku bikarkeppninnar í kvöld og standa afar vel að vígi þegar tvær umferðir af fjórum eru að baki.
Aldís Ásta og...
Barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar HK hefur ráðið Ólaf Víði Ólafsson í starf yfirþjálfara handknattleiksdeildarinnar til eins árs.
Ólafur Víðir gjörþekkir félagið, segir í tilkynningu frá HK. Hefur auk þess yfir að ráða reynslu, metnað og ástríðu fyrir handboltanum og er...
Franska handknattleiksliðið Nancy, sem Elvar Ásgeirsson lék með í hálft annað ár frá 2021 til 2023, er að öllum líkindum á leið í gjaldþrot. Félaginu hefur á ný verið synjað um keppnisleyfi í næst efstu deild franska handknattleiksins í...
Þrír mánuðir eru þangað til heimsmeistaramót kvenna í handknattleik hefst í Hollandi og Þýskalandi. Undirbúningur gengur að vonum í báðum löndum enda skipulag, röð og regla eitthvað sem báðum gestgjöfum er í blóð borið. Eitt er þó með öllu...
Þýska handknattleiksliðið HC Erlangen, sem Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson leika með, vann austurríska liðið Bregenz, 35:26, í gær í Austurríki. Harðsótt hefur reynst að afla upplýsinga um hvort Andri Már og Viggó skoruðu í leiknum. Ljóst er...
Selfoss vann Aftureldingu með 11 marka mun, 35:24, í fyrsta leik liðanna á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik í kvöld í Sethöllinni á Selfossi. Heimaliðið gerði út um leikinn á síðustu tíu mínútunum. Aðeins var fimm marka munur á liðunum...
Birkir Fannar Bragason hefur verið ráðinn markmannsþjálfari meistaraflokks FH í handknattleik karla. Birkir Fannar, sem lagði skóna á hilluna í vor, tekur við starfinu af Pálmari Péturssyni sem staðið hefur vaktina síðastliðin ár. Pálmar hætti í vor að eigin...
Valur lagði Íslands- og bikarmeistara Fram með fjögurra marka mun í æfingaleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14. Þetta var síðasti æfingaleikur Valsliðsins að sinni en það heldur í æfingaferð til...
Unglingalandsliðskonan Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir hefur gengið til liðs við Selfoss frá Fjölni. Hún hefur ekkert hik á heldur er í leikmannahópi Selfoss sem mætir Aftureldingu í 1. umferð Ragnarsmótsins í handknattleik í kvöld.
Handknattleiksdeild Fjölnis segir frá því í kvöld...
Sandra Erlingsdóttir og liðsfélagar í ÍBV unnu Víkinga, 38:19, í fyrsta leik Ragnarsmóts kvenna í handknattleik í Sethöllinni í Selfossi í kvöld. Eyjaliðið var níu mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:8.
ÍBV-liðið mætti til leiks á Selfossi í kvöld...
Elmar Erlingsson og samherjar í Nordhorn-Lingen flugu áfram í aðra umferð þýsku bikarkeppninnar í kvöld með öruggum sigri á Eintracht Hildesheim í Volksbank-Arena í Hildesheim, 35:27, eftir að hafa verið sjö mörk yfir í hálfleik. Þetta var síðasti leikurinn...
Magnús Øder Einarsson fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Fram hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Hann staðfesti þetta við handbolta.is í dag. Magnús Øder hefur verið í herbúðum Fram síðan í ársbyrjun 2022 er hann kom frá Selfossi.
„Tímabilið verður...
Haukur Leó Magnússon hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við meistaraflokk karla í handbolta hjá ÍBV.
Haukur Leó er aðeins 17 ára gamall og leikur sem vinstri hornamaður, en hefur einnig sýnt mikinn styrk í varnarleiknum sem bakvörður. Hann kemur...
Fréttatilkynning frá HSÍ og íþróttafélaginu ÖspHSÍ og íþróttafélagið Ösp kynna með stolti handboltaæfingar fyrir börn og ungmenni með fatlanir. Um er að ræða skipulagðar æfingar, einu sinni í viku með frábærum þjálfurum.
Yfirþjálfari æfingana verður Sunna Jónsdóttir, þroskaþjálfi og handboltakona...
Aðeins eru þrjú ár þangað til Ólympíuleikarnir fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. Undirbúningur fyrir leikana er hafinn fyrir nokkrum árum. Bandaríkjamenn munu tjalda öllu til að vanda enda hafa leikarnir sem haldnir hafa verið þar í landi...