Noregur vann sanngjarnan sigur á íslenska landsliðinu í viðureign þjóðanna í milliriðlakeppni Evrópumóts 17 ára landsliða í Bemax Arena í Svartfjallalandi í morgun, 35:32. Íslenska liðið var marki undir í hálfleik, 18:17, eftir að hafa náð frábærum fimm marka...
Eftir miklar vangaveltur og leit að leikmanni síðustu vikur lítur út fyrir að Svíinn Casper Emil Käll verði lausnin á vanda danska úrvalsdeildarliðsins GOG. Margir leikmenn hafa verið orðaðir við liðið í sumar eftir að þýsku meistararnir Füchse Berlin...
Allir leikmenn þýska meistaraliðsins HB Ludwigsburg eru lausir undan samningum við félagið. Þeim er frjálst að fara þegar í stað enda er ljóst að félagið getur ekki staðið við einn einasta samning. Forsvarsmenn félagsins sögðu frá þessu í dag...
Með mikilli baráttu og svakalegum dugnaði tókst stúlkunum í 17 ára landsliðinu að vinna upp fimm marka forskot Serba á síðustu mínútum viðureignar liðanna í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í dag og tryggja sér annað stigið, 30:30. Serbar voru...
Ungverska stórliðið One Veszprem HC hefur fyrirvaralaust sagt upp markvarðaþjálfaranum Arpad Sterbik. Tilkynnti félagið uppsögnina í morgun. Kemur hún mörgum í opna skjöldu. Sterbik hefur verið í herbúðum One Veszprém í sjö ár, þar af síðustu fimm árin sem...
„Stefnan er að sjálfsögðu sú að vinna riðilinn þótt við vitum lítið sem ekkert um andstæðinga okkar. Langtímamarkmiðið er að ná inn í átta liða úrslit,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfara U19 ára landsliðs karla í handknattleik karla við...
Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik skoraði þrisvar sinnum þegar svissnesku meistararnir Kadetten Schaffhausen unnu þýska 2. deildarliðið HSG Konstanz, 36:28, í æfingaleik í gær. Um var að ræða fyrsta æfingaleik svissneska meistaraliðsins sem verið hefur við æfingar síðan...
Snemma á þessu ári tilkynnti Gerd Butzeck um framboð sitt til forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. Hann hefur stuðning þýska handknattleikssambandsins fyrir framboði sínu en frambjóðendur verða að hafa eitt sérsamband innan IHF á bak við sig til þess að geta...
Guðmundur Bragi Ástþórsson og Ísak Gústafsson fögnuðu sigri að loknum fyrsta æfingaleiknum með TMS Ringsted í fyrradag. Ringsted lagði Team Sydhavsøerne, 32:27. Þrátt fyrir almenna ánægju með sigurinn á samfélagsmiðlum TMS Ringsted er ekkert minnst á tölfræði úr leiknum...
Íslenska landsliðið mætir Serbíu og Noregi í milliriðlakeppni Evrópumóts 17 ára landsliða kvenna í handknattleik á mánudag og þriðjudag í Podgorica í Svartfjallalandi. Fyrri viðureignin í milliriðlum hefst klukkan 12.30 á mánudaginn. Daginn eftir verður flautað til leiks gegn...
Sautján ára landslið kvenna í handknattleik steinlá fyrir landsliði Sviss, 35:22, í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. Ísland hafnaði þar með í þriðja sæti C-riðils og tekur þátt í keppni...
Á dögunum skrifaði hin 16 ára gamla Ísabella Jórunn Müller undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Ísabella hefur undanfarin misseri verið í landsliðshópum yngri landsliða Íslands. Hún er fjölhæfur leikmaður og getur leikið jafnt sem miðjumaður og í...
Tumi Steinn Rúnarsson skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Alpla Hard tapaði með sex marka mun, 39:33, fyrir THW Kiel á æfingamóti í handknattleik karla í gær. Tryggvi Garðar Jónsson var einnig í leikmannahópi Alpla Hard...
Evrópumót kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 17 ára og yngri stendur yfir í Podgorica í Svartfjallalandi frá 30. júlí til 10. ágúst. Hér fyrir neðan er leikjadagskrá riðlakeppninnar frá 30. júlí til 2. ágúst. Ísland er á meðal þátttökuþjóða...
Áfram er haldið að orða Guðjón Val Sigurðsson þjálfara Gummersbach við stól þjálfara þýska handknattleiksliðsins THW Kiel. SportBild í Þýskalandi gerir því skóna í dag að Guðjón Valur sé efstur á óskalista forráðamanna THW Kiel næsta sumar þegar samningur...