Í Handboltahöllinni á Handboltapassanum á mánudagskvöld var 14. umferð Olísdeildar kvenna gerð upp. Toppslag ÍBV og Vals var gerður sérstök skil og farið yfir frábæra frammistöðu tveggja Valskvenna, sem unnu mjög sterkan sigur í Vestmannaeyjum.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Arna...
Hér fyrir neðan er leikjadagskrá milliriðlakeppni EM karla í handknattleik 2026. Tólf landslið standa eftir þegar milliriðlakeppnin hefst 22. janúar og skiptast þau í tvo riðla. Úrslit leikjanna verða skráð inn jafnóðum og þeim lýkur, staðan uppfærð, auk þess...
Sænski markvörðurinn frábæri Andreas Palicka hefur oft verið hetja sænska landsliðsins í handbolta. Í kvöld varð hann það ekki, aldrei þessi vant. Hann gat tryggt Svíum sigur á síðustu sekúndum gegn Ungverjum. Skot hans yfir allan leikvöllinn og í...
Króatía, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, tyllti sér á topp milliriðils 2 á Evrópumóti karla með því að leggja nágranna sína í Slóveníu að velli, 29:25, í Malmö Arena í Malmö í Svíþjóð í kvöld.
Króatía er með sex stig á...
„Þetta er bara mjög svekkjandi allt saman,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir jafntefli, 38:38, gegn Sviss á Evrópumótinu í handknattleik karla í Malmö Arena í dag. Jafntefli dró verulega úr möguleikum íslenska landsliðsins, alltént í bili, á sæti...
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Kúveit máttu sætta sig við grátlegt tap fyrir Katar, 27:26, eftir framlengdan leik í undanúrslitum Asíumóts karla í Kúveit í dag. Katar hefur unnið Asíumótið í síðustu sex skipti og mætir fyrrverandi lærisveinum...
„Það er mjög svekkjandi að ná aldrei varnarleiknum upp. Svo einhvern veginn á þeim augnablikum sem við náum honum upp erum við svolítið fljótir á okkur og töpum boltanum. Þetta liggur klárlega varnarlega í dag,“ sagði Elliði Snær Viðarsson...
„Við vorum búnir að vinna okkur til baka og eigum yfirtölu í síðustu sókninni, sem við leysum ekki nógu vel,“ sagði Viggó Kristjánsson í samtali við handbolta.is eftir svekkjandi jafntefli Íslands við Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í...
„Þetta eru gífurleg vonbrigði frá A til Ö. Varnar- og sóknarlega var þetta ekki nógu gott,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við handbolta.is eftir jafntefli Íslands gegn Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í Malmö í Svíþjóð í...
Íslenska landsliðið í handknattleik var nánast varnarlaust í dag þegar það tókst með erfiðismunum að ná jafntefli við Sviss, 38:38, í þriðja og næstsíðasta leiknum í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Malmö Arena. Varnarleikurinn var lengst af enginn frá...
Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður KA/Þórs, varð fyrir því mikla óláni að slíta krossband í hné í annað sinn á ferlinum og verður því frá keppni næsta árið eða svo.
Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA/Þórs staðfesti ótíðindin í samtali við Handkastið.
Rakel...
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handknattleik heldur sig við óbreytt lið í dag gegn Sviss frá tveimur síðustu viðureignum íslenska landsliðsins á Evrópumótinu. Andri Már Rúnarsson er áfram utan hóps og Elvar Ásgeirsson hefur ekki verið skráður til leiks.
Hópur...
Sylvía Björt Blöndal hefur gert tveggja ára samning við FH og gengur til liðs við félagið fyrir næsta keppnistímabil. Sylvía, sem er 24 ára rétthent skytta, kemur til FH frá Danmörku þar sem hún hefur spilað handbolta meðfram meistaranámi....
„Mér finnst landslið Sviss vera frábært,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik um andstæðing íslenska landsliðsins í handknattleik í leik dagsins. „Þeir hafa sýnt á sér tvær hliðar á þessu móti en þegar þeir hafa náð sínum leik...
„Fram undan er næsti úrslitaleikur hjá okkur. Við erum komnir í þá forréttindastöðu að komast í úrslitaleik og erum mjög peppaðir og spenntir fyrir leiknum við Sviss,“ sagði Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik fyrir viðureign dagsins við Sviss...