Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk í sjö skotum þegar lið hans Kadetten Schaffhausen vann HC Kriens-Luzern á heimavelli í A-deildinni í handknattleik í Sviss í gærkvöld. Óðinn Þór og félagar hafa yfirburði í deildinni, 24 stig eftir 12...
Kolstad og Runar mætast í úrslitum norsku bikarkeppninnar í handknattleik karla sunnudaginn 28. desember í Unity Arena í Bærum. Þetta varð ljóst í kvöld eftir að Kolstad lagði Elverum, 30:27, í undanúrslitum í Elverum. Á sama tíma lagði Runar...
Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir leika með Blomberg-Lippe í úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar um miðjan mars á næsta ári. Blomberg-Lippe vann stórsigur á SV Union Halle-Neustadt, 35:17, í átta liða úrslitum í kvöld á...
Bergischer HC, MT Melsungen, SC Magdeburg og Leipzig komust áfram af hinum svokölluðu Íslendingaliðum í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í karlaflokki í kvöld. Gummersbach, Hannover-Burgdorf, Nordhorn-Lingen og Elblorenz féllu úr leik en Íslendingar koma við sögu í þeim...
Arnór Atlason stýrði sínum mönnum í TTH Holstebro til öruggs sigurs á heimavelli í grannaslag við Mors-Thy í 10. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld, 41:33. Sigurinn færði Holsterbro upp í 5. sæti deildarinnar en Mors-Ty féll niður...
Valur vann afar sannfærandi sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í upphafsleik 8. umferðar Olísdeildar kvenna, 31:24, eftir að hafa náð mest níu marka forskoti, 29:20, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Valur er áfram efstur með 14...
Patrekur Smári Arnarsson hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2028. Patrekur er fæddur árið 2008 og er uppalinn ÍR-ingur. Hann þykir bráðefnilegur línumaður og er öflugur á báðum endum vallarins.Patrekur hefur einnig verið viðloðinn yngri landslið...
Eftir að hafa haft betur í deilu við þýska handknattleikssambandið og NHC Northeim hefur handknattleikslið Víðis í Garði fengið til sín Georgios Kolovos, einn af efnilegustu handboltamönnum Grikklands. Félagaskiptin rétt sluppu í gegn áður en félagaskiptaglugganum var lokað. NHC...
Aganefnd hefur úrskurðað Hallgrím Jónasson aðstoðarþjálfara kvennaliðs Stjörnunnar í tveggja leikja bann eftir því sem fram kemur í tilkynningu aganefndar í dag. Þar segir að Hallgrímur hafi hegðað sér mjög ódrengilega að loknum leik Stjörnunnar og KA/Þór í Olísdeild...
Norska meistaraliðið Kolstad hefur fengið undanþágu hjá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, til þess að leika næsta heimaleik sinn í Meistaradeild í Kolstad Arena í Þrándheimi í stað Trondheim-Spektrum. Umræddur leikur verður gegn ungverska meistaraliðinu One Veszprém.Kolstad Arena rúmar 2.500 áhorfendur...
Sara Dögg Hjaltadóttir var valin leikmaður 7. umferðar Olísdeildar kvenna af Handboltahöllinni, vikulegum þætti um Olísdeildirnar sem er á dagskrá hvert mánudagskvöld. Þetta er í annað sinn sem Sara Dögg er valin besti leikmaður umferðarinnar. Hún hreppti einnig hnossið...
Fjallað var um sigur ÍR á Haukum í Handboltahöllinni á mánudagskvöld og ekki síst beint sjónum að frammistöðu Matthildar Lilju Jónsdóttur og Söru Daggar Hjaltadóttur. Sú síðarnefnda er markahæst í Olísdeild kvenna með 73 mörk eftir sjö leiki.Myndskeið Handboltahallarinnar...
Valur hafði betur í viðureign sinni við Fram þegar ungmennalið félaganna áttust við í Grill 66-deild karla í Lamhagahöllinni í Úlfarsárdal í gærkvöld, 37:32. Staðan var 18:15 að loknum fyrri hálfleik, Val í vil.Mörk Fram 2: Alex Unnar Hallgrímsson...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, náði sér ekki á strik í gærkvöld þegar lið hans, Skanderborg, tapaði með 11 marka mun fyrir Nordsjælland í upphafsleik 10. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Donni, skoraði eitt mark úr þremur skotum og átti...
Ekki tókst Fjölni að verða fyrsta liðið til þess að leggja stein í götu HK í Grill 66-deild kvenna á þessari leiktíð er liðin mættust í Kórnum í kvöld í 7. umferð deildarinnar. Eftir hörkuleik lengi vel var HK-liðið...