Fréttir

- Auglýsing -

Á köflum lékum við mjög vel, bæði í vörn og sókn

„Ég var ánægður með frammistöðu okkar lengst af leiksins. Á köflum lékum við mjög vel, bæði í vörn og sókn,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í viðtali við handbolta.is í kvöld eftir 12 marka tap Fram fyrir FC Porto,...

Tólf marka tap var óþarflega stórt

Fram tapaði fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í kvöld, 38:26, í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. Staðan í hálfleik var 16:11. Eftir góðan leik í 45 mínútur varð tapið í stærra lagi hjá Fram sem tapaði niður...

Málskotsnefnd gerð afturreka með erindi

Hin nýja málskotsnefnd HSÍ var gerð afturreka með erindi sem hún lagði inn til aganefndar HSÍ á dögunum vegna þess að erindið barst of seint, segir í úrskurði aganefndar HSÍ í dag. Sex sólarhringar liðu frá leikbroti og þangað...
- Auglýsing -

Evrópudeild karla “25 – riðlakeppni 32-liða – 1. umferð, úrslit

Riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla hófst í kvöld. Alls taka 32 lið þátt í fyrstu umferðinni. Þeim er skipt í átta fjögurra liða riðla. Leikið verður heima og heiman. Síðasta umferðin verður þriðjudaginn 2. desember en áður verður leikið...

Dæma í Hollandi og Þýskalandi næstu daga

Nóg verður að gera við dómgæslu utanlands næstu vikuna hjá handknattleiksdómurunum Svavari Ólafi Péturssyni og Sigurði Hirti Þrastarsyni. Þeir eiga fyrir höndum tvo leiki. Fyrri viðureignin fram fer í Hertogenbosch í Hollandi á fimmtudagskvöld þegar landslið Hollands og Ítalíu...

Myndskeið: Skotsýning Birkis Snæs í Eyjum

„Þetta var bara skotsýning,“ sagði Hörður Magnússon umsjónarmaður Handboltahallarinnar í þætti gærkvöldsins þegar rætt var um frammistöðu Birkis Snæs Steinssonar leikmanns Hauka gegn ÍBV í Eyjum á sunnudaginn í 6. umferð Olísdeildar karla.Birkir Snær skoraði 10 mörk í 12...
- Auglýsing -

Heimsklassa lið sem sækir Framara heim

„Framundan er krefjandi leikur, það er bara staðreyndin enda er andstæðingurinn með heimsklassa lið,“ segir Einar Jónsson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram um væntanlega viðureign við portúgalska liðið FC Porto í Lambhagahöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og...

Myndskeið: „Þetta er ökklabrjótur“

Birna María Unnarsdóttir ungur leikmaður ÍBV skoraði glæsilegt mark gegn Haukum í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna á Ásvöllum í 5. umferð. Hún lék Söru Odden upp úr skónum og komst á auðan sjó og skoraði.„Þetta er ökklabrjótur fyrir...

Evrópuævintýri Framara hefst heima í kvöld

Fram leikur í kvöld fyrsta leik sinn af sex í riðlakeppni 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Íslands- og bikarmeistararnir taka á móti FC Porto í Lambhagahöllinni kl. 18.45. Með FC Porto leikur Mosfellingurinn og landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson...
- Auglýsing -

Molakaffi: Babić, Temelkovski, Lyse, Kirkegaard, Bregar

Željko Babić fyrrverandi landsliðsþjálfari Króatíu í handknattleik hefur tekið við þjálfun Zamalek í Egyptalandi. Forsvarsmenn Zamalek ráku óvænt Frakkann Franck Maurice í miðri keppni á heimsmeistaramóti félagsliða í upphafi þessa mánaðar. Maurice hafði aðeins verið þrjá mánuði í starfi...

Þjálfari Tjörva Týs og félaga axlar sín skinn

Tjörvi Týr Gíslason og samherjar hjá þýska 2. deildarliðinu HC Oppenweiler/Backnang eiga von á að fá nýjan þjálfara á morgun vegna þess að Stephan Just var vikið frá störfum í dag. Just hefur þjálfað HC Oppenweiler/Backnang í rúmt ár...

FH-ingar fóru heim með bæði stigin

Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig út úr þremur síðustu leikjum sínum í Olísdeildinni þá tókst FH að leggja lið Selfoss, 33:28, í upphafsleik 7. umferðar í Sethöllinni í kvöld. Sigur FH-inga var sannfærandi. Þeir voru sterkari í...
- Auglýsing -

Í annað sinn valinn í lið umferðarinnar á tímabilinu

Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er í úrvalsliði sjöundu umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið tekið saman eftir hverja umferð á opinberri heimasíðu dönsku úrvalsdeildanna. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Donni er í liði umferðarinnar...

Bjarni Ófeigur er markahæstur í Olísdeild

KA-maðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson er markahæstur í Olísdeild karla þegar sex umferðum af 22 er lokið. Hann hefur skoraði 55 mörk, liðlega 9 mörk að jafnaði í hverjum leik KA-liðsins sem situr í þriðja til fjórða sæti Olísdeildar með...

Kolstad er efst – Íslendingar í Noregi

Kolstad tyllti sér í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki í gær með öruggum sigri á ØIF Arendal, 42:30, í sjöttu umferð deildarinnar. Leikið var á heimavelli ØIF Arendal sem var sjö mörkum undir í hálfleik, 21:14. Kolstad hefur...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -