- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

EM karla 2026 – úrslit, staðan og leiktímar

Evrópumót karla í handknattleik fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar 2026. Íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuliða og er í F-riðli með landsliðum Ítalíu, Póllands og Ungverjalands. Hér fyrir neðan er riðlaskiptingin, leikstaðir,...

Katla María og liðsfélagar áfram með fullt hús stiga

Katla María Magnúsdóttir og liðsfélagar hennar í Holstebro virðast stefna rakleitt upp í dönsku úrvalsdeildina. Í dag vann liðið auðveldan útisigur á Aarhus, 32:18, í 13. umferð B-deildarinnar og er enn á toppnum með fullt hús stiga. Holstebro er með...

Nokkrir leikmenn og dómarar sem verða ekki með á EM

Nokkrir þekktir handknattleiksmenn verða að gera sér að góðu að fylgjast með Evrópumótinu í janúar heima í stofu, vegna meiðsla eða sökum þess að þeir hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfara. Frakkland: Nedim Remili.Danmörk: Emil Madsen, Thomas Arnoldsen.Svartfjallaland: Nebojsa Simic,...
- Auglýsing -

Valur endurheimti toppsætið með stórsigri

Valur tyllti sér aftur á toppinn í Olísdeild kvenna með stórsigri á KA/Þór, 31:16, í 13. Umferð deildarinnar í N1 höllinni á Hlíðarenda í dag. Valur jafnaði ÍBV að stigum á toppnum, bæði eru með 22 stig en Valur vann...

Dana drjúg sem fyrr í öruggum sigri

Dana Björg Guðmundsdóttir, fyrirliði Volda, átti góðan leik fyrir liðið þegar það heimsótti Storhamar 2 í norsku B-deildinni og vann auðveldlega, 31:22, í 14. umferð deildarinnar í dag. Dana Björg skoraði þrjú mörk fyrir Volda og gaf auk þess tvær...

Annar stórsigur og lærisveinar Arons í milliriðil

Kúveit undir stjórn Arons Kristjánssonar vann geysilega öruggan sigur á Hong Kong, 39:25, í annarri umferð forkeppni HM 2026 í C-riðli Asíumótsins í Kúveit í dag. Með sigrinum tryggði Kúveit sér sæti í milliriðli. Næst mætir Kúveit liði Sameinuðu arabísku...
- Auglýsing -

„Færeyjar með bestu stuðningsmenn í heimi“

Elias Ellefsen á Skipagøtu fer ekki ofan af því að stuðningsmenn færeyska landsliðsins í handknattleik séu þeir bestu í heimi. Færeyjar knúðu fram dramatískt 28:28 jafntefli gegn Sviss í fyrstu umferð D-riðils Evrópumótsins í Unity Arena í Bærum í Noregi...

Þessum leik mun ég aldrei gleyma

„Ég held að maður muni aldrei gleyma þessum leik, fyrsta markinu á stórmóti og allri þessari stemningu,“ sagði Andri Már Rúnarsson sem lék sinn fyrsta landsleik á stórmóti í gærkvöld þegar íslenska landsliðið vann Ítalíu, 39:26. Andri Már lék...

Handboltahöllin: Snyrtileg vippa

Elísa Elíasdóttir skoraði fallegt mark fyrir Val í öruggum sigri á Fram í 12. umferð Olísdeildar kvenna í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal síðastliðinn laugardag. Handboltahöllin, vikulegur þáttur á mánudagskvöldum, sýndi frá markinu sem Elísa skoraði eftir einkar vel útfærða skyndisókn. Myndskeið af...
- Auglýsing -

Myndskeið: Elliði reyndi sig við pólsku

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, birti í gær skemmtilegt myndskeið af leikmönnum F-riðils Evrópumóts karla þar sem þeir reyna að bera fram erfið orð úr tungumálum þjóða hverrar annarrar. Elliði Snær Viðarsson fær það hlutverk að reyna að bera fram langt pólskt...

Einar Þorsteinn er ennþá frá vegna veikinda

Einar Þorsteinn Ólafsson æfði ekkert með íslenska landsliðinu í handknattleik karla í Kristianstad í dag. Ekki er útlit fyrir að hann verði klár í slaginn gegn Pólverjum á morgun. Einar Þorsteinn veiktist í fyrrakvöld og hefur verið settur í...

Pólverji í tveggja leikja bann á EM

Pólverjinn Wiktor Jankowski verður fjarri góðu gamni þegar pólska landsliðið mætir íslenska landsliðinu í annarri umferð riðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Kristianstad Arena á morgun klukkan 17. Jankowski fékk beint rautt spjald fyrir grófa óíþróttamannslega framkomu á 34....
- Auglýsing -

Allt fyrir stuðningsmenn í skyndiverslun í Kristianstad

Opnuð hefur verið svokölluð pop-up verslun í miðbæ Kristianstad, nánar tiltekið í Östra Storgatan 38. Verslunin er í samstarfi við HSÍ og þeirra sem halda búðinni opinni. Opið er alla helgina. Frá versluninni er u.þ.b. sjö mínútna ganga að...

Þrír stærstu sigrarnir á EM hafa unnist í Svíþjóð

Íslenska landsliðið í handknattleik hefur aldrei unnið stærri sigur í leik í lokakeppni Evrópumóts karla en í gær þegar Ítalir voru lagðir að velli með 13 marka mun, 39:26, í Kristianstad Arena. Þrír stærstu sigrar íslenska landsliðsins á EM...

Myndasyrpa: Lífið er yndislegt

Nærri 3.000 Íslendingar skemmtu sér konunglega í Kristianstad Arena fyrir, eftir og á meðan viðureign Íslands og Ítalíu stóð í gærkvöld. Að viðureigninni lokinni sameinuðust allir og sungu saman; Lífið er yndislegt, af slíkum innileika að það lét fáa...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -