- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

EM karla 2026 – milliriðlar – leikir, úrslit, staðan, leiktímar

Hér fyrir neðan er leikjadagskrá milliriðlakeppni EM karla í handknattleik 2026. Tólf landslið standa eftir þegar milliriðlakeppnin hefst 22. janúar og skiptast þau í tvo riðla. Úrslit leikjanna verða skráð inn jafnóðum og þeim lýkur, staðan uppfærð, auk þess...

Erum komnir í forréttindastöðu á mótinu

„Fram undan er næsti úrslitaleikur hjá okkur. Við erum komnir í þá forréttindastöðu að komast í úrslitaleik og erum mjög peppaðir og spenntir fyrir leiknum við Sviss,“ sagði Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik fyrir viðureign dagsins við Sviss...

Óvissa ríkir um fjölda Íslendinga í dag

Óvissa ríkir um hversu margir íslenskir stuðningsmenn verða á viðureign Íslands og Sviss á Evrópumótinu í handknattleik karla í Malmö Arena. Talið er víst að þeir verði færri en í viðureigninni við Svía á sunnudagskvöld en þá var talið...
- Auglýsing -

Hugurinn var strax kominn á næsta leik

„Við vorum fljótir að ná okkur niður eftir sigurleikinn á Svíum. Þegar lagst var út af var hugurinn strax kominn á næsta leik,“ sagði Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður í handknattleik í gær. Arnar Freyr verður í eldlínunni með félögum...

Spánverjarnir dæma aftur hjá íslenska landsliðinu

Spánverjarnir Andreu Marín og Ignacio Garcia dæma viðureign Íslands og Sviss á Evrópumótinu í handknattleik í dag. Þetta verður annar leikur þeirra með íslenska landsliðinu á mótinu. Þeir dæmdu einnig viðureign Íslands og Ítalíu í fyrstu umferð riðlakeppni EM...

Verður mjög óþægilegur andstæðingur

„Ég hlakka til að takast á við næsta andstæðing, Sviss, sem hefur leikið vel á mótinu og haft yfirhöndina í flestum viðureignum sínum en átt það til að missa forskotið niður undir lok leikja,“ segir Janus Daði Smárason sem...
- Auglýsing -

Fimmtán marka sigur hjá Lenu Margréti og félögum

Lena Margrét Valdimarsdóttir og liðsfélagar í sænska meistaraliðinu Skara HF unnu Kungälvs HK, 35:21, í 15. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Lena Margrét skoraði þrjú mörk í fimm skotum auk þess að gefa tvær stoðsendingar. Skara HF situr í...

Danir fyrstir í undanúrslit – Alfreð kom mörgum á óvart

Danir voru fyrstir til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumóts karla í handknattleik. Þeir lögðu Þjóðverja örugglega, 31:26, í síðasta leik næstsíðustu umferðar milliriðla eitt í Jyske Bank Boxen í Herning. Danska liðið hefur sex stig eins...

Spánverjar lögðu stein í götu Frakka

Spánverjar settu strik í reikning Frakka í kvöld í milliriðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik er þeir lögðu granna sína á sannfærandi hátt, 36:32, í Jyske Bank Boxen. Úrslitin kunna að verða til þess að Evrópumeistarar Frakka komist ekki í...
- Auglýsing -

Njósnaði um Norðmenn – lá á hleri í leikhléi

Einkennilegt atvik átti sér stað í síðasta leikhléi sem tekið var í viðureign Noregs og Portúgal á Evrópumóti karla í handknattleik þegar einn leikmanna portúgalska liðsins, Miguel Neves, gerðist njósnari. Hann lagði spjaldtölvu upp á að öðru eyra sínu...

Jafntefli sem kom að litlum notum

Jafntefli Norðmanna og Portúgala, 35:35, í 3. umferð millriðils eitt á Evrópumóti karla í handknattleik í dag kom hvorugu liðinu að verulegu gagni í kapphlaupinu um sæti í undanúrslitum mótsins og e.t.v. heldur ekki í baráttu um þriðja sæti...

Króatar eru vonsviknir út í gestgjafana – velta fyrirkomulaginu fyrir sér

Króatar eru ekki síður vonsviknir en Svíar yfir stórsigri íslenska landsliðsins, 35:27, á sænska landsliðinu á Evrópumótinu í handknattleik karla í gær. Stórtap Svía, kom illa við króatíska landsliðið og veldur því að það, þrátt fyrir að vera með...
- Auglýsing -

Palicka aðstoðaði Elliða í gær – tuskaðist við hann í Gautaborg – myndir

Elliði Snær Viðarsson lék ekkert í síðari hluta viðureignarinnar við Svía á Evrópumótinu í handknattleik í gær eftir að hann fékk sinardrátt í hægri kálfann. Naut hann m.a. fyrst aðhlynningar frá Andreas Palicka, markverði sænska landsliðsins, sem sýndi á...

Viggó er laskaður en verður með gegn Sviss

„Viggó er laskaður eftir leikinn í gær en hann verður með á morgun. Við fylgjumst bara grannt með honum og höldum honum í meðhöndlun hjá okkar sjúkraþjálfurum allan sólarhringinn ef því er að skipta,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari...

Guðjón Valur leiðbeindi sænskum þjálfurum

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Vfl Gummersbach og fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik var einn þriggja þjálfara á námskeiði sem sænska handknattleikssambandið hélt í Malmö um nýliðna helgi. Um 200 handboltaþjálfarar sóttu námskeiðið. Samhliða ferð sinni til Malmö sá Guðjón Valur...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -