Áfram er IK Sävehof með landsliðskonuna Elínu Klöru Þorkelsdóttur á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld lagði IK Sävehof liðskonur Kungälvs HK, 35:24, á heimavelli í upphafsleik 14. umferðar. Elín Klara skoraði sex mörk og var næstmarkahæst...
Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir létu allar mikið til sín taka í kvöld þegar lið þeirra, Blomberg-Lippe, sótti heim TuS Metzingen til suðurhluta Þýskalands og vann stórsigur, 32:19, eftir að hafa verið fjórum...
Nokkrir þekktir handknattleiksmenn verða að gera sér að góðu að fylgjast með Evrópumótinu í janúar heima í stofu, vegna meiðsla eða sökum þess að þeir hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfara.
Frakkland: Nedim Remili.Danmörk: Emil Madsen, Thomas Arnoldsen.Svartfjallaland: Nebojsa Simic.Slóvenía:...
Áhuginn fyrir komu Íslendinga til sænska bæjarins Kristianstad á Skáni er svo mikill að helsta dagblað bæjarins, Kristianstadbladet, hefur gefið út 16-síðna glæsilegt EM-blað sem allt er ritað á íslensku. Þar er mótið kynnt frá A til Ö fyrir...
Króatíski markvörðurinn Dominik Kuzmanovic gengur til liðs við Íslendingalið SC Magdeburg frá öðru Íslendingaliði, Vfl Gummersbach, í sumar. Kuzmanovic mun mynda markvarðapar með landa sínum Matej Mandic.
Tveir af markvörðum Magdeburg róa á önnur mið í sumar. Í dag tilkynnti...
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik, er fullur tilhlökkunar fyrir Evrópumótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð sem hefst á morgun. Alfreð er sérstaklega ánægður með leikmannahóp sinn.
„Við höfum beðið lengi eftir því að mótið byrji loksins. Ég tel...
Vuko Borozan, hægri skytta frá Svartfjallalandi, hefur komist að samkomulagi við norðumakedónska félagið RK Vardar 1961 að rifta samningi hans tafarlaust.
Borozan verður í eldlínunni með Svartfjallalandi á Evrópumótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, sem hefst á morgun. Svartfjallaland er...
Spænska félagið Barcelona hefur mikinn áhuga á að klófesta portúgalska ungstirnið Kiko Costa, sem væri hugsaður sem arftaki franska handknattleikssnillingsins Dika Mem.
Mem fer til Þýskalandsmeistara Füchse Berlín sumarið 2027 og vill Barcelona hafa vaðið fyrir neðan sig þegar kemur...
Guðmundur Þórður Guðmundsson fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur og Íslands í handknattleik gefur lítið fyrir gagnrýni í sinn garð sem kemur fram í nýrri heimildarmynd um danska karlalandsliðið sem ber heitið Gullnu kynslóðirnar.
Guðmundur Þórður þjálfaði danska landsliðið frá 2014 og 2017...
Amalie Frøland, markvörður ÍBV, er leikmaður 12. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik að mati Handboltahallarinnar, vikulegs þáttar um handbolta sem er á dagskrá Símans á mánudagskvöldum. Frøland átti stórleik í marki ÍBV í 23:20 sigri á Haukum í Vestmannaeyjum...
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, línumaður Vals, er með samningstilboð á borðinu frá pólska félaginu GE Wybrzeże Gdansk. Hann fór á dögunum út til Gdansk til að skoða aðstæður og æfa með liðinu.
„Ég tók tvær æfingar með þeim. Það gekk bara...
Ída Bjarklind Magnúsdóttir leikur ekki meira með Selfossi á yfirstandandi tímabili þar sem hún er barnshafandi. Tilkynnti hún um gleðitíðindin á Instagram aðgangi sínum í gær.
Ída, sem er 26 ára vinstri skytta, hefur verið í stóru hlutverki hjá Selfossi...
Elias Ellefsen á Skipagøtu, stærsta stjarna Færeyja, mun koma til með að vera í minna hlutverki en ella á Evrópumótinu vegna þrálátra axlarmeiðsla sem hafa plagað hann undanfarnar vikur.
Færeyjar leika í D-riðli í Ósló í Noregi ásamt Slóveníu, Svartfjallalandi...
Þóra Hrafnkelsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna að láni frá Haukum út yfirstandandi tímabil. Þetta tilkynnti handknattleiksdeild Stjörnunnar á samfélagsmiðlum í morgun.
Þóra er 19 ára gömul og leikur sem vinstri hornamaður. Hún lék níu leiki og skoraði eitt...
Evrópumót karla í handknattleik fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar 2026. Íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuliða og er í F-riðli með landsliðum Ítalíu, Póllands og Ungverjalands.
Hér fyrir neðan er riðlaskiptingin, leikstaðir,...