Natasja Hammer, færeyskur leikmaður Stjörnunnar, átti frábæran leik fyrir liðið þegar það laut í lægra haldi fyrir Fram í 13. umferð Olísdeildarinnar í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í síðustu viku.
Handboltahöllin, vikulegur þáttur á mánudagskvöldum, tók saman helstu tilþrif Natösju í...
Í Handboltahöllinni, vikulegum þætti á mánudagskvöldum á Handboltapassanum, var 13. umferð Olísdeildar kvenna gerð upp.
ÍBV hafði betur gegn ÍR í stórleik umferðarinnar og Valur hélt sínu striki með stórsigri gegn KA/Þór þar sem Hafdís Renötudóttir var með 55% hlutfallsmarkvörslu...
Nikolaj Jacobsen, þjálfari heimsmeistara Danmerkur, viðurkenndi að Portúgal hafi átt sigurinn skilið í leik liðanna í lokaumferð B-riðils Evrópumóts karla í Herning í Danmörku í gærkvöldi. Portúgal vann riðilinn og tekur tvö stig með sér í milliriðil en Danmörk...
„Ég hef ekki lagt í vana minn að hafa ekki skoðun á dómurum eftir leiki. Mér finnst það ákveðinn ósiður að gagnrýna dómara strax eftir leiki þótt stundum langi mann að segja eitthvað,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í...
Markakóngur Olísdeildar karla á síðasta tímabili, Baldur Fritz Bjarnason, hefur ákveðið að kveðja ÍR í sumar og ganga til liðs við efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, IFK Kristianstad. Baldur Fritz hefur skrifað undir tveggja ára samning að því er fram...
Andri Erlingsson leikmaður ÍBV hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Kristianstad. Hann fer til félagsins í sumar. Andri lék fyrst með ÍBV 16 ára gamall en hefur síðan vaxið fiskur um hrygg og er nú...
Fréttatilkynning frá HSÍ vegna leikja í milliriðli á EM karla í handknattleik.
Það er stutt í milliriðil og miðar fara hratt
Ísland tryggði sér tvö stig upp í milliriðil með sigri á Ungverjalandi í gærkvöld. Mikill áhugi hefur verið meðal...
Átján leikmenn eru í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í Evrópumótinu sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í janúar 2026. Helstu upplýsingar um þá er að finna hér fyrir neðan. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður við Ítalíu...
„Allir sigrar eru sætir en þessi var sætari af því að leikurinn var stál í stál frá upphafi,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Ungverjum, 24:23, í lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins...
Sigur Íslands gegn Ungverjalandi í lokaumferð F-riðils Evrópumóts karla í Kristianstad Arena í kvöld var einkar sætur.
Ungverjar hafa reynst Íslendingum erfiðir í gegnum árin og vannst fjórði sigurinn í níundu viðureign þjóðanna á Evrópumótum í kvöld.
Ungverjagrýlan kveðin niður í...
Hér fyrir neðan er leikjadagskrá milliriðlakeppni EM karla í handknattleik 2026. Tólf landslið standa eftir þegar milliriðlakeppnin hefst 22. janúar og skiptast þau í tvo riðla. Úrslit leikjanna verða skráð inn jafnóðum og þeim lýkur, staðan uppfærð, auk þess...
„Þetta var bara seiglusigur, vinnusigur. Það var fínt að klára þetta. Það var svona aðalatriðið,“ sagði Ómar Ingi Magnússon við handbolta.is eftir frækinn 24:23 sigur á Ungverjalandi í lokaumferð F-riðils Evrópumótsins í Kristianstad í kvöld.
Leikurinn einkenndist af gífurlegri baráttu,...
Evrópumót karla í handknattleik fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar 2026. Íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuliða og er í F-riðli með landsliðum Ítalíu, Póllands og Ungverjalands.
Hér fyrir neðan er riðlaskiptingin, leikstaðir,...
Sigurinn á Ungverjum kann að hafa verið íslenska landsliðinu dýr vegna þess að Elvar Örn Jónsson meiddist á vinstri handlegg undir lok fyrri hálfleiks og kom ekkert meira við sögu. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sagði við handbolta.is eftir leikinn...
Slóvenía lagði Færeyjar að velli, 30:27, í lokaumferð D-riðils Evrópumóts karla í Unity Arena í Bærum í Noregi í kvöld. Slóvenía vann riðilinn með fullu húsi stiga en Færeyjar sitja eftir með sárt ennið og eru úr leik.
Slóvenía tekur...