- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

EM karla 2026 – milliriðlar – leikir, úrslit, staðan, leiktímar

Hér fyrir neðan er leikjadagskrá milliriðlakeppni EM karla í handknattleik 2026. Tólf landslið standa eftir þegar milliriðlakeppnin hefst 22. janúar og skiptast þau í tvo riðla. Úrslit leikjanna verða skráð inn jafnóðum og þeim lýkur, staðan uppfærð, auk þess...

Danir eru á réttri leið eftir sigur á Spánverjum

Danir geta áfram verið þokkalega bjartsýnir um sæti í undanúrslitum Evrópumóts karla í handknattleik eftir sigur á Spánverjum, 36:31, í annarri umferð milliriðlakeppninnar í kvöld. Þetta var í fyrsta sinn í sögu EM karla sem spænskt landslið tapar þremur...

Hafdís lokaði markinu í Eyjum

Stórleikur Hafdísar Renötudóttur skóp tólfta sigur Vals í Olísdeild kvenna á leiktíðinni er liðið sótti ÍBV heim í dag og vann með fimm marka mun, 27:22, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:9. Hafdís...
- Auglýsing -

Elvar Örn verður fjarverandi næstu 8 vikur

Elvar Örn Jónsson verður frá keppni í a.m.k. tvo mánuði eftir að hann handarbrotnaði í lok fyrri hálfleiks í viðureign Íslands og Ungverjalands á þriðjudaginn. Félagslið hans, Evrópumeistarar SC Magdeburg, greina frá meiðslum Elvars Arnar og fjarveru hans. Elvar Örn...

Myndasyrpa: Ísland – Króatía, 29:30

Að vanda fylgdi Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari íslenska landsliðinu eftir í gær þegar það lék við Króatíu á Evrópumótinu í handknattleik. Leikurinn tapaðist með eins marks mun, 30:29. Hafliði tapaði ekki þræðinum né fókusnum frekar en fyrri í viðureignum Íslands...

Áfram heldur Grótta að elta HK eins og skugginn

Grótta heldur áfram að elta HK, topplið Grill 66-deildar kvenna, eins og skugginn. Gróttukonur sóttu Fram 2 heim í Úlfarsárdal í gærkvöld og unnu öruggan sigur, 31:25, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:12. Grótta...
- Auglýsing -

Handboltahöllin: Tölfræðin hennar er galin

Ásbjörn Friðriksson og Einar Ingi Hrafnsson, sérfræðingar Handboltahallarinnar á Handboltapassanum, hrósuðu Ásdísi Höllu Hjarðar í hástert fyrir frábæra frammistöðu hennar í liði ÍBV þegar Eyjakonur unnu ÍR í 13. umferð Olísdeildarinnar. „Dugnaðurinn í henni, þarna eyðileggur hún hraðaupphlaup með því...

Anton og Jónas dæma næsta leik hjá Alfreð

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson standa í stórræðum á Evrópumótinu í handknattleik í kvöld þegar þeir dæma viðureign Þýskalands og Noregs í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku klukkan 19.30. Þetta er fyrsti leikurinn sem þeir...

Myndasyrpa: Íslendingar fjölmenntu á fyrsta leik

Íslendingar fjölmenntu í Malmö Arena í gær og studdu dyggilega við bakið á íslenska landsliðinu þegar það mætti Króötum í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins. Því miður dugði stuðningurinn ekki til þess að koma í veg fyrir tap Íslands í...
- Auglýsing -

Hættir ekki fyrr en dagar hans verða taldir

Daninn Per Bertelsen, sem árum saman sat í framkvæmdastjórn Alþjóða handknattleikssambandsins, segist ekki hafa trú á að Hassan Moustafa forseti Alþjóða handknattleikssambandsins láti af embætti fyrr en dagar hans í þessari jarðvist verða taldir. Moustafa, sem verður 82 ára...

Ómar Ingi er sá sjöundi í 100 marka klúbbinn á EM

Ómar Ingi Magnússon fyrirliði íslenska landsliðsins varð í gær sjöundi íslenski handknattleiksmaðurinn til þess að skora meira en 100 mörk fyrir landsliðið í lokakeppni Evrópumóts í handknattleik. Ómar Ingi skoraði átta mörk í leiknum og hefur þar með gert...

Handboltahöllin: Jólin hafa farið vel í okkar konu

Ekki var hjá því komist að ræða frammistöðu Hafdísar Renötudóttur í Handboltahöllinni á Handboltapassanum á mánudagskvöld. Hafdís varði 16 skot og var með 55% hlutfallsmarkvörslu í stórsigri Vals á KA/Þór í 13. umferð Olísdeildarinnar. „Hún er náttúrlega búin að vera...
- Auglýsing -

Svíar einir efstir að lokinni fyrstu umferð

Svíar sitja einir í efsta sæti milliriðils tvö á Evrópumóti karla í handknattleik að lokinni fyrstu umferð. Svíar lögðu Slóvena, 35:31, í Malmö Arena í kvöld. Slóvenar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:16. Svíar skoruðu þrjú fyrstu mörk...

Hvorugt liðið gat skorað sigurmarkið

Sviss og Ungverjaland skildu jöfn, 29:29, í milliriðli Íslands á Evrópumótinu í handknattleik karla í Malmö Arena í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur og til þess að undirstrika það þá tókst hvorugu liðinu að höggva á hnútinn síðustu tæplega...

Alltaf vonbrigði að tapa – sama hvaða leikur það er

„Það eru alltaf vonbrigði að tapa leik, sama hvaða leikur það er. Mér fannst leikurinn hins vegar ekkert lélegur af okkar hálfu, við gerðum margt mjög vel en það vantaði herslumuninn upp á hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -