- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Arndís Áslaug skrifar undir nýjan samning hjá Gróttu

Arndís Áslaug Grímsdóttir hefur framlengt leikmannasamninginn sinn við handknattleiksdeild Gróttu út tímabilið 2028. Arndís er 18 ára gömul og leikur sem línumaður. Hún hefur verið í lykilhlutverki í 3.flokki kvenna undanfarin ár en Gróttuliðið hefur ekki tapað leik á...

Jólagjafir

Vegna frétta í stærri fjölmiðlum landsins um jólagjafir til starfsmanna fyrirtækja vill Snasabrún ehf, útgefandi handbolti.is, koma eftirfarandi á framfæri: „Snasabrún ehf, útgefandi handbolti.is, gaf fyrir jólin ólaunuðum velunnara 30 þúsund kr. gjafabréf til úttektar á veitingastöðum. Eini starfsmaður handbolta.is verður...

Haukur hefur gefið flestar stoðsendingar í Þýskalandi

Haukur Þrastarson hefur verið aðsópsmikill fram til þessa á sínu fyrsta keppnistímabili í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þegar tímabilið er u.þ.b. hálfnað hefur Haukur gefið flestar stoðsendingar allra leikmanna deildarinnar, alls 94 í 18 leikjum, rúmlega 5 sendingar...
- Auglýsing -

Ómar Ingi er fjórði markahæstur

Fimm íslenskir handknattleiksmenn eru á meðal 35 markahæstu leikmanna þýsku 1. deildarinnar í handknattleik nú um stundir. Ómar Ingi Magnússon er þeirra hæstur með 133 mörk, 44 mörkum á eftir Dananum Mathias Gidsel sem er efstur. Gidsel hefur leikið...

Þingið var farsi og handboltanum til skammar

Andreas Michelmann, forseti þýska handknattleikssambandsins, er ómyrkur í máli eftir þing Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, sem lauk á sunnudaginn í Kaíró. Hann segir þingið hafa verið farsa og alþjóðlegum handknattleik til minnkunar. Þýska handknattleikssambandið studdi dyggilega framboð Gerd Butzeck til forseta...

Molakaffi: Halilcevic, Mikler, Palicka, Svensson

Hin bosnísksættaða danska landsliðskona, Elma Halilcevic, hefur framlengt samning sinn við meistaraliðið Odense Håndbold. Hún hefur leikið með liðinu síðustu tvö ár en var áður með uppeldisfélagi sínu, Esbjerg, auk stuttrar dvalar hjá Nykøbing Falster. Markvörðurinn þrautreyndi, Roland Mikler, er...
- Auglýsing -

GLEÐILEG JÓL

Handbolti.is óskar lesendum sínum, auglýsendum og öðrum sem styðja við bakið á útgáfunni, gleðilegra jóla og farsældar með ósk um að allir megi njóta friðsældar og hamingju yfir hátíðina. Yfir bústað ykkar breiði árog friður vængi sína!Jólin þangað ljúfust leiðiljós,...

Elmar og félagar skelltu í lás í síðari hálfleik

Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen unnu Eulen Ludwigshafen, 26:20, í 2. deild þýska handknattleiksins í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Ludwigshafen sem var marki yfir í hálfleik, 13:12. Nordhorn er áfram í 5. sæti deildarinnar með 23 stig...

Ítalska landsliðið sem mætir Íslandi hefur verið valið

Bob Hanning, landsliðsþjálfari Ítalíu í handknattleik karla, hefur valið 20 leikmenn sem hefja æfingar fyrir Evrópumótið 2. janúar í Trieste. Ítalska landsliðið verður fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Kristianstad Arena föstudaginn 16. janúar. Ítalska landsliðið tekur þátt í...
- Auglýsing -

Arnar Daði leystur frá störfum

Arnari Daða Arnarssyni var í gær sagt upp starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Olísdeildarliði Stjörnunnar. Frá þessu er sagt á vef Handkastsins en Arnar Daði er annar ritstjóri fréttamiðilsins. Arnar Daði hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar frá sumrinu 2024...

Annað tapað stig í 18 leikjum

Hendrik Pekeler tryggði THW Kiel annað stigið í hörkuleik við meistara SC Magdeburg, 26:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld er leikið var í Magdeburg að viðstöddum 6.600 áhorfendum í GETEC Arena í Magdeburg. Þetta var aðeins annað...

Ólafur Brim hefur samið við ítalskt félagslið

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Brim Stefánsson er sagður hafa samið við ítalska handknattleiksliðið Junior Fasano sem er með bækistöðvar á suðausturhluta landsins. Frá þessu segir á Handkastinu en Ólafur Brim hefur síðustu vikur leikið með Stjörnunni í Olísdeildinni. Samningur Ólafs við ítalska...
- Auglýsing -

Selfoss hefur fengið liðsauka frá Noregi

Handknattleikslið Selfoss í Olísdeild kvenna hefur krækt í liðsauka fyrir síðari hluta átakanna í deildinni. Í morgun var tilkynnt að Marte Syverud frá Noregi hefði samið við lið félagsins til loka leiktíðarinnar. Systir hennar, Mia Kristin, hefur leikið með...

Jólafrí í þýsku deildinni á næsta ári

Leikið verður í tveimur efstu deildum karla í Þýskalandi á milli jóla og nýárs og einnig verður þá þráðurinn tekinn upp í efstu deild kvenna eftir hlé síðan fyrir heimsmeistaramót. Frank Bohmann framkvæmdastjóri þýsku deildarkeppninnar í karlaflokki segir að...

Sandra hefur gefið flestar stoðsendingar

Sandra Erlingsdóttir í ÍBV er sá leikmaður Olísdeildar kvenna sem gefið hefur flestar stoðsendingar í leikjum fyrstu 11 umferða deildarinnar. Sandra er skráð með 71 sendingu, eða 6,5 sendingar að jafnaði í hverjum leik. Sandra ber höfuð og herðar...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -