- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Fimmtán marka sigur Hauka

Haukar unnu sannkallaðan stórsigur á KA/Þór í Kuehne+Nagel-höllinni á Ásvöllum í dag, 35:20, og fóru upp í 5. sæti Olísdeildar með níu stig. Haukar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik þegar svo virtist sem það væri aðeins eitt...

Framarar lögðu ÍR-inga í annað sinn

Fram vann ÍR öðru sinni á keppnistímabilinu í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag, 30:27, í Skógarseli. Um leið var þetta fyrsta tap ÍR-inga í deildinni síðan lið þeirra tapaði fyrir Fram í Lambhagahöllinni 4. október, 32:30. Staðan var...

Viktor Gísli lokaði markinu gegn Guadalajara

Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í dag þegar Barcelona vann BM. Guadalajara, 40:20, í 13. umferð efstu deildar spænska handknattleiksins á heimavelli. Viktor Gísli lék um tvo þriðju leiktímans í markinu og varði 16 skot, 55%. Filip Saric varði 6...
- Auglýsing -

Áhugi fyrir handbolta hefur vaxið í Hollandi

Handknattleikur fær venjulega ekki mikla athygli í hollenskum fjölmiðlum, en síðustu daga hefur verið þar undantekning á. Eftir frábæra frammistöðu hollenska landsliðsins á HM hefur umfjöllun í öllum fréttamiðlum aukist verulega, eftir því sem segir í frétt TV2 í...

Annir koma í veg fyrir að Moustafa mæti til Rotterdam

Sökum anna verður Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki viðstaddur úrslitaleiki heimsmeistaramóts kvenna. Hann er störfum hlaðinn upp fyrir haus við undirbúning þings IHF sem hefst á föstudaginn í Kaíró. Moustafa, sem er 81 árs, sækist eftir endurkjöri...

Molakaffi: Arnar, Birgir, Hákon, Monsi, staðan

Arnar Birkir Hálfdánsson var hetja Amo HK í gærkvöld þegar hann skoraði tvö síðustu mörk liðsins er það krækti í jafntefli, 32:32, á heimavelli í viðureign við IF Hallby HK. Arnar Birkir skoraði jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til...
- Auglýsing -

Stórmeistarajafntefli á Seltjarnarnesi

Segja má að stórmeistarajafntefli hafi orðið í viðureign tveggja efstu liða Grill 66-deildar karla, Gróttu og Víkings, í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 30:30. Halldór Ingi Óskarsson skoraði jöfnunarmark Víkings þegar rúm mínúta var til leiksloka en það var...

Grótta varð fyrst til þess að vinna HK – Víkingur í þriðja sæti

Efsta lið Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, HK, tapaði fyrsta leik sínum á leiktíðinni í kvöld er leikmenn Gróttu sóttu liðið heim í kvöld. Eftir jafnan og skemmtilegan leik var Gróttuliðið sterkara og tryggði sér tveggja marka sigur, 25:23,...

Enn einn stórsigur Noregs á HM – mæta Þýskalandi í úrslitaleik

Noregur leikur til úrslita við Þýskaland á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á sunnudaginn. Norska landsliðið vann afar öruggan sigur á hollenska landsliðinu í síðari úrslitaleik mótsins í Rotterdam í kvöld, 35:25. Þetta var áttundi sigur norska landsliðsins á mótinu...
- Auglýsing -

HM kvenna ”25 – dagskrá, úrslit – síðustu dagarnir

Úrslit og leikjadagskrá síðustu leikjana á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik 2025. Átta liða úrslit: 9. desember - Dortmund:Þýskaland – Brasilía 30:23 (17:11).Noregur – Svartfjallaland 32:23 (19:11).10. desember - Rotterdam:Holland – Ungverjaland 28:23 (14:9).Danmörk – Frakkland 26:31 (12:17). Undanúrslit 12. desember - Rotterdam:Þýskaland...

Þjóðverjar leika til úrslita á HM

Þýskaland leikur til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á sunnudaginn. Þjóðverjar unnu sannfærandi sigur á Frökkum í undanúrslitaleik í Rotterdam í kvöld, 29:23. Þýska liðið skoraði þrjú síðustu mörk leiksins. Þýskt landslið hefur ekki leikið til úrslita á...

Úr boltanum í Bæjarbakaríið

Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson hefur sannarlega vent kvæði sínu í kross eftir að hann hætti að leik handbolta í sumar. Hann hefur keypt Bæjarbakaríið í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í viðtali við Aron í jólablaði Hafnarfjarðarbæjar. Aron stendur m.a. vaktina...
- Auglýsing -

Rúnar tekur við þjálfun HSG Wetzlar

Rúnar Sigtryggsson hefur verið ráðinn þjálfari þýska handknattleiksliðsins HSG Wetzlar. Hann tekur við liðinu nú þegar eftir að Momir Ilic og aðstoðarmaður hans tóku pokann sinn eftir afleitt gengi liðsins í þýsku deildarkeppninni fram til þessa. Rúnar fær ærinn starfa...

Frestað fram á sunnudag

Til stóð að keppni hæfist í kvöld í Olísdeild kvenna eftir mánaðarhlé vegna undirbúnings- og þátttöku íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu. Selfoss og ÍBV áttu að ríða á vaðið í Sethöllinnni klukkan 18 í dag. Leiknum mun hafa verið frestað...

Meiðsli Gísla Þorgeirs ekki sögð alvarleg

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður SC Magdeburg segir þátttöku sína með íslenska landsliðinu á EM, sem hefst eftir mánuð, ekki vera í hættu vegna höggs sem hann fékk á hægri síðuna í kappleik á miðvikudag. Gísli Þorgeir segir...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -