Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer HC tókst ekki að leggja stein í götu meistaraliðsins THW Kiel á heimavelli í dag þegar liðin mættust í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru meistararnir sterkari þegar...
Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði Kadetten Schaffhausen til stórsigurs á TV Endingen í úrvalsdeild karla í handknattleik í Sviss í gærkvöld, 42:26, á útivelli. Kadetten var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfeik, 21:15.
Vörn Kadetten var mikið betri í síðari hálfeik...
Hið árlega SparkassenCup mót unglingaliða karla hefur verið aflýst að þessu sinni en til stóð að halda það á milli jóla og nýárs, eins og verið hefur árlega frá 1987. Útilokað er að halda mótið vegna ástands sem ríkir...
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði tvö mörk þegar lið hennar Leverkusen tapaði fyrir Neckarsukmer, 30:26, á heimavelli síðarnefnda liðsins í gærkvöld en liðin eru í efstu deild þýska handknattleiksins. Liðin mættust í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar á dögunum og þá hafði Leverkusen...
Viggó Kristjánsson átti stjörnuleik í kvöld þegar Stuttgart vann Hannover Burgdorf, 31:26, og komst upp í annað sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Viggó skoraði 10 mörk fyrir Stuttgart-liðið og var markahæsti leikmaður vallarins. Tvö marka sinna skoraði hann...
Rhein-Neckar Löwen heldur sínu striki sem topplið þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Löwen, með Ými Örn Gíslason innanborðs, vann í kvöld Bjarka Má Elísson og félaga í Lemgo, 26:18, á heimavelli, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að...
Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau unnu góðan útisigur í kvöld á Waiblingen í þýsku 2. deildinni í handknattleik, 23:18, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 10:8.
Díana Dögg skoraði eitt...
EHV Aue vann nauman sigur í hörkuleik í sannkölluðum Íslendingaslag í þýsku 2.deildinni í handknattleik í dag þegar liðið fékk Bietigheim í heimsókn, 28:27. Maximilian Lux skoraði sigurmarkið úr vítakasti þegar 23 sekúndur voru eftir af leiktímanum.
Liðinn er ríflega...
Viktor Gísli Hallgrímsson tryggði GOG bæði stigin í torsóttum sigri liðsins í heimsókn sinni til Skanderborg Håndbold á Jótlandi, 29:28. Hann varði síðasta skot leiksins frá Mads Kalstrup þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir af leiktímanum. GOG er...
Aron Dagur Pálsson og félagar í Alingsås færðust upp í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í dag með fjögurra marka sigri á IFK Kristianstad, 34:30, á heimavelli. Þetta var aðeins annað tap Kristianstad á leiktíðinni en liðið er áfram efst...
Nú þegar riðlakeppnin í Meistaradeild kvenna er hálfnuð er ekki úr vegi að kíjka aðeins á það sem hefur gerst í þessum sjö umferðum sem búnar eru. Nokkur lið eru enn taplaus, einhver lið hafa staðist væntingar en sum...
Sænska úrvalsdeildarliðið IFK Skövde hefur náð samkomulagi við handknattleiksdeild FH um kaup á Bjarna Ófeigi Valdimarssyni. Bjarni Ófeigur mun ganga strax til liðs við IFK Skövde og hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir FH að sinni.
Bjarni Ófeigur...
Norska handboltaliðið Nærbø frá samnefndum 7.000 manna bæ hefur skotið upp á stjörnuhimininn í handknattleik þar í landi á fáeinum árum. Nær allir leikmenn liðsins eru fæddir og uppaldir í bænum sem er skammt fyrir utan Stavangur. Liðið hefur...
Ferðalög um Evrópu eru ekki auðveld um þessar mundir. Flug liggur víða niðri eða er stopult enda fáir á faraldsfæti á meðan kórónuveiran fer eins og eldur í sinu um álfuna. Þess utan þá eru þær fáu flugferðir sem...
„Í mínum huga er mjög mikilvægt að Handknattleikssambandið lýsi því yfir, helst um helgina, að það verði ekki leikið fyrr en eftir áramót svo að menn hafi eitthvað fast í hendi,“ segir Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka og einn...