Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá meisturum Sporting Lissabon í gær þegar liðið vann FC Gaia Empril, 45:28, á heimavelli í sjöundu umferð portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik. Orri Freyr skoraði sjö mörk í níu skotum. Eitt markanna skoraði...
Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði tvö mörk í fimm skotum og gaf tvær stoðsendingar í sigurleik RK Alkaloid á Butal Skopje á heimavelli í dag, 32:25, í úrvalsdeildinni í Norður Makedóníu. RK Alkaloid er í efsta sæti deildarinnar með...
Hákon Daði Styrmisson fór mikinn í dag þegar Eintracht Hagen sótti HC Oppenweiler/Backnang heim til suður Þýskalands og vann með 11 marka mun, 42:31. Leikurinn var liður í 7. umferð 2. deildar þýska handknattleiksins.Hákon Daði skoraði 10 mörk, þrjú...
Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir, koma heim til móts við landsliðið með sigurbros á vör eftir sjötta sigur Blomberg-Lippe í dag í þýsku 1. deildinni. Blomberg-Lippe vann öruggan sigur á Sport-Union Neckarsulm, 29:20,...
Á næsta fimmtudag og á laugardaginn eftir viku leikur 20 ára landslið kvenna tvo vináttuleiki hér á landi við A-landslið Grænlands í handknattleik kvenna. Halldór Stefán Haraldsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir verða þjálfarar 20 ára landsliðsins í þessu verkefni....
Eftir sigur í þremur fyrstu leikjum tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni töpuðu Elín Klara Þorkelsdóttir og liðsfélagar í IK Sävehof í dag í heimsókn til Höörs HK H 65, 31:22.Elín Klara átti stórleik og skoraði 10 mörk, þar af fimm...
Lítið rætist úr málum hjá Blæ Hinrikssyni og liðsfélögum í Leipzig í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í gær steinlá Leipzig í heimsókn til MT Melsungen, 34:25, í áttundu umferð er leikið var í Rothenbach-Halle, heimavelli Melsungen. Leipzig rekur...
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk í átta skotum þegar Porto vann Avanca Bioria Bondalti, 46:30, á heimavelli í gærkvöld. Með sigrinum skaust Porto a.m.k. um skeið í efsta sæti portúgölsku 1. deildarinnar með 19 stig í sjö leikjum.Þorsteinn...
Alþjóðadagur handknattleiksdómara er í dag laugardaginn 11. október. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, stendur að deginum en með honum er minnt á mikilvægi dómara á handboltaleikjum. Enginn leikur fer fram án dómara.
Heiðmar Felixson verður hugsanlega við stjórnvölin hjá þýska liðinu Hannover-Burgdorf í dag þegar það mætir Eisenach í þýsku 1. deildinni. Christian Prokop var með iðrakvef í gær og gat ekki stýrt æfingunni. Óvíst er hvort Prokop verði búinn að...
Ída Margrét Stefánsdóttir tryggði Gróttu annað stigið gegn FH í kvöld þegar hún skoraði tvö síðustu mörk viðureignar liðanna í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 20:20. FH-ingar voru hársbreidd frá því að vinna annan leikinn í röð en hafa nú náð...
KA heldur áfram að gera það gott í Olísdeild karla í handknattleik. Í kvöld vann Akureyrarliðið Íslands- og bikarmeistara Fram í sjöttu umferð deildarinnar og það í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal, 32:28. Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti enn einn stórleikinn fyrir...
Ekkert varð af leik ÍBV og Hauka í Olísdeild karla í handknattleik sem fram átti að fara í kvöld. Viðureigninni var frestað vegna þess að ferð Herjólfs frá Landeyjahöfn klukkan 15.45 í var slegin af vegna lélegra hafnarskilyrða. Haukar...
HK sýndi engan miskunn í kvöld og skildi ÍR eitt eftir í neðsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik. HK vann með tveggja marka mun, 30:28, eftir að hafa verið yfir stóran hluta síðari hálfleiks. Þetta var annar vinningur HK...
Eftir 12 ára veru hjá danska meistaraliðinu, Aalborg Håndbold, hefur danski handknattleiksmaðurinn Buster Juul tilkynnt að hann ætli að róa á ný mið næsta sumar. Juul, sem er 32 ára gamall er markahæsti leikmaður í sögu Aalborg Håndbold. Hann...