Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna hefur tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi undir árslok. Íslenska liðið vann það ísraelska í síðari umspilsleiknum í kvöld örugglega, 31:21, eftir að hafa verið yfir í hálfleik,...
Arnar Birkir Hálfdánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Amo HK. Tekur samningurinn við af öðrum tveggja ára samningi sem er á síðustu vikum gildistímans. Arnar Birkir kom til Amo HK sumarið 2023 eftir ársveru...
Kjartan Vídó Ólafsson markaðsstjóri HSÍ síðustu sjö ár lauk vaktinni fyrir Handknattleikssamband Íslands í gær með vinnu sinni á fyrri umspilsleik Íslands og Ísrael í handknattleik kvenna. Vídó sagði starfi sínu lausu snemma árs og hefur nú lokið formlega...
Hildur Björnsdóttir, fyrirliði Íslands- og deildarmeistara Vals í handknattleik, hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Vals um tvö ár. Nýi samningurinn gildir til ársins 2027.Hildur, sem er einn reyndasti og öflugasti leikmaður Olísdeildar kvenna hefur verið mikilvægur hluti af...
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum sem mætir Ísrael í kvöld frá fyrri leiknum í gærkvöld.
Alexandra og Inga Dís
Alexandra Líf Arnarsdóttir úr Haukum hefur verið kölluð inn í hópinn í stað Elísu Elíasdóttur...
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær í stórsigri íslenska landsliðsins á ísraelska landsliðinu í gærkvöld í fyrri umspilsleiknum um sæti á heimsmeistaramótinu, 39:27.
Alfa Brá lét sér ekki nægja að skora eitt mark heldur þrjú á...
Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad í gær þegar liðið vann stórsigur á Halden TH, 33:19, í fyrstu umferð átta liða úrslita norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Leikið var í Þrándheimi. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrisvar fyrir Kolstad.
Bræðurnir Arnór...
Landsliðskonan öfluga Elísa Elíasdóttir meiddist á hægri ökkla á síðustu mínútu sigurleiks Íslands á Ísrael í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik í kvöld, 39:27. Í hraðaupphlaupi rakst Elísa, sem ekki var með boltann, utan í eina af...
„Ég er heilt yfir sáttur með leikinn. Ég er ánægður með hvernig stelpurnar kláruðu þetta verkefni eftir mjög sérstaka daga. Ég átti þess vegna von á hverju sem er. Það er karakter í þeim,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna...
„Fyrri hálfleikur var mjög góður og lagði grunninn að sigrinum. Fagleg frammistaða,“ sagði Steinunn Björnsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins eftir að það vann ísraelska landsliðið, 39:27, í fyrri viðureign þjóðanna í umspili HM kvenna í kvöld.
„Næst á dagskrá er að...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna vann ísraelska landsliðið örugglega, 39:27, í fyrri viðureign þjóðanna í umspili heimsmeistaramótsins í kvöld. Staðan í hálfleik var 20:10. Eftir leiknum í kvöld að dæma þá á íslenska landsliðið greiða leið áfram á heimsmeistaramótið....
Fredericia HK færðist upp í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag með öruggum sigri á GOG, 28:20, á heimavelli í næst síðustu umferð deildarinnar. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia HK í leiknum en Guðmundur...
Anna Þyrí Halldórsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því áfram með liðinu en KA/Þór tryggði sér aftur sæti í Olísdeildinni í handbolta með sannfærandi sigri í Grill 66-deildinni í vetur.Anna Þyrí sem er...
Forráðamaður norska handknattleiksliðsins Drammen HK sagði að félaginu hafi verið hótað sekt frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, upp á jafnvirði 6,5 milljóna króna ef það neitaði að mæta ísraelska félagsliðinu í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik síðasta haust. Auk sektar átti...
Danskir fjölmiðlar fullyrða að Helle Thomsen verði næsti þjálfari danska kvennalandsliðsins í handknattleik. Thomsen verður þar með fyrsta konan í nærri sex áratugi til þess að þjálfa danska kvennalandsliðið. Jesper Jensen stýrir danska landsliðinu í síðasta sinn í tveimur...